Stríð eru óskynsamleg Alexandra Breim skrifar 24. febrúar 2022 13:32 Vegna frétta síðustu daga er stríð okkur mörgum ofarlega í huga. Þau eru hrikaleg og heimskuleg, og aldrei réttlætanleg nema mögulega í sjálfsvörn eða vörn fyrir aðra. Kostnaðurinn við stríð mælist í mannslífum, en líka fjármunum, skaða á innviðum og fjáraustri í stríðsrekstur sem væri betur nýttur í annað. Það stríð sem ég vil ræða núna er þó ekki stríðið í Úkraínu, sem þó er mér ofarlega í huga og ég er með grein í vinnslu um það mál, en hér vil ég fjalla um stríðið gegn fíkniefnum. Sem því miður hefur orðið að stríði gegn vímuefnaneytendum og aðstandendum þeirra. Enda hefur það sýnt sig að ‘stríðið gegn fíkniefnum’ hefur kostað ótalda milljarða, fjöldamörg mannslíf og ómælanlegt samfélagslegt tjón og þjáningar fólks, og þau sjá undirheimastarfsemi fyrir öruggri tekjulind, án þess að ná neinu sem mætti kalla árangur eða sigur. Fólk grínast með það að fíkniefnin hafi unnið stríðið gegn fíkniefnum. Það sem fólk er að átta sig á er að fíkn er ekki vandamál sem hægt er að sigra með stríðsrekstri, með útilokun, fangelsun eða sívaxandi hörku. Mér finnst það skrítið hvað það hefur tekið langan tíma, þar sem það virkar frekar augljóst. Innleiðing aðferðafræði skaðaminnkunar er skynsamlegasta leiðin sem er í boði. Að veita fólki sem er í vandræðum aðstoð óháð neyslu, gefa fólki þann stuðning sem það þarf til að lifa og til að geta komist í þá stöðu að bæta sínar aðstæður, frekar en að krefjast þess að fólk geri það fyrst, þegar það er ekki í stakk búið til þess. Ég myndi ganga lengra en það, neyslurými eru mjög mikilvægt skref. Það er engum greiði gerður með því að fólk sem er í vandræðum og í neyslu neyðist til að nota þau í óöruggum aðstæðum, með mögulega óhreinum efnum, þar sem enginn getur hjálpað þeim ef eitthvað gerist. Afglæpavæðing neysluskammta er annað mikilvægt skref. Í því felst ekki að mér finnist neysla vímuefna góð hugmynd, heldur bara að það að gera neyslu þeirra að glæp stöðvar ekki neysluna, en gerir það erfiðara fyrir fólk að sækja sér hjálp og gerir það sennilegra til að sækja sér efni sem eru óörugg, hættuleg og fjármagna aðra hættulega starfsemi. Ef neyslan er glæpur, þá óttast fólk að leita hjálpar og óttast að vera þar sem er sennilegt að lögreglan handtaki þau fyrir neysluna. Og það gerir það erfiðara að veita því aðstoðina sem það þarf til að mögulega komast út úr neyslunni.Það að neysla sé glæpur verður til þess að fólk með vímuvanda forðast samskipti við lögregluna sem gera þau útsett fyrir misnotkun, jaðarsetningu og verður ólíklegt til að leita sér hjálpar og því erfiðara að veita þeim hjálp og aðstoð við að komast úr vímuvandanum. Ég ítreka að mér finnst neysla ekki góð hugmynd. Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um það að við beitum þeim aðferðum sem eru sennilegar til að leysa vandann. Bann kemur ekki í veg fyrir að eitthvað sé gert. Refsing virkar ekki til að fæla fólk frá. Það er full reynt. Það er af því að fíknin er ekki bara einhver óskilgreind glæpsemi sem þurfi að refsa, ekki persónuleikabrestur sem er hægt að berja úr fólki. Heldur viðbragð við einsemd og vanlíðan, við áföllum sem hefur ekki verið unnið úr eða við sjúkdómum eða sálrænum erfiðleikum sem ekki hafa fengið rétta meðhöndlun. Þetta er félagslegt og læknisfræðilegt vandamál sem þarf að leysa með þeirra aðferðafræði. Við þurfum að vinna gegn rót vandans. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og frambjóðandi í prófkjöri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Píratar Fíkn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Vegna frétta síðustu daga er stríð okkur mörgum ofarlega í huga. Þau eru hrikaleg og heimskuleg, og aldrei réttlætanleg nema mögulega í sjálfsvörn eða vörn fyrir aðra. Kostnaðurinn við stríð mælist í mannslífum, en líka fjármunum, skaða á innviðum og fjáraustri í stríðsrekstur sem væri betur nýttur í annað. Það stríð sem ég vil ræða núna er þó ekki stríðið í Úkraínu, sem þó er mér ofarlega í huga og ég er með grein í vinnslu um það mál, en hér vil ég fjalla um stríðið gegn fíkniefnum. Sem því miður hefur orðið að stríði gegn vímuefnaneytendum og aðstandendum þeirra. Enda hefur það sýnt sig að ‘stríðið gegn fíkniefnum’ hefur kostað ótalda milljarða, fjöldamörg mannslíf og ómælanlegt samfélagslegt tjón og þjáningar fólks, og þau sjá undirheimastarfsemi fyrir öruggri tekjulind, án þess að ná neinu sem mætti kalla árangur eða sigur. Fólk grínast með það að fíkniefnin hafi unnið stríðið gegn fíkniefnum. Það sem fólk er að átta sig á er að fíkn er ekki vandamál sem hægt er að sigra með stríðsrekstri, með útilokun, fangelsun eða sívaxandi hörku. Mér finnst það skrítið hvað það hefur tekið langan tíma, þar sem það virkar frekar augljóst. Innleiðing aðferðafræði skaðaminnkunar er skynsamlegasta leiðin sem er í boði. Að veita fólki sem er í vandræðum aðstoð óháð neyslu, gefa fólki þann stuðning sem það þarf til að lifa og til að geta komist í þá stöðu að bæta sínar aðstæður, frekar en að krefjast þess að fólk geri það fyrst, þegar það er ekki í stakk búið til þess. Ég myndi ganga lengra en það, neyslurými eru mjög mikilvægt skref. Það er engum greiði gerður með því að fólk sem er í vandræðum og í neyslu neyðist til að nota þau í óöruggum aðstæðum, með mögulega óhreinum efnum, þar sem enginn getur hjálpað þeim ef eitthvað gerist. Afglæpavæðing neysluskammta er annað mikilvægt skref. Í því felst ekki að mér finnist neysla vímuefna góð hugmynd, heldur bara að það að gera neyslu þeirra að glæp stöðvar ekki neysluna, en gerir það erfiðara fyrir fólk að sækja sér hjálp og gerir það sennilegra til að sækja sér efni sem eru óörugg, hættuleg og fjármagna aðra hættulega starfsemi. Ef neyslan er glæpur, þá óttast fólk að leita hjálpar og óttast að vera þar sem er sennilegt að lögreglan handtaki þau fyrir neysluna. Og það gerir það erfiðara að veita því aðstoðina sem það þarf til að mögulega komast út úr neyslunni.Það að neysla sé glæpur verður til þess að fólk með vímuvanda forðast samskipti við lögregluna sem gera þau útsett fyrir misnotkun, jaðarsetningu og verður ólíklegt til að leita sér hjálpar og því erfiðara að veita þeim hjálp og aðstoð við að komast úr vímuvandanum. Ég ítreka að mér finnst neysla ekki góð hugmynd. Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um það að við beitum þeim aðferðum sem eru sennilegar til að leysa vandann. Bann kemur ekki í veg fyrir að eitthvað sé gert. Refsing virkar ekki til að fæla fólk frá. Það er full reynt. Það er af því að fíknin er ekki bara einhver óskilgreind glæpsemi sem þurfi að refsa, ekki persónuleikabrestur sem er hægt að berja úr fólki. Heldur viðbragð við einsemd og vanlíðan, við áföllum sem hefur ekki verið unnið úr eða við sjúkdómum eða sálrænum erfiðleikum sem ekki hafa fengið rétta meðhöndlun. Þetta er félagslegt og læknisfræðilegt vandamál sem þarf að leysa með þeirra aðferðafræði. Við þurfum að vinna gegn rót vandans. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og frambjóðandi í prófkjöri.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun