Er það af því hún er kona? Harpa Þorsteinsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 07:00 Í haust skrifaði ég nokkur orð um þá stöðu sem knattspyrnuhreyfingin stóð frammi fyrir, þar sem skilaboðin voru skýr, umræðan hávær og ljóst var að sambandið þurfti að gangast í viðamiklar aðgerðir. Aðgerðir sem fólu í sér að rýna verkferla, byggja upp traust og taka skýra afstöðu gegn ofbeldi í hvers kyns formi. Eins og við var að búast fengu eflaust nokkrir aðilar kallið um að stíga upp, taka boltann og gefa kost á sér í starf formanns KSÍ. Ég var ein af þeim og ég væri að segja ósatt ef ég segði að það hefði ekki verið freistandi en um leið og ég heyrði af framboði Vöndu þá vissi ég að það væri frábær kostur fyrir KSÍ að hún tæki við boltanum og héldi honum á lofti í krefjandi aðstæðum. Við þetta tengja án efa flestir ef ekki allir þeir sem þekkja til Vöndu, hvort sem það er í gegnum leik eða starf, því þeir vita að hún sinnir störfum sínum af miklum metnaði og einlægni. Það er þessi einlægni og heiðarleiki vilji til framþróunar sem er svo ómetanlegur í starfi sem þessu. Það hefur hún án efa sýnt á síðustu mánuðum með því að lægja öldur og á sama tíma horfa til framtíðar. Ég get ekki annað en fagnað því að hún ætli að gefa kost á sér áfram í starfið. Vanda hefur það sem þarf til að sinna embætti formanns KSÍ og hún hefur sýnt það með störfum sínum í haust að hún er traustsins verð. Fólk er mishæft um að hafa áhrif. Þetta er oft meðfæddur eiginleiki þó það sé örugglega hægt að þjálfa hann upp. En Vanda er þannig, hún skilur eftir brauðmola hér og þar sem nýtast svo fólki þegar það lendir í krefjandi aðstæðum. Það er ekki af ástæðulausu að hún hefur lagt áherslu á það að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum, virðingu fyrir einstaklingnum og hæfni til að ná árangri, að vera fyrirliði og leiðtogi er henni eðlislægt. Ég get með fullri vissu sagt að það er enginn betri en hún í að nálgast einstaklinga og hópa af sömu virðingu hvar svo sem þeir kunna að vera í “goggunarröðinni”, hlusta og mæta þörfum þeirra. Ágætur mótframbjóðandi Vöndu leggur áherslu á að setja þurfi fótboltann í fyrsta sæti. Vanda setur manneskjuna alltaf í fyrsta sæti og það er alls ekki á kostnað árangurs, þvert á móti. KSÍ er samband fyrir svo ótrúlega fjölbreytta flóru knattspyrnuiðkenda og aðstandanda þeirra. Börn, fullorðnir, erlendir, fatlaðir, aldraðir, þéttbýlistúttur, dreifbýlistúttur, afreksfólk, áhugafólk, stuðningsmenn. Ég treysti Vöndu til þess að bera virðingu fyrir öllum þeim verkefnum sem heyra undir KSÍ. Ég treysti henni til þess að halda áfram í þeirri vegferð sem þegar er hafin og ekki af því hún er kona heldur af því hún er hæf í starfið, af því að hún er með skýra framtíðarsýn og frábær kostur þegar kemur að því að leiða hreyfinguna áfram. Það eru bjartir tímar framundan! Höfundur er fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Harpa Þorsteinsdóttir Tengdar fréttir Hvað nú? Hvar liggja rætur jafnréttis innan knattspyrnuhreyfingarinnar er spurning sem ég hvet fólk til þess að spyrja sig að í ljósi þeirra umræðna sem eiga sér stað í samfélaginu. Umræðan er hávær og umræðan er allskonar en þó eru skilaboðin þessi: nú segjum við stopp! Það er erfitt að horfa upp á þá stöðu sem er uppi innan hreyfingarinnar. 31. ágúst 2021 12:02 Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Sjá meira
