Fótbolti

Lið Hallberu í Svíþjóð sækir leikmenn í KR og ÍBV

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Annie Williams í leik með ÍBV í fyrra.
Annie Williams í leik með ÍBV í fyrra. Vísir/Bára

Nýliðar Kalmar í sænsku kvennadeildinni styrkja liðið sitt með því að sækja leikmenn úr íslenska boltanum.

Íslenska landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir samdi við sænska félagið eftir tímabilið en hún lék áður með AIK.

Nú hefur Kalmar sótt bandarísku leikmennina Kathleen Rebecca Pingel frá KR og Antoinette Jewel Williams frá ÍBV.

Pingel er 24 ára gömul og sðpilar sem framherji eða sókndjarfur miðjumaður. Hún spilaði á sínum tíma með Long Beach State háskólaliðinu. Pingel skoraði 8 mörk í 15 leikjum með KR í Lengjudeildinni í fyrrasumar og hjálpaði liðinu að vinna deildina.

Annie Williams er 25 ára varnarmaður og var lykilmaður í liði ÍBV í Pepsi Max-deildinni í fyrra. Hún skoraði 1 mark í 17 leikjum og fiskaði að auki eina vítaspyrnu.

Kalmar hefur safnað liði fyrir komandi tímabil og eru þessar þrjár í hópi margra nýrra leikmanna sem hafa samið við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×