Aflétta öllum takmörkunum á föstudag Eiður Þór Árnason skrifar 23. febrúar 2022 13:27 Afléttingarnar taka gildi 25. febrúar. Þær eru fyrr á ferðinni en upphaflega var gert ráð fyrir. Vísir/Vilhelm Öllum sóttvarnatakmörkunum verður aflétt frá og með föstudeginum 25. febrúar, bæði innanlands og á landamærunum. Sömuleiðis fellur krafa um einangrun þeirra sem sýkjast af Covid-19 úr gildi. Ríkisstjórnin samþykkti þetta á fundi sínum í dag en breytingarnar byggja á tillögum sóttvarnalæknis. Full samstaða var um aðgerðirnar í ríkisstjórn að sögn heilbrigðisráðherra og forsætisráðherra. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi að áfram sé fólk hvatt til að passa sig og halda sig heima ef það finnur fyrir einkennum. Þá geti það nýtt sér hraðpróf hjá heilsugæslunni og einkaaðilum. Landsmenn hafi lært að umgangast veiruna. Hann bætir við að þó búið sé að aflétta takmörkunum eigi fólk að gæta að sér innan um viðkvæma hópa og á heilbrigðisstofnunum. Fólk er hvatt til þess að nota grímur og halda fjarlægð þar sem á við. Willum Þór segir að helstu rökin fyrir allsherjar afléttingu sé að útbreiðsla Covid-19 sé orðin það mikil að takmarkanir skili engu á þessum tímapunkti. „Við erum að endurheimta eðlilegt líf en veiran er enn þá með okkur. Við vitum alveg að það eru mörg sem eiga eftir að smitast enn þá og það getur skapað erfiðleika inn á vinnustöðum, heilbrigðisstofnunum og bara í lífi hvers og eins,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Við teljum okkur geta lifað með þessari veiru.“ Hún segir að áfram þurfi að fylgjast með nýjum afbrigðum og stöðu faraldursins hér heima og erlendis. Í afléttingaráætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í lok janúar var gert ráð fyrir að öllum takmörkunum yrði ekki aflétt fyrr en um miðjan mars. Hefur þeim breytingum nú verið flýtt í ljósi jákvæðrar stöðu faraldursins. Willum Þór segir að róðurinn hafi verið þungur í heilbrigðiskerfinu.Vísir/Vilhelm Vonandi seinasta breytingin Að loknum ríkisstjórnarfundi í dag hrósaði Willum Þór starfsfólki á heilbrigðisstofnunum í hástert og óskaði landsmönnum til hamingju með daginn. Hann segist vera í stöðugu samtali við stjórnendur á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum í landinu. „Róðurinn hefur verið þungur og hann verður það áfram í einhverjar vikur. Það er enn þá fólk að leggjast inn á spítalann og smitast inn á spítalanum og á heilbrigðisstofnunum víða. Svo er starfsfólkið að smitast af Covid og þetta raskar auðvitað starfinu og gerir þetta snúið.“ Stjórnvöld muni veita heilbrigðiskerfinu stuðning í þessum efnum. Ráðherrarnir segja það óskandi að þetta verði í síðasta skipti sem tilkynnt er um breytingar á sóttvarnatakmörkunum. Sóttvarnalæknir hafi þó brýnt að áfram þurfi að vera vakandi fyrir nýjum afbrigðum veirunnar. Hægt sé að bregðast skjótt við ef eitthvað komi upp. Stefni í 80 prósent samfélagslegt ónæmi seinni hlutann í mars Fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis að daglega hafi greinst á milli 2.100 og 2.800 tilfelli að undanförnu en alvarleg veikindi ekki aukist að sama skapi. „Að mati sóttvarnalæknis er víðtækt samfélagslegt ónæmi gegn COVID-19 helsta leiðin út úr faraldrinum, eða allt að 80%. Til að ná því þurfi sem flestir að smitast af veirunni þar sem bóluefnin dugi ekki til, þótt þau veiti góða vernd gegn alvarlegum veikindum. Um 110.000 manns hafa greinst með COVID-19 en áætlað er út frá mótefnamælingum að annar eins fjöldi einstaklinga hafi smitast án greiningar. Að þessu gefnu telur sóttvarnalæknir að miðað við svipaðan fjölda daglegra smita og undanfarið náist 80% markmiðið seinni hlutann í mars,“ segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Vegna mikillar útbreiðslu smita og þar með ónæmis í samfélaginu telji sóttvarnalæknir skynsamlegt að aflétta sóttvarnaaðgerðum samtímis innanlands og á landamærum. Stjórnvöld þurfi þó að vera reiðubúin að innleiða sóttvarnaaðgerðir á landamærum hratt, ef ný og hættuleg afbrigði veirunnar komi fram erlendis. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórnin samþykkti þetta á fundi sínum í dag en breytingarnar byggja á tillögum sóttvarnalæknis. Full samstaða var um aðgerðirnar í ríkisstjórn að sögn heilbrigðisráðherra og forsætisráðherra. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi að áfram sé fólk hvatt til að passa sig og halda sig heima ef það finnur fyrir einkennum. Þá geti það nýtt sér hraðpróf hjá heilsugæslunni og einkaaðilum. Landsmenn hafi lært að umgangast veiruna. Hann bætir við að þó búið sé að aflétta takmörkunum eigi fólk að gæta að sér innan um viðkvæma hópa og á heilbrigðisstofnunum. Fólk er hvatt til þess að nota grímur og halda fjarlægð þar sem á við. Willum Þór segir að helstu rökin fyrir allsherjar afléttingu sé að útbreiðsla Covid-19 sé orðin það mikil að takmarkanir skili engu á þessum tímapunkti. „Við erum að endurheimta eðlilegt líf en veiran er enn þá með okkur. Við vitum alveg að það eru mörg sem eiga eftir að smitast enn þá og það getur skapað erfiðleika inn á vinnustöðum, heilbrigðisstofnunum og bara í lífi hvers og eins,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Við teljum okkur geta lifað með þessari veiru.“ Hún segir að áfram þurfi að fylgjast með nýjum afbrigðum og stöðu faraldursins hér heima og erlendis. Í afléttingaráætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í lok janúar var gert ráð fyrir að öllum takmörkunum yrði ekki aflétt fyrr en um miðjan mars. Hefur þeim breytingum nú verið flýtt í ljósi jákvæðrar stöðu faraldursins. Willum Þór segir að róðurinn hafi verið þungur í heilbrigðiskerfinu.Vísir/Vilhelm Vonandi seinasta breytingin Að loknum ríkisstjórnarfundi í dag hrósaði Willum Þór starfsfólki á heilbrigðisstofnunum í hástert og óskaði landsmönnum til hamingju með daginn. Hann segist vera í stöðugu samtali við stjórnendur á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum í landinu. „Róðurinn hefur verið þungur og hann verður það áfram í einhverjar vikur. Það er enn þá fólk að leggjast inn á spítalann og smitast inn á spítalanum og á heilbrigðisstofnunum víða. Svo er starfsfólkið að smitast af Covid og þetta raskar auðvitað starfinu og gerir þetta snúið.“ Stjórnvöld muni veita heilbrigðiskerfinu stuðning í þessum efnum. Ráðherrarnir segja það óskandi að þetta verði í síðasta skipti sem tilkynnt er um breytingar á sóttvarnatakmörkunum. Sóttvarnalæknir hafi þó brýnt að áfram þurfi að vera vakandi fyrir nýjum afbrigðum veirunnar. Hægt sé að bregðast skjótt við ef eitthvað komi upp. Stefni í 80 prósent samfélagslegt ónæmi seinni hlutann í mars Fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis að daglega hafi greinst á milli 2.100 og 2.800 tilfelli að undanförnu en alvarleg veikindi ekki aukist að sama skapi. „Að mati sóttvarnalæknis er víðtækt samfélagslegt ónæmi gegn COVID-19 helsta leiðin út úr faraldrinum, eða allt að 80%. Til að ná því þurfi sem flestir að smitast af veirunni þar sem bóluefnin dugi ekki til, þótt þau veiti góða vernd gegn alvarlegum veikindum. Um 110.000 manns hafa greinst með COVID-19 en áætlað er út frá mótefnamælingum að annar eins fjöldi einstaklinga hafi smitast án greiningar. Að þessu gefnu telur sóttvarnalæknir að miðað við svipaðan fjölda daglegra smita og undanfarið náist 80% markmiðið seinni hlutann í mars,“ segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Vegna mikillar útbreiðslu smita og þar með ónæmis í samfélaginu telji sóttvarnalæknir skynsamlegt að aflétta sóttvarnaaðgerðum samtímis innanlands og á landamærum. Stjórnvöld þurfi þó að vera reiðubúin að innleiða sóttvarnaaðgerðir á landamærum hratt, ef ný og hættuleg afbrigði veirunnar komi fram erlendis. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Erfitt að sjá hverju takmarkanir skila þegar útbreiðslan er svona mikil Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfitt að sjá hverju sóttvarnatakmarkanir skili nú þegar útbreiðsla kórónuveirunnar er jafn mikil og raun ber vitni. Hann stefnir að því að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum innanlands og á landamærum í síðasta lagi á föstudag. 23. febrúar 2022 08:53 Bareigendur til í slaginn um helgina og taka afléttingum fagnandi Að óbreyttu verður tilkynnt um afléttingar á öllum takmörkunum innanlands og á landamærunum í síðasta lagi á föstudag. Bareigendur eru farnir að búa sig undir mikil skemmtanahöld um helgina. 22. febrúar 2022 21:00 Öllu aflétt í síðasta lagi á föstudag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á von á því að tilkynnt verði um afléttingar innanlands og á landamærum í allra síðasta lagi á föstudaginn. Þetta kom fram í máli hans að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. 22. febrúar 2022 14:13 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Erfitt að sjá hverju takmarkanir skila þegar útbreiðslan er svona mikil Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfitt að sjá hverju sóttvarnatakmarkanir skili nú þegar útbreiðsla kórónuveirunnar er jafn mikil og raun ber vitni. Hann stefnir að því að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum innanlands og á landamærum í síðasta lagi á föstudag. 23. febrúar 2022 08:53
Bareigendur til í slaginn um helgina og taka afléttingum fagnandi Að óbreyttu verður tilkynnt um afléttingar á öllum takmörkunum innanlands og á landamærunum í síðasta lagi á föstudag. Bareigendur eru farnir að búa sig undir mikil skemmtanahöld um helgina. 22. febrúar 2022 21:00
Öllu aflétt í síðasta lagi á föstudag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á von á því að tilkynnt verði um afléttingar innanlands og á landamærum í allra síðasta lagi á föstudaginn. Þetta kom fram í máli hans að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. 22. febrúar 2022 14:13