Fótbolti

Burnley fær líflínu í fallbaráttunni á meðan Watford er í verri málum

Atli Arason skrifar
Ben Mee og félagar í Burnley fagna marki
Ben Mee og félagar í Burnley fagna marki

Tveimur af leikjum kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni er lokið. Watford steinlá fyrir Crystal Palace á meðan Burnley sótti afar óvæntan sigur á Tottenham

Ben Mee skoraði eina mark leiksins með kollspyrnu á 71. mínútu eftir aukaspyrnu Josh Brownhill. Tottenham var meira með boltann allan leikinn en Burnley átti fleiri marktilraun og skoraði þar að auki eina mark leiksins. Sigur Burnley þýðir að þeir lyfta sér upp í 18. sæti með 20 stig, ásamt því að eiga leik til góða. Tottenham er hins vegar áfram í 8. sæti með 39 stig, þremur stigum á eftir Manchester United sem er í fjórða sætinu.

Á sama tíma vann Crystal Palace afar sannfærandi 1-4 sigur á útivelli gegn Watford.

Jean-Philippe Mateta kom Palace yfir eftir 15 mínútur áður en Moussa Sissoko jafnar fyrir Watford. Conor Gallagher sá svo til þess að Palace færi einu marki yfir inn í hálfleikinn og Wilfried Zaha sá síðan um að klára leikinn með tveimur mörkum á síðustu fimm mínútum leiksins.

Tap Watford og sigur Burnley þýðir að Roy Hodgson og félagar í Watford detta niður í 19. sæti, fjórum stigum frá öruggu sæti þrátt fyrir að hafa leikið einum leik meira en liðin í næstu sætum fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×