Erum enn á lægðarbrautinni: „Við getum ekki hrósað happi alveg strax“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. febrúar 2022 17:57 Elín Björk segir útlit fyrir lægðargang næstu vikuna. Gera má ráð fyrir áframhaldandi lægðargang næstu daga. Rauðar viðvaranir tóku gildi í gær á suðvesturhorni landsins, í annað sinn í þessum mánuði og í þriðja sinn frá því að litakóðunarkerfi Veðurstofunnar var tekið í notkun árið 2017. Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu Veðurstofu Íslands, ræddi stöðuna í viðtali hjá Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag og fór yfir það hvernig febrúarmánuðurinn hefur verið. „Hann hefur verið svolítið kaldur og hann hefur auðvitað verið illviðrasamur, tvær rauðar viðvaranir í sama mánuðinum er svolítið yfirdrifið,“ sagði Elín en vísaði til þess að veturinn 2019-2020 hafi verið svipaður, sem og veturinn 2014-2015. „Þannig þetta gerist á nokkra ára fresti, að við fáum svona samliggjandi janúar og febrúar, eða desember, janúar og febrúar, þar sem við erum á þessari lægðarbraut og þá ganga þær yfir okkur á færibandi, lægðirnar,“ sagði Elín. Ekki hægt að hrósa sigri strax Í bæði skiptin sem rauðar viðvaranir voru gefnar út í þessum mánuði myndaðist veðrið af sömu ástæðu þar sem kalt heimskaupaloft vestur við Grænland og hlýtt og rakt loft frá Mexíkóflóa mætast. „Úr því verður alveg kjörið lægðarfóður. Þegar að þessi kerfi eru sest svona þá eru þau gjarnan svolítið þaulsetin þannig það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að þetta gerist í þessari röð,“ sagði Elín. Aðspurð um hvort hlýrri og bjartari tímar væru fram undan sagði Elín að draga færi úr kalda loftinu sem ætti að gera það að verkum að lægðirnar verði ekki eins skarpar og djúpar. Gera megi þó ráð fyrir lægðum allt fram yfir páska. „Þannig það er ekkert útséð með það, en það er lægðargangur eftir því sem við sjáum best næstu vikuna og kannski eitthvað fram yfir það, þannig við getum ekki hrósað happi alveg strax,“ sagði Elín. Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Mikill missir ef Höllin rís ekki á ný Þórhallur Einisson, formaður íþróttafélagsins Hamars, segir skilaboðin sem hann fékk í morgun þegar hann kveikti á símanum hafa verið einföld. Hamarshöllin væri farin. Bæjarstjóri segir áfallið mikið fyrir bæjarfélagið. 22. febrúar 2022 14:57 Horfa til Eyja þar sem staðan er mjög erfið Allt er er nú gert til þess að reyna að koma á rafmagni í Vestmannaeyjum þar sem varaafl dugir ekki til þess að knýja bæjarlífið áfram. Hús eru farin að kólna. 22. febrúar 2022 13:01 Skemmdir á rafmagnslínum Landsnets hlaupa á tugum milljóna Víðtækt rafmagnsleysi er á landinu eftir nóttina og skemmdust bæði línur frá Veitum og Landsneti. Veðrið olli miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. 22. febrúar 2022 11:43 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu Veðurstofu Íslands, ræddi stöðuna í viðtali hjá Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag og fór yfir það hvernig febrúarmánuðurinn hefur verið. „Hann hefur verið svolítið kaldur og hann hefur auðvitað verið illviðrasamur, tvær rauðar viðvaranir í sama mánuðinum er svolítið yfirdrifið,“ sagði Elín en vísaði til þess að veturinn 2019-2020 hafi verið svipaður, sem og veturinn 2014-2015. „Þannig þetta gerist á nokkra ára fresti, að við fáum svona samliggjandi janúar og febrúar, eða desember, janúar og febrúar, þar sem við erum á þessari lægðarbraut og þá ganga þær yfir okkur á færibandi, lægðirnar,“ sagði Elín. Ekki hægt að hrósa sigri strax Í bæði skiptin sem rauðar viðvaranir voru gefnar út í þessum mánuði myndaðist veðrið af sömu ástæðu þar sem kalt heimskaupaloft vestur við Grænland og hlýtt og rakt loft frá Mexíkóflóa mætast. „Úr því verður alveg kjörið lægðarfóður. Þegar að þessi kerfi eru sest svona þá eru þau gjarnan svolítið þaulsetin þannig það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að þetta gerist í þessari röð,“ sagði Elín. Aðspurð um hvort hlýrri og bjartari tímar væru fram undan sagði Elín að draga færi úr kalda loftinu sem ætti að gera það að verkum að lægðirnar verði ekki eins skarpar og djúpar. Gera megi þó ráð fyrir lægðum allt fram yfir páska. „Þannig það er ekkert útséð með það, en það er lægðargangur eftir því sem við sjáum best næstu vikuna og kannski eitthvað fram yfir það, þannig við getum ekki hrósað happi alveg strax,“ sagði Elín.
Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Mikill missir ef Höllin rís ekki á ný Þórhallur Einisson, formaður íþróttafélagsins Hamars, segir skilaboðin sem hann fékk í morgun þegar hann kveikti á símanum hafa verið einföld. Hamarshöllin væri farin. Bæjarstjóri segir áfallið mikið fyrir bæjarfélagið. 22. febrúar 2022 14:57 Horfa til Eyja þar sem staðan er mjög erfið Allt er er nú gert til þess að reyna að koma á rafmagni í Vestmannaeyjum þar sem varaafl dugir ekki til þess að knýja bæjarlífið áfram. Hús eru farin að kólna. 22. febrúar 2022 13:01 Skemmdir á rafmagnslínum Landsnets hlaupa á tugum milljóna Víðtækt rafmagnsleysi er á landinu eftir nóttina og skemmdust bæði línur frá Veitum og Landsneti. Veðrið olli miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. 22. febrúar 2022 11:43 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Mikill missir ef Höllin rís ekki á ný Þórhallur Einisson, formaður íþróttafélagsins Hamars, segir skilaboðin sem hann fékk í morgun þegar hann kveikti á símanum hafa verið einföld. Hamarshöllin væri farin. Bæjarstjóri segir áfallið mikið fyrir bæjarfélagið. 22. febrúar 2022 14:57
Horfa til Eyja þar sem staðan er mjög erfið Allt er er nú gert til þess að reyna að koma á rafmagni í Vestmannaeyjum þar sem varaafl dugir ekki til þess að knýja bæjarlífið áfram. Hús eru farin að kólna. 22. febrúar 2022 13:01
Skemmdir á rafmagnslínum Landsnets hlaupa á tugum milljóna Víðtækt rafmagnsleysi er á landinu eftir nóttina og skemmdust bæði línur frá Veitum og Landsneti. Veðrið olli miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. 22. febrúar 2022 11:43