Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 05:20 Sif Atladóttir reynir að stoppa Mallory Pugh sem skoraði tvívegis í leiknum í nótt. AP/Jeffrey McWhorter Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. Íslenska liðið var búið að vinna sex leiki í röð fyrir leikinn þar af tvo fyrstu leiki sína á þessu móti gegn Nýja-Sjálandi og Tékklandi. Stelpurnar okkar áttu litla möguleika á móti heimsmeisturunum sem voru að leik sinn fyrsta leik eftir að þær náðu sögulegu samkomulagi um að fá jafnmikið borgað og landsliðskarlarnir. CHAMPIONS #SheBelievesCup x @Visa pic.twitter.com/kfp3VlZcSu— U.S. Soccer WNT (@USWNT) February 24, 2022 Vetrarlegar aðstæður hjálpuðu því miður ekki okkar konum en það var fimm stiga frost þegar leikurinn byrjaði. Bandaríska liðið var 2-0 yfir í hálfleik eftir tvö mörk á síðustu tíu mínútum hálfleiksins og skoraði síðan þriðja markið sitt eftir klukkutíma leik. Sandra Sigurðardóttir stóð í marki íslenska liðsins í fyrri hálfleiknum en í hálfleik kom Cecilía Rán Rúnarsdóttir í markið. Cecilía hafði haldið marki sínu hreinu í 378 mínútur fyrir leikinn en fékk á sig þrjú mörk í seinni hálfleiknum. Catarina Macario skoraði tvö mörk fyrir bandaríska liðið í fyrri hálfleiknum og lagði síðan upp annað af tveimur mörkum Mallory Pugh í þeim seinni. Kristie Mewis skoraði síðan fimmta og síðasta markið á 88. mínútu leiksins. Bandarísku stelpurnar áttu 24 skot í leiknum þar af fóru 12 þeirra á markið. Íslenska liðið reyndi átta skot en aðeins eitt þeirra fór á markið. Hér fyrir neðan má sjá mörkin fimm sem bandaríska liðið skoraði í leiknum í nótt. Klippa: Mörkin hjá bandarísku stelpunum á móti Íslandi EM 2021 í Englandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Íslenska liðið var búið að vinna sex leiki í röð fyrir leikinn þar af tvo fyrstu leiki sína á þessu móti gegn Nýja-Sjálandi og Tékklandi. Stelpurnar okkar áttu litla möguleika á móti heimsmeisturunum sem voru að leik sinn fyrsta leik eftir að þær náðu sögulegu samkomulagi um að fá jafnmikið borgað og landsliðskarlarnir. CHAMPIONS #SheBelievesCup x @Visa pic.twitter.com/kfp3VlZcSu— U.S. Soccer WNT (@USWNT) February 24, 2022 Vetrarlegar aðstæður hjálpuðu því miður ekki okkar konum en það var fimm stiga frost þegar leikurinn byrjaði. Bandaríska liðið var 2-0 yfir í hálfleik eftir tvö mörk á síðustu tíu mínútum hálfleiksins og skoraði síðan þriðja markið sitt eftir klukkutíma leik. Sandra Sigurðardóttir stóð í marki íslenska liðsins í fyrri hálfleiknum en í hálfleik kom Cecilía Rán Rúnarsdóttir í markið. Cecilía hafði haldið marki sínu hreinu í 378 mínútur fyrir leikinn en fékk á sig þrjú mörk í seinni hálfleiknum. Catarina Macario skoraði tvö mörk fyrir bandaríska liðið í fyrri hálfleiknum og lagði síðan upp annað af tveimur mörkum Mallory Pugh í þeim seinni. Kristie Mewis skoraði síðan fimmta og síðasta markið á 88. mínútu leiksins. Bandarísku stelpurnar áttu 24 skot í leiknum þar af fóru 12 þeirra á markið. Íslenska liðið reyndi átta skot en aðeins eitt þeirra fór á markið. Hér fyrir neðan má sjá mörkin fimm sem bandaríska liðið skoraði í leiknum í nótt. Klippa: Mörkin hjá bandarísku stelpunum á móti Íslandi
EM 2021 í Englandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira