Einföldun verkferla innan borgarkerfisins Helgi Áss Grétarsson skrifar 23. febrúar 2022 13:00 ...sagði Dagur B. Eggertsson, þáverandi formaður atvinnumálahóps Reykjavíkurborgar, í inngangsorðum „Atvinnustefna Reykjavíkur – skapandi borg“ sem kom út fyrir áratug. Hvað hefur áunnist í þeim efnum síðan þá? Fátt, að ég hygg. Dagur hefur samt verið borgarstjóri í átta ár samfleytt. Er Viðreisn að vakna? Þórdís Sigurðardóttir, frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík, sagði í grein á visir.is í morgun, að brýnt væri að efla traust á milli atvinnulífs og borgar. Ein helsta áskorunin í þeim efnum væri „tortryggni og vantraust atvinnulífsins gagnvart borginni auk þess sem kvartað er undan flókinni og ógagnsærri þjónustu borgarinnar við atvinnulífið“. Tilvitnaðar fullyrðingar Þórdísar eru ekki hennar, heldar byggja þær á drögum að „Atvinnu- og nýsköpunarstefnu borgarinnar 2022–2030“. Samt er það svo að undanfarin fjögur ár hefur flokkur Þórdísar, Viðreisn, stutt vinstri meirihlutann í Reykjavík. Bragð er að þá barnið finnur. Hvert er förinni heitið? Fyrir liggur að starfsmönnum innan A-hluta Reykjavíkurborgar hefur fjölgað mikið á þessu kjörtímabili, talan 20% hefur verið nefnd í því sambandi. Fleiri vísbendingar eru um að skrifræðið í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar sé í vexti. Frá þeirri för er hægt að snúa. Það verður ekki gert nema með einföldun kerfisins, fækkun starfsmanna og að kostnaður í allri yfirbyggingu sé skorinn niður. Öll verkefni sem varða ekki lögbundin skylduverkefni Reykjavíkurborgar eiga að vera tekin til rækilegrar endurskoðunar. Hvað gerir t.d. Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar sem aðrir geta ekki sinnt? Ábyrg fjármálastjórn og lægri skattar Að mínu mati þarf að taka verulega til í rekstri Reykjavíkurborgar. Með ábyrgri fjármálastjórn og skilvirkri stjórnsýslu skapast forsendur til að lækka álögur á einstaklinga og fyrirtæki í borginni. Skilaboðin í borgarstjórnarkosningunum í vor þurfa að vera skýr enda er breytinga þörf við stjórn Reykjavíkurborgar. Höfundur óskar eftir stuðningi í 5. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
...sagði Dagur B. Eggertsson, þáverandi formaður atvinnumálahóps Reykjavíkurborgar, í inngangsorðum „Atvinnustefna Reykjavíkur – skapandi borg“ sem kom út fyrir áratug. Hvað hefur áunnist í þeim efnum síðan þá? Fátt, að ég hygg. Dagur hefur samt verið borgarstjóri í átta ár samfleytt. Er Viðreisn að vakna? Þórdís Sigurðardóttir, frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík, sagði í grein á visir.is í morgun, að brýnt væri að efla traust á milli atvinnulífs og borgar. Ein helsta áskorunin í þeim efnum væri „tortryggni og vantraust atvinnulífsins gagnvart borginni auk þess sem kvartað er undan flókinni og ógagnsærri þjónustu borgarinnar við atvinnulífið“. Tilvitnaðar fullyrðingar Þórdísar eru ekki hennar, heldar byggja þær á drögum að „Atvinnu- og nýsköpunarstefnu borgarinnar 2022–2030“. Samt er það svo að undanfarin fjögur ár hefur flokkur Þórdísar, Viðreisn, stutt vinstri meirihlutann í Reykjavík. Bragð er að þá barnið finnur. Hvert er förinni heitið? Fyrir liggur að starfsmönnum innan A-hluta Reykjavíkurborgar hefur fjölgað mikið á þessu kjörtímabili, talan 20% hefur verið nefnd í því sambandi. Fleiri vísbendingar eru um að skrifræðið í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar sé í vexti. Frá þeirri för er hægt að snúa. Það verður ekki gert nema með einföldun kerfisins, fækkun starfsmanna og að kostnaður í allri yfirbyggingu sé skorinn niður. Öll verkefni sem varða ekki lögbundin skylduverkefni Reykjavíkurborgar eiga að vera tekin til rækilegrar endurskoðunar. Hvað gerir t.d. Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar sem aðrir geta ekki sinnt? Ábyrg fjármálastjórn og lægri skattar Að mínu mati þarf að taka verulega til í rekstri Reykjavíkurborgar. Með ábyrgri fjármálastjórn og skilvirkri stjórnsýslu skapast forsendur til að lækka álögur á einstaklinga og fyrirtæki í borginni. Skilaboðin í borgarstjórnarkosningunum í vor þurfa að vera skýr enda er breytinga þörf við stjórn Reykjavíkurborgar. Höfundur óskar eftir stuðningi í 5. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar