Íbúar í nágrenni Laugardals, nú er komið að ykkur Ævar Harðarson skrifar 22. febrúar 2022 08:31 Vinna við hverfisskipulag fyrir Laugarnes-, Langholts- og Vogahverfi (borgarhluta 4) er að hefjast. Fyrir utan forsendur aðalskipulags Reykjavíkur 2040 byrjum við hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar með autt blað. Því leitum við til íbúa þessara hverfa og hagsmunaðila eftir hugmyndum nú strax í upphafi vinnunnar. Þær hugmyndir sem berast á næstu vikum verða unnar áfram með sérfræðingum borgarinnar og lagðar fram sem vinnutillögur í næstu umferð samráðsins, vonandi ekki síðar en í haust. Þriggja fasa samráð Samráð hverfisskipulags er skipt í þrjá fasa (sjá skýringarmynd). Samráðið er skilgreint vinnuferli sem byggir á lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar þar sem haft er samráð við íbúa, hagsmunaaðila og opinbera umsagnaraðila á öllum stigum skipulagsvinnunnar. Kjörorðin í þessari vinnu eru að hlusta, rýna, breyta og miðla. Þær hugmyndir og tillögur sem verða til í samráðsferlinu eru notuð við að bæta og þróa afurðir hverfisskipulagsins þannig að úr verði betra hverfiskipulag sem byggir eins og kostur er á hugmyndum og óskum íbúa. Samráðsferlið skiptist í þrjá fasa.Hverfisskipulag Forsendur hverfisskipulagsvinnunnar í Laugardal er aðalskipulag Reykjavikur 2040, sem tók gildi í janúar. Þar eru lagðar línurnar um framtíðarskipulag borgarinnar og hverfanna. Leiðarstefið er sjálfbær, lífvænleg og kolefnishlutlaus borg, þétt og blönduð borgarbyggð, vistvænar samgöngur og góð almenningsrými og græn svæði. Borgarhlutinn og hverfaskiptin Í skipulagsvinnunni framundan hefur borgarhlutanum verið skipt upp í þrjú hverfi, Laugarneshverfi, Langholtshverfi, og Vogahverfi en hvert hverfi fær sitt sérstaka hverfisskipulag. Inna hverfanna eru áfram hina gamalgrónu hverfiseiningar. Í Laugarneshverfi eru Tún, Teigar, Lækir og Laugarnestangi. Langholtshverfi samanstendur af Laugarás, Kleppsholti og Sundum. Hverfiseiningar sem tilheyra Vogahverfi eru Heimar, Skeifna, Merkur og Vogar. Þessi skipting sést á meðfylgjandi mynd. Borgarhlutanum er skipt í hverfi og hverfiseiningar.Hverfisskipulag Stór þróunarverkefni Innan borgarhlutans eru stórir málaflokkar og þróunarverkefni sem ýmist eru hluti af hverfisskipulagi eða utan þess en gerð er grein fyrir þessum málum á kynningarsíðunni. Eitt slíkt verkefni er uppbygging íþróttamannvirkja í Laugardal. Annað er þróun skólamála en í borgarhlutanum eru fjórir grunnskólar; Laugarnesskóli, Laugalækjarskóli, Langholtsskóli og Vogaskóli, auk Menntaskólans við Sund. Nemendafjöldi og ástand mannvirkja kallar á endurmat og útbætur. Í jaðri borgarhlutans er Suðurlandsbrautin þar sem fyrsti áfangi Borgarlínu mun liggja. Tilkoma Sæbrautarstokks milli Vogahverfis og hinnar nýju Vogabyggðar mun bæta umhverfi og líf íbúa á stóru svæði en sú framkvæmd er einnig innan marka hverfisskipulagsins. Hluti af samráðinu er að fá fram hugmyndir og skoðanir íbúa á þessum stóru verkefnum. Ákall um þátttöku Samráðið það sem er framundan í Laugardal er bæði fjölbreytt og spennandi. Það er sett upp til þess að raddir og skoðanir sem flestra heyrist. Leitað er eftir skoðunum grunnskólabarna og ungmenna, ungra foreldra og einstaklinga, sambúðaraðila og eldri borgara og annarra sem skipulagði varðar. Strax í upphafi fyrsta fasa samráðs gefst íbúum tækifæri til að taka þátt í netsamráð og svara spurningum. Í fyrstu umferð er spurt um notkun íbúa á almenningsrýmum og ferðaleiðir og ferðavenjur um borgarhlutann. Taka má þátt með því að fara inn á netsíðu verkefnisins. Boðið verður upp á meira netsamráð á seinni stigum verkefnisins. Teikning sem sýnir borgarhluta 4 en íþrótta- og útivistarsvæðið í Laugardal er hjartað í borgahlutanum.Teikning Rán Flygenring Mikilvægt skref í þessari fyrstu umferð er verkefnið Skapandi samráð, en það gengur út á að fá börn í grunnskólum hverfanna til samstarfs. Börnin munu til dæmis smíða módel af hverfunum, fræðast og ræða þróun sinna hverfa. Krakkarnir fá líka tækifæri til að koma skoðun sínum um aðgerðir og útbætur á framfæri með sérstöku miðkerfi sem á að tyggja að allar skoðanir komi fram óháð getu til að tjá sig munnlega. Sambærileg vinna hefur farið fram í á þriðja tug grunnskóla í Reykjavík. Þetta er viðmikið lýðræðisstarf með börnum og hafa fulltrúar UNICEF, sem stýra verkefninu „Barnvæn sveitarfélög“, lýst yfir áhuga á að taka þátt í því í skólunum í nágrenni Laugardals, sem lið í því að efla mannréttindi barna. Reynslan frá samráðinu í Breiðholti, Háaleiti-Bústöðum og Hlíðum sýnir að hlustað er sjónarmið íbúa, enda búa þeir yfir dýrmætri. Við hlökkum til að eiga við ykkur uppbyggilegt og gott samtal um framtíð hverfanna í Laugardal. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt, Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ævar Harðarson Reykjavík Skipulag Mest lesið Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Vinna við hverfisskipulag fyrir Laugarnes-, Langholts- og Vogahverfi (borgarhluta 4) er að hefjast. Fyrir utan forsendur aðalskipulags Reykjavíkur 2040 byrjum við hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar með autt blað. Því leitum við til íbúa þessara hverfa og hagsmunaðila eftir hugmyndum nú strax í upphafi vinnunnar. Þær hugmyndir sem berast á næstu vikum verða unnar áfram með sérfræðingum borgarinnar og lagðar fram sem vinnutillögur í næstu umferð samráðsins, vonandi ekki síðar en í haust. Þriggja fasa samráð Samráð hverfisskipulags er skipt í þrjá fasa (sjá skýringarmynd). Samráðið er skilgreint vinnuferli sem byggir á lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar þar sem haft er samráð við íbúa, hagsmunaaðila og opinbera umsagnaraðila á öllum stigum skipulagsvinnunnar. Kjörorðin í þessari vinnu eru að hlusta, rýna, breyta og miðla. Þær hugmyndir og tillögur sem verða til í samráðsferlinu eru notuð við að bæta og þróa afurðir hverfisskipulagsins þannig að úr verði betra hverfiskipulag sem byggir eins og kostur er á hugmyndum og óskum íbúa. Samráðsferlið skiptist í þrjá fasa.Hverfisskipulag Forsendur hverfisskipulagsvinnunnar í Laugardal er aðalskipulag Reykjavikur 2040, sem tók gildi í janúar. Þar eru lagðar línurnar um framtíðarskipulag borgarinnar og hverfanna. Leiðarstefið er sjálfbær, lífvænleg og kolefnishlutlaus borg, þétt og blönduð borgarbyggð, vistvænar samgöngur og góð almenningsrými og græn svæði. Borgarhlutinn og hverfaskiptin Í