Það borgar sig að fjárfesta í knattspyrnukonum Ingunn Haraldsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 17:00 Lið Barcelona sem varð atvinnumannalið árið 2015, er nú orðið stórveldi og óhætt að kalla það eitt besta lið í heimi um þessar mundir. Svipaða sögu er hægt að segja af öðrum liðum víða um Evrópu, þar sem fjárfesting í kvennaliðum félaganna hefur skilað sér margfalt til baka. Áhorfendatölur rjúka upp og loksins geta ungar knattspyrnukonur fundið sér kvenkyns fyrirmyndir og elt drauma sem áður voru ekki til staðar. Við búum svo vel að eiga landslið í hæsta gæðaflokki, og höfum átt í mörg ár. Liðið fer nú á sitt fjórða Evrópumót í röð næsta sumar og situr í 16. sæti heimslistans. Margar þeirra spila í bestu deildum í heimi, á móti og með bestu leikmönnum í heimi. Nú í haust komst íslenskt lið í 16-liða riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, sem er stórmerkilegur árangur og sýnir styrk íslenska boltans. Þrátt fyrir þennan árangur hallar enn á konur í knattspyrnunni og enn er til staðar ójöfnuður sem aftrar frekari framþróun íþróttarinnar hér á landi. Knattspyrnan og menningin í kringum hana hefur alltaf verið karllæg. Í dag er engin kona aðalþjálfari í efstu deild kvenna. Jafnframt eru konur í miklum minnihluta í stjórnunarstörfum félaganna, sem er mikil skekkja í ljósi þess að þriðjungur iðkenda er kvenkyns. Frá fyrsta formlega knattspyrnuleik kvenna sem leikinn var á Íslandi árið 1970, hafa konur þurft að berjast með kjafti og klóm fyrir tilverurétti sínum innan hreyfingarinnar. Yfir fimmtíu ár eru liðin og margt vatn hefur sem betur fer runnið til sjávar. Starfandi landslið kvenna og heimild til að nota eins takkaskó og karlarnir, sem voru baráttumál fyrir 30 árum síðan, eru sem betur fer sjálfsagðir hlutir í dag. Þó er sorglega margt sameiginlegt með baráttunni þá og nú. Leikmenn í efstu deild kvenna hafa sem dæmi þurft að sætta sig við sömu dómara og næst efsta deild karla, þar sem greiðsla fyrir dómgæslu í efstu deild karla er tvöfalt hærri en í efstu deild kvenna (skv. tölum 2021). Mörg kvennalið kljást við aðstöðuleysi, fá ekki sama aðgang að völlum og klefum og karlaliðin og fá jafnvel ekki sama búnað og æfingafatnað. Fjármagn sem berst félögunum er oft gífurlega misskipt milli kynjanna. Því miður skilar þetta misrétti sér niður í yngri flokka og bitnar á okkar ungu knattspyrnukonum, framtíðinni. Alltof snemma fá þær skilaboð um að þeirra vinna og árangur sé minna virði. Sýnileiki knattspyrnukvenna hefur aukist gríðarlega síðustu ár og nú er sífellt algengara að sjá fótboltatreyjur merktar kvenkyns fyrirmyndum hlaupandi um sparkvelli landsins. Fjölmiðlaumfjöllun hefur stóraukist, sem er frábær þróun en nú þarf að láta kné fylgja kviði. Innan knattspyrnuhreyfingarinnar er heilmargt fólk tilbúið til að taka þátt í jafnréttisbaráttu en svo virðist sem þörf sé á utanaðkomandi stuðningi til að sú umræða fái hljómgrunn innan félaganna. Nú megum við ekki staðna og láta þennan mikla meðbyr sem knattspyrnukonur hafa framhjá okkur fara, heldur stökkva um borð og taka þátt í þeirri byltingu sem á sér stað erlendis. Ekki aðeins er það mikilvægt til að eiga áfram landslið í fremstu röð, heldur einnig fyrst og fremst til að gefa stúlkum og drengjum jöfn tækifæri frá upphafi, til að upplifa allt það sem knattspyrnan hefur upp á að bjóða. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna hafa það að markmiði að auka samstöðu og vera sameiningarafl í jafnréttisbaráttu innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Samtökin voru stofnuð 1990 en hafa ekki verið starfræk síðustu ár. Þau verða formlega endurvakin í Iðnó þann 25. febrúar 2022. Öll sem vilja taka þátt í jafnréttisbaráttu knattspyrnukvenna eru hvött til að mæta og vera hluti af þessum tímamótum í íslenskri knattspyrnu. Frekari upplýsingar um viðburðinn má finna á Facebook hópnum Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna. Höfundur er knattspyrnukona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna KSÍ Jafnréttismál Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Lið Barcelona sem varð atvinnumannalið árið 2015, er nú orðið stórveldi og óhætt að kalla það eitt besta lið í heimi um þessar mundir. Svipaða sögu er hægt að segja af öðrum liðum víða um Evrópu, þar sem fjárfesting í kvennaliðum félaganna hefur skilað sér margfalt til baka. Áhorfendatölur rjúka upp og loksins geta ungar knattspyrnukonur fundið sér kvenkyns fyrirmyndir og elt drauma sem áður voru ekki til staðar. Við búum svo vel að eiga landslið í hæsta gæðaflokki, og höfum átt í mörg ár. Liðið fer nú á sitt fjórða Evrópumót í röð næsta sumar og situr í 16. sæti heimslistans. Margar þeirra spila í bestu deildum í heimi, á móti og með bestu leikmönnum í heimi. Nú í haust komst íslenskt lið í 16-liða riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, sem er stórmerkilegur árangur og sýnir styrk íslenska boltans. Þrátt fyrir þennan árangur hallar enn á konur í knattspyrnunni og enn er til staðar ójöfnuður sem aftrar frekari framþróun íþróttarinnar hér á landi. Knattspyrnan og menningin í kringum hana hefur alltaf verið karllæg. Í dag er engin kona aðalþjálfari í efstu deild kvenna. Jafnframt eru konur í miklum minnihluta í stjórnunarstörfum félaganna, sem er mikil skekkja í ljósi þess að þriðjungur iðkenda er kvenkyns. Frá fyrsta formlega knattspyrnuleik kvenna sem leikinn var á Íslandi árið 1970, hafa konur þurft að berjast með kjafti og klóm fyrir tilverurétti sínum innan hreyfingarinnar. Yfir fimmtíu ár eru liðin og margt vatn hefur sem betur fer runnið til sjávar. Starfandi landslið kvenna og heimild til að nota eins takkaskó og karlarnir, sem voru baráttumál fyrir 30 árum síðan, eru sem betur fer sjálfsagðir hlutir í dag. Þó er sorglega margt sameiginlegt með baráttunni þá og nú. Leikmenn í efstu deild kvenna hafa sem dæmi þurft að sætta sig við sömu dómara og næst efsta deild karla, þar sem greiðsla fyrir dómgæslu í efstu deild karla er tvöfalt hærri en í efstu deild kvenna (skv. tölum 2021). Mörg kvennalið kljást við aðstöðuleysi, fá ekki sama aðgang að völlum og klefum og karlaliðin og fá jafnvel ekki sama búnað og æfingafatnað. Fjármagn sem berst félögunum er oft gífurlega misskipt milli kynjanna. Því miður skilar þetta misrétti sér niður í yngri flokka og bitnar á okkar ungu knattspyrnukonum, framtíðinni. Alltof snemma fá þær skilaboð um að þeirra vinna og árangur sé minna virði. Sýnileiki knattspyrnukvenna hefur aukist gríðarlega síðustu ár og nú er sífellt algengara að sjá fótboltatreyjur merktar kvenkyns fyrirmyndum hlaupandi um sparkvelli landsins. Fjölmiðlaumfjöllun hefur stóraukist, sem er frábær þróun en nú þarf að láta kné fylgja kviði. Innan knattspyrnuhreyfingarinnar er heilmargt fólk tilbúið til að taka þátt í jafnréttisbaráttu en svo virðist sem þörf sé á utanaðkomandi stuðningi til að sú umræða fái hljómgrunn innan félaganna. Nú megum við ekki staðna og láta þennan mikla meðbyr sem knattspyrnukonur hafa framhjá okkur fara, heldur stökkva um borð og taka þátt í þeirri byltingu sem á sér stað erlendis. Ekki aðeins er það mikilvægt til að eiga áfram landslið í fremstu röð, heldur einnig fyrst og fremst til að gefa stúlkum og drengjum jöfn tækifæri frá upphafi, til að upplifa allt það sem knattspyrnan hefur upp á að bjóða. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna hafa það að markmiði að auka samstöðu og vera sameiningarafl í jafnréttisbaráttu innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Samtökin voru stofnuð 1990 en hafa ekki verið starfræk síðustu ár. Þau verða formlega endurvakin í Iðnó þann 25. febrúar 2022. Öll sem vilja taka þátt í jafnréttisbaráttu knattspyrnukvenna eru hvött til að mæta og vera hluti af þessum tímamótum í íslenskri knattspyrnu. Frekari upplýsingar um viðburðinn má finna á Facebook hópnum Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna. Höfundur er knattspyrnukona.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun