Heilsuvera er eins og flestir þekkja hugbúnaður fyrir almenning að sækja heilsutengdar upplýsingar í gegnum Heklu heilbrigðisnet. Hekla heilbrigðisnet er lokað rafrænt samskiptanet til sendinga á heilbrigðisgögnum á milli aðila á heilbrigðissviði.
Landlæknisembættinu er í úrskurðinum gert að bjóða út slík innkaup sem og að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 9 milljónir króna. Þá er kærunefndinni einnig gert að greiða kæranda, Köru Connect ehf., málskostnað upp á 2 milljónir króna.
Í úrskurðinum kemur fram að um er að ræða innkaup á yfir milljarð króna yfir fjögurra ára tímabil, án útboðs. Ljóst er hins vegar að viðskiptin hafa varað árum saman og mun lengur en yfir það tímabil sem tekið er til í úrskurðinum. Lögmaður kæranda segir óhætt að slá því föstu að óvarlega hafi verið farið með opinbert fé svo árum skipti.
Origo og landlæknir virðast hafa viðhaft svo náið samband að þeir hafi raunar hegðað sér eins og félagið væri deild innan landlæknisembættisins frekar en að um viðskipti við einkaaðila væri að ræða þar sem gæta þyrfti hagsmuna ríkissjóðs.
Fulltrúar Landlæknisembættisins vildu ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitast, höfðu nýlega fengið úrskurðinn í hendurnar og áttu eftir að kynna sér niðurstöðu hans.
Kærandi kærði einnig innkaup landlæknis á Sögu sjúkraskrárkerfi um árabil, en kerfið, sem þekkt er sem sjúkraskrárkerfi Íslendinga, er alfarið í eigu Origo hf.
Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að vegna þeirra flóknu kóða sem búa að baki Sögukerfinu sem þróað hefur verið frá árinu 1993, hafi landlækni verið heimilt að stunda reikningsviðskipti við Origo er lýtur að þróun á Sögukerfinu. Ekki hefði verið unnt að bjóða slíkt út vegna höfundaréttar Origo hf.
Segir niðurstöðuna áfellisdóm yfir innkaupum landlæknis um árabil
Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður hjá LEX, sem fór með málið fyrir hönd Kara Connect segir niðurstöðuna áfellisdóm yfir innkaupum landlæknis á þróun og hugbúnaði um langt árabil. „Og í andstöðu við lagafyrirmæli er varða útboðsskyldu,” segir hún.
Kara Connect er almennur hugbúnaður fyrir sérfræðinga. Þar eru sérkennarar, einkaþjálfarar, sálfræðingar, næringarfræðingar, móðurmálskennarar, talmeinafræðingar, markþjálfar og þar fram eftir götunum. Hugbúnaðurinn er öruggur og tekið er tillit til allra persónuverndarsjónarmiða í netgátt.
Fyrirtækið átti í samskiptum við landlækni um nokkurt skeið vegna hugbúnaðarlausnar sinnar um veitingu fjarheilbrigðisþjónustu. Í tengslum við þau samskipti bárust forsvarsmönnum Kara Connect fregnir um að Origo hf. væri að þróa myndsímtalalausn fyrir embætti landlæknis og heilsugæslustöðvar, svipaðri þeirri og Kara Connect rekur.
Slær því föstu að óvarlega sé farið með opinbert fé hjá landlækni
Lára Herborg segir að Origo hf. sé í yfirburðarstöðu á markaði, hafa setið eitt fyrirtækja um hituna að allri rafrænni þróun heilbrigðiskerfisins í mörg ár og raunar áratugaskeið.
Verður að telja óhætt að slá því föstu að óvarlega hafi verið farið með opinbert fé svo árum skipti. Þá þarf auðvitað ekki að fjölyrða um það hversu neikvæð áhrif svona viðskipti í þetta langan tíma hafa á samkeppni og nýsköpun á sviði heilbrigðisþjónustu
„Það sem er hvað alvarlegast við þetta mál, er að í þessum yfirgripsmiklu reikningsviðskiptum um margra ára bil, hefur landlæknir ekki gert nokkurn reka að því að íslenska ríkinu sé tryggður einhver réttur að þeim kerfum sem útbúin hafa verið gagngert fyrir íslenska ríkið, heldur er einkaaðila á markaði tryggður allur réttur. Landlæknir og þær stofnanir sem notast við kerfin, hafa einungis almennt nytjaleyfi til að nota slíkan hugbúnað samkvæmt verðskrá einkaaðila hverju sinni," segir Lára Herborg.
Það sem er hvað alvarlegast við þetta mál, er að í þessum yfirgripsmiklu reikningsviðskiptum um margra ára bil, hefur landlæknir ekki gert nokkurn reka að því að íslenska ríkinu sé tryggður einhver réttur að þeim kerfum sem útbúin hafa verið gagngert fyrir íslenska ríkið
„Verður að telja óhætt að slá því föstu að óvarlega hafi verið farið með opinbert fé svo árum skipti. Þá þarf auðvitað ekki að fjölyrða um það hversu neikvæð áhrif svona viðskipti í þetta langan tíma hafa á samkeppni og nýsköpun á sviði heilbrigðisþjónustu,” segir hún.
„Origo og landlæknir virðast hafa viðhaft svo náið samband að þeir hafi raunar hegðað sér eins og félagið væri deild innan landlæknisembættisins frekar en að um viðskipti við einkaaðila væri að ræða þar sem gæta þyrfti hagsmuna ríkissjóðs. Um er að ræða viðskipti upp á annan milljarð síðastliðin fjögur ár en ljóst er að viðskiptin hafa hins vegar varað mun lengur.“