Í haust skrifaði ég nokkur orð um þá stöðu sem knattspyrnuhreyfingin stóð frammi fyrir, þar sem skilaboðin voru skýr, umræðan hávær og ljóst var að sambandið þurfti að gangast í viðamiklar aðgerðir. Aðgerðir sem fólu í sér að rýna verkferla, byggja upp traust og taka skýra afstöðu gegn ofbeldi í hvers kyns formi. Eins og við var að búast fengu eflaust nokkrir aðilar kallið um að stíga upp, taka boltann og gefa kost á sér í starf formanns KSÍ. Ég var ein af þeim og ég væri að segja ósatt ef ég segði að það hefði ekki verið freistandi en um leið og ég heyrði af framboði Vöndu þá vissi ég að það væri frábær kostur fyrir KSÍ að hún tæki við boltanum og héldi honum á lofti í krefjandi aðstæðum. Við þetta tengja án efa flestir ef ekki allir þeir sem þekkja til Vöndu, hvort sem það er í gegnum leik eða starf, því þeir vita að hún sinnir störfum sínum af miklum metnaði og einlægni. Það er þessi einlægni og heiðarleiki vilji til framþróunar sem er svo ómetanlegur í starfi sem þessu. Það hefur hún án efa sýnt á síðustu mánuðum með því að lægja öldur og á sama tíma horfa til framtíðar. Ég get ekki annað en fagnað því að hún ætli að gefa kost á sér áfram í starfið. Vanda hefur það sem þarf til að sinna embætti formanns KSÍ og hún hefur sýnt það með störfum sínum í haust að hún er traustsins verð. Fólk er mishæft um að hafa áhrif. Þetta er oft meðfæddur eiginleiki þó það sé örugglega hægt að þjálfa hann upp. En Vanda er þannig, hún skilur eftir brauðmola hér og þar sem nýtast svo fólki þegar það lendir í krefjandi aðstæðum. Það er ekki af ástæðulausu að hún hefur lagt áherslu á það að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum, virðingu fyrir einstaklingnum og hæfni til að ná árangri, að vera fyrirliði og leiðtogi er henni eðlislægt. Ég get með fullri vissu sagt að það er enginn betri en hún í að nálgast einstaklinga og hópa af sömu virðingu hvar svo sem þeir kunna að vera í “goggunarröðinni”, hlusta og mæta þörfum þeirra. Ágætur mótframbjóðandi Vöndu leggur áherslu á að setja þurfi fótboltann í fyrsta sæti. Vanda setur manneskjuna alltaf í fyrsta sæti og það er alls ekki á kostnað árangurs, þvert á móti. KSÍ er samband fyrir svo ótrúlega fjölbreytta flóru knattspyrnuiðkenda og aðstandanda þeirra. Börn, fullorðnir, erlendir, fatlaðir, aldraðir, þéttbýlistúttur, dreifbýlistúttur, afreksfólk, áhugafólk, stuðningsmenn. Ég treysti Vöndu til þess að bera virðingu fyrir öllum þeim verkefnum sem heyra undir KSÍ. Ég treysti henni til þess að halda áfram í þeirri vegferð sem þegar er hafin og ekki af því hún er kona heldur af því hún er hæf í starfið, af því að hún er með skýra framtíðarsýn og frábær kostur þegar kemur að því að leiða hreyfinguna áfram. Það eru bjartir tímar framundan! Höfundur er fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu.
Hvað nú? Hvar liggja rætur jafnréttis innan knattspyrnuhreyfingarinnar er spurning sem ég hvet fólk til þess að spyrja sig að í ljósi þeirra umræðna sem eiga sér stað í samfélaginu. Umræðan er hávær og umræðan er allskonar en þó eru skilaboðin þessi: nú segjum við stopp! Það er erfitt að horfa upp á þá stöðu sem er uppi innan hreyfingarinnar. 31. ágúst 2021 12:02
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun