Þetta kom fram hjá Stefáni Árna Pálssyni, þáttastjórnanda Seinni Bylgjunnar, í þætti kvöldsins.
Einar Bragi er aðeins 19 ára gamall en hann er í fjórða sæti yfir flest mörk skoruð að meðaltali í leik í Olís-deildinni í vetur, með 6,5 mörk í leik.
Hann skoraði til að mynda 16 mörk í Vestmannaeyjum í desember, í 39-39 jafntefli við ÍBV, og var leikmaður mánaðarins hjá HB Statz.
Fátt annað en fall úr Olís-deildinni blasir við HK eftir tap liðsins gegn Gróttu í gærkvöld. HK er í næstneðsta sæti með 3 stig eftir 15 leiki af 22, sex stigum á eftir næsta liði sem er einmitt Grótta.
FH er aftur á móti á toppi deildarinnar með 24 stig.