Þorsteinn: Get alveg tekið stóran hluta af þessu stóra tapi á mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 05:38 Sandra Sigurðardóttir svekkir sig í leiknum í nótt á meðan þær bandarísku fagna marki. AP/Jeffrey McWhorter Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, segist hafa ákveðið að prófa sínar stelpur í úrslitaleiknum í nótt með því að láta íslenska liðið pressa heimsmeistarana. Lið verða að þora til að þróast. „Þetta var strembinn leikur náttúrulega en ég notaði þennan leik til að prufa ákveðna hluti. Ég prufaði að pressa eitt besta lið í heimi hátt til að sjá hvernig við myndum vinna gegn því og sjá hvernig við myndum bregðast við,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, á blaðamannafundi eftir leikinn. „Við vorum bara að mæla okkur við þær, hvar við værum stödd og hvað við þyrftum að laga þegar við værum hátt upp á vellinum. Ég ákvað að nota síðasta leikinn í það,“ sagði Þorsteinn. „Ég get alveg sagt það fullum fetum að ég get alveg tekið stóran hluta af þessu stóra tapi á mig,“ sagði Þorsteinn. Hann var ekki mikið að pæla í mörkunum sem íslenska liðið fékk á sig. „Ég man ekkert eftir því hvernig mörkin voru ef ég gef þér alveg hreinskilið svar,“ sagði Þorsteinn. „Ég vissi alveg að þær væru góðar að sækja hratt og ég vissi að þeirra leikur byggist á því að þurfa pláss. Ég ákvað bara að láta reyna á liðið mitt og vera hátt upp á vellinum á móti svona fljótu og kröftugu liði. Það kom mér því þannig ekki á óvart að við myndum lenda í einhverjum vandræðum,“ sagði Þorsteinn. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn í sjálfu sér allt í lagi og heilt yfir var margt jákvætt þar. Seinni hálfleikurinn var töluvert erfiðari og við vorum mun opnari í seinni hálfleik. Það var margt jákvætt í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn erfiðari og slakari hjá okkur,“ sagði Þorsteinn. Hann hefur ekki áhyggjur af svo stórt tap komi niður á sjálfstrausti íslenska liðsins fyrir framhaldið. „Ég hef engar áhyggjur af því. Ég sagði við þær eftir leik það sama og ég er að segja við ykkur. Maður þarf að þora að nota æfingarleiki til að prufa sig áfram. Maður þarf að þora að láta reyna á liðið sitt og ekki bara vera í þægindaramma og spila varfærnislega. Maður þarf að þora að reyna hluti og prófa til þess að liðið þróist. Ég sagði við þær að ég gæti alveg tekið þetta tap á mig,“ sagði Þorsteinn. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. 24. febrúar 2022 05:20 Mest lesið Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Hannes í leyfi Körfubolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira
„Þetta var strembinn leikur náttúrulega en ég notaði þennan leik til að prufa ákveðna hluti. Ég prufaði að pressa eitt besta lið í heimi hátt til að sjá hvernig við myndum vinna gegn því og sjá hvernig við myndum bregðast við,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, á blaðamannafundi eftir leikinn. „Við vorum bara að mæla okkur við þær, hvar við værum stödd og hvað við þyrftum að laga þegar við værum hátt upp á vellinum. Ég ákvað að nota síðasta leikinn í það,“ sagði Þorsteinn. „Ég get alveg sagt það fullum fetum að ég get alveg tekið stóran hluta af þessu stóra tapi á mig,“ sagði Þorsteinn. Hann var ekki mikið að pæla í mörkunum sem íslenska liðið fékk á sig. „Ég man ekkert eftir því hvernig mörkin voru ef ég gef þér alveg hreinskilið svar,“ sagði Þorsteinn. „Ég vissi alveg að þær væru góðar að sækja hratt og ég vissi að þeirra leikur byggist á því að þurfa pláss. Ég ákvað bara að láta reyna á liðið mitt og vera hátt upp á vellinum á móti svona fljótu og kröftugu liði. Það kom mér því þannig ekki á óvart að við myndum lenda í einhverjum vandræðum,“ sagði Þorsteinn. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn í sjálfu sér allt í lagi og heilt yfir var margt jákvætt þar. Seinni hálfleikurinn var töluvert erfiðari og við vorum mun opnari í seinni hálfleik. Það var margt jákvætt í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn erfiðari og slakari hjá okkur,“ sagði Þorsteinn. Hann hefur ekki áhyggjur af svo stórt tap komi niður á sjálfstrausti íslenska liðsins fyrir framhaldið. „Ég hef engar áhyggjur af því. Ég sagði við þær eftir leik það sama og ég er að segja við ykkur. Maður þarf að þora að nota æfingarleiki til að prufa sig áfram. Maður þarf að þora að láta reyna á liðið sitt og ekki bara vera í þægindaramma og spila varfærnislega. Maður þarf að þora að reyna hluti og prófa til þess að liðið þróist. Ég sagði við þær að ég gæti alveg tekið þetta tap á mig,“ sagði Þorsteinn.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. 24. febrúar 2022 05:20 Mest lesið Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Hannes í leyfi Körfubolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira
Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. 24. febrúar 2022 05:20