Bareigendur til í slaginn um helgina og taka afléttingum fagnandi Fanndís Birna Logadóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 22. febrúar 2022 21:00 Geoffrey Huntingdon-Williams, eigandi Priksins, segir hverja klukkustund skipta máli í veitingabransanum. Vísir/Egill Að óbreyttu verður tilkynnt um afléttingar á öllum takmörkunum innanlands og á landamærunum í síðasta lagi á föstudag. Bareigendur eru farnir að búa sig undir mikil skemmtanahöld um helgina. Miklar takmarkanir hafa verið á starfsemi skemmti- og veitingastaða í gegnum faraldurinn. Skemmtistöðum hefur ýmist verið gert að loka eða opnunartími þeirra skertur allverulega. Geoffrey Huntington-Williams, eigandi Priksins, segir marga veitingamenn fagna þeim afléttingum sem eru væntanlegar. „Hver klukkutími í þessum bransa er frekar veigamikill þegar þú ert veitingamaður og við erum mjög ánægðir að fá heila þrjá og hálfan tíma strax,“ segir Geoffrey en eins og staðan er núna er þessum stöðum gert að loka á miðnætti og þurfa allir gestir að vera farnir út fyrir klukkan eitt. Ánægðir með að fá tíma til að undirbúa sig Auk þess sem veitingamenn fagna þeim afléttingum sem væntanlega verða kynntar fyrir helgi segir Geoffrey þá þakkláta fyrir að fá tíma til að undirbúa sig. „Við erum mjög ánægð með það að fá tíma til þess að undirbúa, við höfum tekið mörgum breytingum undanfarin tvö ár á hlaupum svolítið, við höfum fengið að vita í hádeginu á föstudegi hvernig staðan verði þá á föstudagskvöldið eða föstudagsnóttunni,“ segir Geoffrey. „Það að fá þetta inn á þriðjudegi jafnvel miðvikudegi fyrir helgi er náttúrulega bara æðislegt,“ segir hann enn fremur og bætir við að þá sé hægt að manna vaktir og birgja staðinn vel upp. Sjálfur á Geoffrey von á að stemningin um helgina verði mjög góð. „Við byrjum kvöldið á tónleikum og endum á plötusnúðasetti eins og vaninn er hérna á Prikinu. Ljósin sveiflast og fjörið verður mikið að vanda,“ segir Geoffrey. Ætlun stjórnvalda ætti að ganga eftir Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun sagðist heilbrigðisráðherra bíða minnisblaðs frá sóttvarnalækni um stöðu faraldursins, sem sé viðráðanleg á heilbrigðisstofnunum, og því ætti áætlun stjórnvalda að ganga eftir. Um tvö þúsund og fjögur hundruð greindust með kórónuveiruna í gær og 52 eru á spítala, þar af tveir á gjörgæslu. Sýnatökur við landamærin verða lagðar niður við afléttingu. „Það er svona kannski í samræmi við þróunina hjá öðrum þjóðum og einfalda þetta bara og þegar útbreiðsla smita er jafn mikil og raun ber vitni innanlands þá er ekki ástæða til að vera með aðrar ráðstafanir á landamærunum,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð. Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Miklar takmarkanir hafa verið á starfsemi skemmti- og veitingastaða í gegnum faraldurinn. Skemmtistöðum hefur ýmist verið gert að loka eða opnunartími þeirra skertur allverulega. Geoffrey Huntington-Williams, eigandi Priksins, segir marga veitingamenn fagna þeim afléttingum sem eru væntanlegar. „Hver klukkutími í þessum bransa er frekar veigamikill þegar þú ert veitingamaður og við erum mjög ánægðir að fá heila þrjá og hálfan tíma strax,“ segir Geoffrey en eins og staðan er núna er þessum stöðum gert að loka á miðnætti og þurfa allir gestir að vera farnir út fyrir klukkan eitt. Ánægðir með að fá tíma til að undirbúa sig Auk þess sem veitingamenn fagna þeim afléttingum sem væntanlega verða kynntar fyrir helgi segir Geoffrey þá þakkláta fyrir að fá tíma til að undirbúa sig. „Við erum mjög ánægð með það að fá tíma til þess að undirbúa, við höfum tekið mörgum breytingum undanfarin tvö ár á hlaupum svolítið, við höfum fengið að vita í hádeginu á föstudegi hvernig staðan verði þá á föstudagskvöldið eða föstudagsnóttunni,“ segir Geoffrey. „Það að fá þetta inn á þriðjudegi jafnvel miðvikudegi fyrir helgi er náttúrulega bara æðislegt,“ segir hann enn fremur og bætir við að þá sé hægt að manna vaktir og birgja staðinn vel upp. Sjálfur á Geoffrey von á að stemningin um helgina verði mjög góð. „Við byrjum kvöldið á tónleikum og endum á plötusnúðasetti eins og vaninn er hérna á Prikinu. Ljósin sveiflast og fjörið verður mikið að vanda,“ segir Geoffrey. Ætlun stjórnvalda ætti að ganga eftir Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun sagðist heilbrigðisráðherra bíða minnisblaðs frá sóttvarnalækni um stöðu faraldursins, sem sé viðráðanleg á heilbrigðisstofnunum, og því ætti áætlun stjórnvalda að ganga eftir. Um tvö þúsund og fjögur hundruð greindust með kórónuveiruna í gær og 52 eru á spítala, þar af tveir á gjörgæslu. Sýnatökur við landamærin verða lagðar niður við afléttingu. „Það er svona kannski í samræmi við þróunina hjá öðrum þjóðum og einfalda þetta bara og þegar útbreiðsla smita er jafn mikil og raun ber vitni innanlands þá er ekki ástæða til að vera með aðrar ráðstafanir á landamærunum,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira