Hafa setið föst á Hellisheiði í rúma sex tíma: „Við sitjum bara hérna og bíðum“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. febrúar 2022 23:01 Hjónin Lilja og Valli sitja enn föst á Hellisheiðinni. Mynd/Aðsend Hjón frá Selfossi eru meðal þeirra sem hafa setið föst í bílaröð á Hellisheiði frá því síðdegis. Björgunarsveitir vinna nú að því að ferja fólk úr bílunum en röðin hefur ekki haggast frá því að veginum var lokað. Hjónin segja fólk þó lítið kippa sér upp við stöðuna og eru þau sjálf í góðu atlæti í bílnum sínum. Enn sitja margir fastir í bílum sínum á Hellisheiðinni og í Þrengslunum en vegunum var lokað vegna veðurs fyrr í dag. Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út til að koma fólki af staðnum og í fjöldahjálpamiðstöð sem opnuð var fyrr í kvöld í Þorlákshöfn og í Hellisheiðavirkjun. Oddrún Lilja Birgisdóttir, kölluð Lilja, og maðurinn hennar, Valdimar Jónsson eða Valli eins og hann er kallaður, eru meðal þeirra sem eru nú föst á Hellisheiðinni. „Við sitjum bara hérna og bíðum,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu en þau hjónin eru búsett á Selfossi og voru á leiðinni heim úr vinnu þegar þau festust. „Það fer alveg mjög vel um okkur, við erum hérna í bíl með nóg af olíu og erum bara að hlusta á Yrsu hljóðbók,“ segir hún enn fremur létt í bragði. Röðin ekki haggast Björgunarsveitir vinna nú að því að ferja fólk úr bílum sínum og bíða þau hjónin eftir að röðin komi að þeim en þau hafa setið föst í rúmar sex klukkustundir. „Þessi staður sem við erum á núna, hann er búinn að vera svona bara frá því klukkan fjögur. Við höfum eiginlega ekki haggast síðan,“ segir Lilja en þau eru við afleggjarann niður að Þrengslunum. Hún segir aðra ekki kippa sér mikið upp við stöðuna. „Í byrjun var fólk að reyna að halda rúðum auðum og geta fylgst með en fljótlega settust allir inn í bíl og hafa ekkert látið sjá sig síðan,“ segir hún og bætir við að helsta áskorunin sé skortur á salerni. „Maður nennir ekki út í kuldann,“ segir hún og hlær. Héldu að þau myndu sleppa Rauð veðurviðvörun tók gildi á Suðurlandi, höfuðborgarsvæðinu og Faxaflóa klukkan fimm í dag en Lilja segir að veginum hafi ekki verið lokað þegar þau lögðu af stað. „Við vorum aðallega bara hissa að það var ekki búið að loka heiðinni, við vissum náttúrlega að það væri að koma óveður en viðvörunin átti ekki að taka gildi fyrr en fimm og við héldum að við myndum sleppa,“ segir Lilja og bætir við að eflaust hafi margir hugsað það sama. Þau gera ráð fyrir að þurfa að skilja bílinn eftir í nótt. „Það er alveg vitlaust veður enn þá, þannig að bílarnir eru ekkert að fara. Það verða örugglega ansi margir bílar hérna eftir uppi á heiði,“ segir Lilja. Þannig þið gerið ekki ráð fyrir að mæta í vinnuna á morgun? „Ætli við vinnum ekki bara heima á morgun,“ segir hún og hlær. Ölfus Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Gera ráð fyrir að allt að hundrað manns sitji fastir í Þrengslunum Margir sitja enn fastir í bílum sínum á Þrengslaveginum en fjöldahjálparstöð hefur nú verið opnuð í Grunnskólanum í Þorlákshöfn og verður fólk flutt þangað. Fyrr í dag voru farþegar í 70 manna rútu fluttir í fjöldahjálparstöð í Hellisheiðavirkjun. 21. febrúar 2022 20:48 Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“ Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. 21. febrúar 2022 20:17 Búa sig undir aftakaveður: „Það má segja að við séum í ákveðnu formi“ Björgunarsveitir víða um land búa sig nú undir aftakaveður á öllu landinu en gular og appelsínugular viðvaranir hafa nú tekið gildi á suðvesturhorni landsins. Rauðar viðvaranir taka síðan gildi klukkan 19 á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. 21. febrúar 2022 17:47 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Enn sitja margir fastir í bílum sínum á Hellisheiðinni og í Þrengslunum en vegunum var lokað vegna veðurs fyrr í dag. Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út til að koma fólki af staðnum og í fjöldahjálpamiðstöð sem opnuð var fyrr í kvöld í Þorlákshöfn og í Hellisheiðavirkjun. Oddrún Lilja Birgisdóttir, kölluð Lilja, og maðurinn hennar, Valdimar Jónsson eða Valli eins og hann er kallaður, eru meðal þeirra sem eru nú föst á Hellisheiðinni. „Við sitjum bara hérna og bíðum,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu en þau hjónin eru búsett á Selfossi og voru á leiðinni heim úr vinnu þegar þau festust. „Það fer alveg mjög vel um okkur, við erum hérna í bíl með nóg af olíu og erum bara að hlusta á Yrsu hljóðbók,“ segir hún enn fremur létt í bragði. Röðin ekki haggast Björgunarsveitir vinna nú að því að ferja fólk úr bílum sínum og bíða þau hjónin eftir að röðin komi að þeim en þau hafa setið föst í rúmar sex klukkustundir. „Þessi staður sem við erum á núna, hann er búinn að vera svona bara frá því klukkan fjögur. Við höfum eiginlega ekki haggast síðan,“ segir Lilja en þau eru við afleggjarann niður að Þrengslunum. Hún segir aðra ekki kippa sér mikið upp við stöðuna. „Í byrjun var fólk að reyna að halda rúðum auðum og geta fylgst með en fljótlega settust allir inn í bíl og hafa ekkert látið sjá sig síðan,“ segir hún og bætir við að helsta áskorunin sé skortur á salerni. „Maður nennir ekki út í kuldann,“ segir hún og hlær. Héldu að þau myndu sleppa Rauð veðurviðvörun tók gildi á Suðurlandi, höfuðborgarsvæðinu og Faxaflóa klukkan fimm í dag en Lilja segir að veginum hafi ekki verið lokað þegar þau lögðu af stað. „Við vorum aðallega bara hissa að það var ekki búið að loka heiðinni, við vissum náttúrlega að það væri að koma óveður en viðvörunin átti ekki að taka gildi fyrr en fimm og við héldum að við myndum sleppa,“ segir Lilja og bætir við að eflaust hafi margir hugsað það sama. Þau gera ráð fyrir að þurfa að skilja bílinn eftir í nótt. „Það er alveg vitlaust veður enn þá, þannig að bílarnir eru ekkert að fara. Það verða örugglega ansi margir bílar hérna eftir uppi á heiði,“ segir Lilja. Þannig þið gerið ekki ráð fyrir að mæta í vinnuna á morgun? „Ætli við vinnum ekki bara heima á morgun,“ segir hún og hlær.
Ölfus Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Gera ráð fyrir að allt að hundrað manns sitji fastir í Þrengslunum Margir sitja enn fastir í bílum sínum á Þrengslaveginum en fjöldahjálparstöð hefur nú verið opnuð í Grunnskólanum í Þorlákshöfn og verður fólk flutt þangað. Fyrr í dag voru farþegar í 70 manna rútu fluttir í fjöldahjálparstöð í Hellisheiðavirkjun. 21. febrúar 2022 20:48 Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“ Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. 21. febrúar 2022 20:17 Búa sig undir aftakaveður: „Það má segja að við séum í ákveðnu formi“ Björgunarsveitir víða um land búa sig nú undir aftakaveður á öllu landinu en gular og appelsínugular viðvaranir hafa nú tekið gildi á suðvesturhorni landsins. Rauðar viðvaranir taka síðan gildi klukkan 19 á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. 21. febrúar 2022 17:47 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Gera ráð fyrir að allt að hundrað manns sitji fastir í Þrengslunum Margir sitja enn fastir í bílum sínum á Þrengslaveginum en fjöldahjálparstöð hefur nú verið opnuð í Grunnskólanum í Þorlákshöfn og verður fólk flutt þangað. Fyrr í dag voru farþegar í 70 manna rútu fluttir í fjöldahjálparstöð í Hellisheiðavirkjun. 21. febrúar 2022 20:48
Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“ Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. 21. febrúar 2022 20:17
Búa sig undir aftakaveður: „Það má segja að við séum í ákveðnu formi“ Björgunarsveitir víða um land búa sig nú undir aftakaveður á öllu landinu en gular og appelsínugular viðvaranir hafa nú tekið gildi á suðvesturhorni landsins. Rauðar viðvaranir taka síðan gildi klukkan 19 á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. 21. febrúar 2022 17:47