„Taívan er ekki Úkraína“ Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2022 11:48 Hua Chunying, talskona utanríkisráðuneytis Kína. AP/Liu Zheng Ráðamenn í Kína segja ekki hægt að bera saman aðstæður Úkraínu og Taívans. Hið síðarnefnda ríki hafi ávallt verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Í Taívan hafa yfirvöld áhyggjur af því að Kínverjar nýti sér deilurnar í Evrópu til mögulegra hernaðaraðgerða. Tsai Ing-wen, forseti Taívans, hefur lýst yfir samúð með Úkraínumönnum, þar sem stærri nágranni ógnar fullveldi ríkisins, en segir þó að aðstæður ríkjanna séu ekki sambærilegar. Forsetinn sagði þó á nýlegum fundi þjóðaröryggisráðs síns að öryggissveitir yrðu að auka viðbúnað sinn og eftirlit með mögulegum hernaðaraðgerðum frá Kína. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lýsti sömuleiðis yfir áhyggjum sínum af Taívan í síðustu viku og hvaða skilaboð alþjóðasamfélagið myndi senda ef það stæði ekki þétt við fullveldi Úkraínu. Talskona utanríkisráðuneytis Kína blés í morgun á allar líkingar milli Taívans og Úkraínu. „Taívan er ekki Úkraína,“ sagði Hua Chunying, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. „Taívan hefur alltaf verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Það er óumdeilanleg og sagnfræðileg staðreynd.“ Í stuttu máli sagt þá segja Kínverjar að Taívan tilheyri Kína. Árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt að Taívan verði hluti af Kína, það sé óhjákvæmilegt og Kínverjar hafa beitt eyríkið auknum þrýstingi að undanförnu. Taívan Kína Úkraína Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Litháar bogna undan þrýstingi Kínverja Ráðamenn í Litháen ætla mögulega að biðja Taívana um að breyta formlegu heiti ræðismannsskrifstofu Taívans í Litháen. Opnun skrifstofunnar hefur leitt til þess að Kína hefur beitt Litháen gífurlegum þrýstingi á undanförnum mánuðum. 26. janúar 2022 10:32 Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. 7. janúar 2022 09:14 Útsendarar Kína í innsta hring herafla Taívans og meðal lífvarða forsetans Kínverskir njósnarar hafa orðið sér út um útsendara í innsta hring lífvarða forseta Taívans og meðal forsvarsmanna herafla eyríkisins. Gagnnjósnarar Taívans eiga í erfiðri baráttu gegn umfangsmikilli njósnaherferð Kínverja sem ætlað er að veita upplýsingar um varnir eyjunnar og grafa undan leiðtogum hennar. 21. desember 2021 22:15 Kínverjar þrýsta á alþjóðleg fyrirtæki um að slíta tengsl við Litháen Ráðamenn í Kína hafa sagt alþjóðlegum fyrirtækjum að slíta öll tengsl við Litháen eða eiga annars á hættu að vera útilokuð frá mörkuðum í Kína. Samband ríkjanna hefur versnað mjög eftir að Taívan opnaði ræðismannsskrifstofu í Vilnius undir nafni Taívans. 9. desember 2021 10:39 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Sjá meira
Tsai Ing-wen, forseti Taívans, hefur lýst yfir samúð með Úkraínumönnum, þar sem stærri nágranni ógnar fullveldi ríkisins, en segir þó að aðstæður ríkjanna séu ekki sambærilegar. Forsetinn sagði þó á nýlegum fundi þjóðaröryggisráðs síns að öryggissveitir yrðu að auka viðbúnað sinn og eftirlit með mögulegum hernaðaraðgerðum frá Kína. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lýsti sömuleiðis yfir áhyggjum sínum af Taívan í síðustu viku og hvaða skilaboð alþjóðasamfélagið myndi senda ef það stæði ekki þétt við fullveldi Úkraínu. Talskona utanríkisráðuneytis Kína blés í morgun á allar líkingar milli Taívans og Úkraínu. „Taívan er ekki Úkraína,“ sagði Hua Chunying, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. „Taívan hefur alltaf verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Það er óumdeilanleg og sagnfræðileg staðreynd.“ Í stuttu máli sagt þá segja Kínverjar að Taívan tilheyri Kína. Árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt að Taívan verði hluti af Kína, það sé óhjákvæmilegt og Kínverjar hafa beitt eyríkið auknum þrýstingi að undanförnu.
Taívan Kína Úkraína Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Litháar bogna undan þrýstingi Kínverja Ráðamenn í Litháen ætla mögulega að biðja Taívana um að breyta formlegu heiti ræðismannsskrifstofu Taívans í Litháen. Opnun skrifstofunnar hefur leitt til þess að Kína hefur beitt Litháen gífurlegum þrýstingi á undanförnum mánuðum. 26. janúar 2022 10:32 Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. 7. janúar 2022 09:14 Útsendarar Kína í innsta hring herafla Taívans og meðal lífvarða forsetans Kínverskir njósnarar hafa orðið sér út um útsendara í innsta hring lífvarða forseta Taívans og meðal forsvarsmanna herafla eyríkisins. Gagnnjósnarar Taívans eiga í erfiðri baráttu gegn umfangsmikilli njósnaherferð Kínverja sem ætlað er að veita upplýsingar um varnir eyjunnar og grafa undan leiðtogum hennar. 21. desember 2021 22:15 Kínverjar þrýsta á alþjóðleg fyrirtæki um að slíta tengsl við Litháen Ráðamenn í Kína hafa sagt alþjóðlegum fyrirtækjum að slíta öll tengsl við Litháen eða eiga annars á hættu að vera útilokuð frá mörkuðum í Kína. Samband ríkjanna hefur versnað mjög eftir að Taívan opnaði ræðismannsskrifstofu í Vilnius undir nafni Taívans. 9. desember 2021 10:39 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Sjá meira
Litháar bogna undan þrýstingi Kínverja Ráðamenn í Litháen ætla mögulega að biðja Taívana um að breyta formlegu heiti ræðismannsskrifstofu Taívans í Litháen. Opnun skrifstofunnar hefur leitt til þess að Kína hefur beitt Litháen gífurlegum þrýstingi á undanförnum mánuðum. 26. janúar 2022 10:32
Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. 7. janúar 2022 09:14
Útsendarar Kína í innsta hring herafla Taívans og meðal lífvarða forsetans Kínverskir njósnarar hafa orðið sér út um útsendara í innsta hring lífvarða forseta Taívans og meðal forsvarsmanna herafla eyríkisins. Gagnnjósnarar Taívans eiga í erfiðri baráttu gegn umfangsmikilli njósnaherferð Kínverja sem ætlað er að veita upplýsingar um varnir eyjunnar og grafa undan leiðtogum hennar. 21. desember 2021 22:15
Kínverjar þrýsta á alþjóðleg fyrirtæki um að slíta tengsl við Litháen Ráðamenn í Kína hafa sagt alþjóðlegum fyrirtækjum að slíta öll tengsl við Litháen eða eiga annars á hættu að vera útilokuð frá mörkuðum í Kína. Samband ríkjanna hefur versnað mjög eftir að Taívan opnaði ræðismannsskrifstofu í Vilnius undir nafni Taívans. 9. desember 2021 10:39