skipulagsvinnunni framundan hefur borgarhlutanum verið skipt upp í þrjú hverfi, Laugarneshverfi, Langholtshverfi, og Vogahverfi en hvert hverfi fær sitt sérstaka hverfisskipulag. Inna hverfanna eru áfram hina gamalgrónu hverfiseiningar. Í Laugarneshverfi eru Tún, Teigar, Lækir og Laugarnestangi. Langholtshverfi samanstendur af Laugarás, Kleppsholti og Sundum. Hverfiseiningar sem tilheyra Vogahverfi eru Heimar, Skeifna, Merkur og Vogar. Þessi skipting sést á meðfylgjandi mynd. Borgarhlutanum er skipt í hverfi og hverfiseiningar.Hverfisskipulag Stór þróunarverkefni Innan borgarhlutans eru stórir málaflokkar og þróunarverkefni sem ýmist eru hluti af hverfisskipulagi eða utan þess en gerð er grein fyrir þessum málum á kynningarsíðunni. Eitt slíkt verkefni er uppbygging íþróttamannvirkja í Laugardal. Annað er þróun skólamála en í borgarhlutanum eru fjórir grunnskólar; Laugarnesskóli, Laugalækjarskóli, Langholtsskóli og Vogaskóli, auk Menntaskólans við Sund. Nemendafjöldi og ástand mannvirkja kallar á endurmat og útbætur. Í jaðri borgarhlutans er Suðurlandsbrautin þar sem fyrsti áfangi Borgarlínu mun liggja. Tilkoma Sæbrautarstokks milli Vogahverfis og hinnar nýju Vogabyggðar mun bæta umhverfi og líf íbúa á stóru svæði en sú framkvæmd er einnig innan marka hverfisskipulagsins. Hluti af samráðinu er að fá fram hugmyndir og skoðanir íbúa á þessum stóru verkefnum. Ákall um þátttöku Samráðið það sem er framundan í Laugardal er bæði fjölbreytt og spennandi. Það er sett upp til þess að raddir og skoðanir sem flestra heyrist. Leitað er eftir skoðunum grunnskólabarna og ungmenna, ungra foreldra og einstaklinga, sambúðaraðila og eldri borgara og annarra sem skipulagði varðar. Strax í upphafi fyrsta fasa samráðs gefst íbúum tækifæri til að taka þátt í netsamráð og svara spurningum. Í fyrstu umferð er spurt um notkun íbúa á almenningsrýmum og ferðaleiðir og ferðavenjur um borgarhlutann. Taka má þátt með því að fara inn á netsíðu verkefnisins. Boðið verður upp á meira netsamráð á seinni stigum verkefnisins. Teikning sem sýnir borgarhluta 4 en íþrótta- og útivistarsvæðið í Laugardal er hjartað í borgahlutanum.Teikning Rán Flygenring Mikilvægt skref í þessari fyrstu umferð er verkefnið Skapandi samráð, en það gengur út á að fá börn í grunnskólum hverfanna til samstarfs. Börnin munu til dæmis smíða módel af hverfunum, fræðast og ræða þróun sinna hverfa. Krakkarnir fá líka tækifæri til að koma skoðun sínum um aðgerðir og útbætur á framfæri með sérstöku miðkerfi sem á að tyggja að allar skoðanir komi fram óháð getu til að tjá sig munnlega. Sambærileg vinna hefur farið fram í á þriðja tug grunnskóla í Reykjavík. Þetta er viðmikið lýðræðisstarf með börnum og hafa fulltrúar UNICEF, sem stýra verkefninu „Barnvæn sveitarfélög“, lýst yfir áhuga á að taka þátt í því í skólunum í nágrenni Laugardals, sem lið í því að efla mannréttindi barna. Reynslan frá samráðinu í Breiðholti, Háaleiti-Bústöðum og Hlíðum sýnir að hlustað er sjónarmið íbúa, enda búa þeir yfir dýrmætri. Við hlökkum til að eiga við ykkur uppbyggilegt og gott samtal um framtíð hverfanna í Laugardal. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt, Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar