Talið víst að úrslitaleikurinn verði færður frá Rússlandi Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2022 17:30 Chelsea fagnaði Evrópumeistaratitli sínum á Drekavöllum í Portúgal í fyrra eftir úrslitaleik gegn Manchester City. Getty/Alexander Hassenstein Nær öruggt er að úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla verði færður frá Rússlandi eftir innrás Rússa í Úkraínu. Rússar hafa sent herlið í formi friðargæsluliða inn fyrir landamærin að Úkraínu, í héruðin Lúgansk og Donetsk, og óvissa ríkir um framhaldið. Ráðamenn víða um heim hafa fordæmt aðgerðir Rússa og breska ríkisútvarpið, BBC, segir að í ljósi stöðunnar megi nánast slá því föstu að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar, sem fram fer laugardaginn 28. maí, verði ekki í St Pétursborg eins og til stóð. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands sagði til að mynda að það væru „engar líkur á að fótboltamót yrði haldið í Rússlandi sem réðist inn í önnur lönd.“ Menningarmálaráðherra Breta, Nadine Dorries, sagði að málið yrði rætt við UEFA ef þess þyrfti. „Við leyfum ekki Pútín forseta að nýta alþjóðlega viðburði til að réttlæta ólöglega innrás inn í Úkraínu,“ sagði Dorries. Samkvæmt frétt BBC eru forráðamenn UEFA þó enn að meta stöðuna en langlíklegast þykir að úrslitaleikurinn verði færður, þriðja árið í röð. Síðustu tvö ár hefur hann verið spilaður í Portúgal vegna þeirra vandræða sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Landsleikir fyrirhugaðir í Moskvu í mars UEFA á í viðræðum við Dynamo Kiev og Sporting Lissabon um seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Ungmennadeildar UEFA en hann átti að fara fram í Kiev, höfuðborg Úkraínu, 2. mars. Fleiri leikir eru til skoðunar hjá UEFA. Til að mynda á rússneska karlalandsliðið fyrir höndum HM-umspilsleik við Pólland í Moskvu 24. mars, og mögulega úrslitaleik við Svíþjóð eða Tékkland 29. mars, einnig í Moskvu. Úkraína er einnig í HM-umspilinu en spilar á útivelli, fyrst gegn Skotlandi og svo mögulega Wales eða Austurríki. Þá er rússneska liðið Zenit St. Pétursborg á leið í leik gegn Real Betis á Spáni í Evrópudeildinni á fimmtudaginn, en Zenit þarf að vinna upp 3-2 tap á heimavelli til að komast áfram. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Átök í Úkraínu Rússland Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Sjá meira
Rússar hafa sent herlið í formi friðargæsluliða inn fyrir landamærin að Úkraínu, í héruðin Lúgansk og Donetsk, og óvissa ríkir um framhaldið. Ráðamenn víða um heim hafa fordæmt aðgerðir Rússa og breska ríkisútvarpið, BBC, segir að í ljósi stöðunnar megi nánast slá því föstu að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar, sem fram fer laugardaginn 28. maí, verði ekki í St Pétursborg eins og til stóð. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands sagði til að mynda að það væru „engar líkur á að fótboltamót yrði haldið í Rússlandi sem réðist inn í önnur lönd.“ Menningarmálaráðherra Breta, Nadine Dorries, sagði að málið yrði rætt við UEFA ef þess þyrfti. „Við leyfum ekki Pútín forseta að nýta alþjóðlega viðburði til að réttlæta ólöglega innrás inn í Úkraínu,“ sagði Dorries. Samkvæmt frétt BBC eru forráðamenn UEFA þó enn að meta stöðuna en langlíklegast þykir að úrslitaleikurinn verði færður, þriðja árið í röð. Síðustu tvö ár hefur hann verið spilaður í Portúgal vegna þeirra vandræða sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Landsleikir fyrirhugaðir í Moskvu í mars UEFA á í viðræðum við Dynamo Kiev og Sporting Lissabon um seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Ungmennadeildar UEFA en hann átti að fara fram í Kiev, höfuðborg Úkraínu, 2. mars. Fleiri leikir eru til skoðunar hjá UEFA. Til að mynda á rússneska karlalandsliðið fyrir höndum HM-umspilsleik við Pólland í Moskvu 24. mars, og mögulega úrslitaleik við Svíþjóð eða Tékkland 29. mars, einnig í Moskvu. Úkraína er einnig í HM-umspilinu en spilar á útivelli, fyrst gegn Skotlandi og svo mögulega Wales eða Austurríki. Þá er rússneska liðið Zenit St. Pétursborg á leið í leik gegn Real Betis á Spáni í Evrópudeildinni á fimmtudaginn, en Zenit þarf að vinna upp 3-2 tap á heimavelli til að komast áfram.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Átök í Úkraínu Rússland Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti