Aum afsökunarbeiðni frá Kennarasambandi Íslands Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 25. febrúar 2022 07:30 Á vefsíðu Kennarasambands Íslands mátti sjá æsifréttamennsku af verstu sort í síðustu viku þar sem greint var frá því að kennara hefðu verið dæmdar milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar í kjölfar þess að hafa löðrungað nemanda. Í fréttinni var greint frá viðkvæmum persónulegum upplýsingum 14 ára gamallrar stúlku og að auki greint frá staðháttum þó dómstólasýslan sjálf hefði ekki talið við hæfi að greina frá þeim. Eftir gagnrýnisraddir samfélagsins gerir Kennarasamband Íslands auma tilraun til þess að afsaka þetta framferði sitt. Sambandið biðst afsökunar á að hafa dregið athyglina að barninu með þessum hætti. Þá fjallar sambandið um það bjargarleysi sem ríkir í skólasamfélaginu og að það geti valdið mistökum í erfiðum málum. Mikilvægt sé að taka ábyrgð og fá tækifæri til þess að gera betur en að sveitarfélagið hafi gert kennaranum ókleift að standa undir þeirri ábyrgð, þar sem honum var fyrirvaralaust sagt upp störfum. Með öðrum orðum þá þykir kennarasambandinu sem og umræddum héraðsdómara við hæfi að kennari sem ekki hefur þolinmæði til þess að takast á við nemanda í vanlíðan, kennari sem ekki hefur það sem þarf til þess að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur og kennari sem á það til að grípa til ofbeldis, eigi skilið að fá að vinna áfram í umhverfi með einum viðkvæmasta hóp landsins, í ákaflega krefjandi starfsumhverfi skóla án aðgreiningar. Á meðan Kennarasamband Íslands barðist með þessum kennara gegn sveitarfélaginu og fagnar niðurstöðu dómsins er bent á það í yfirlýsingu UNICEF á Íslandi, Barnaheill – Save the Children á Íslandi og Heimili og skóli – Landssamtök foreldra hvernig dómurinn er áfellisdómur á íslenskt réttarkerfi og baráttuna fyrir réttindum barna. Ofbeldi kennarans var afsakað með einhverjum óskiljanlegum hætti, ekki var litið til Barnasáttmálans né réttinda barnsins yfir höfuð. Ekki var heldur minnst á valdaójafnvægið á milli barnsins og kennarans. Fyrir ekki svo löngu var sú krafa í þjóðfélaginu að stjórn KSÍ segði af sér fyrir að taka ekki skýlausa afstöðu gegn ofbeldi. Hvernig getur stjórn Kennarasambands Íslands setið óáreitt með þessa afstöðu til ofbeldis? Höfundur er stofnandi grasrótarhópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna í skólakerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Björk Ástþórsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Sjá meira
Á vefsíðu Kennarasambands Íslands mátti sjá æsifréttamennsku af verstu sort í síðustu viku þar sem greint var frá því að kennara hefðu verið dæmdar milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar í kjölfar þess að hafa löðrungað nemanda. Í fréttinni var greint frá viðkvæmum persónulegum upplýsingum 14 ára gamallrar stúlku og að auki greint frá staðháttum þó dómstólasýslan sjálf hefði ekki talið við hæfi að greina frá þeim. Eftir gagnrýnisraddir samfélagsins gerir Kennarasamband Íslands auma tilraun til þess að afsaka þetta framferði sitt. Sambandið biðst afsökunar á að hafa dregið athyglina að barninu með þessum hætti. Þá fjallar sambandið um það bjargarleysi sem ríkir í skólasamfélaginu og að það geti valdið mistökum í erfiðum málum. Mikilvægt sé að taka ábyrgð og fá tækifæri til þess að gera betur en að sveitarfélagið hafi gert kennaranum ókleift að standa undir þeirri ábyrgð, þar sem honum var fyrirvaralaust sagt upp störfum. Með öðrum orðum þá þykir kennarasambandinu sem og umræddum héraðsdómara við hæfi að kennari sem ekki hefur þolinmæði til þess að takast á við nemanda í vanlíðan, kennari sem ekki hefur það sem þarf til þess að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur og kennari sem á það til að grípa til ofbeldis, eigi skilið að fá að vinna áfram í umhverfi með einum viðkvæmasta hóp landsins, í ákaflega krefjandi starfsumhverfi skóla án aðgreiningar. Á meðan Kennarasamband Íslands barðist með þessum kennara gegn sveitarfélaginu og fagnar niðurstöðu dómsins er bent á það í yfirlýsingu UNICEF á Íslandi, Barnaheill – Save the Children á Íslandi og Heimili og skóli – Landssamtök foreldra hvernig dómurinn er áfellisdómur á íslenskt réttarkerfi og baráttuna fyrir réttindum barna. Ofbeldi kennarans var afsakað með einhverjum óskiljanlegum hætti, ekki var litið til Barnasáttmálans né réttinda barnsins yfir höfuð. Ekki var heldur minnst á valdaójafnvægið á milli barnsins og kennarans. Fyrir ekki svo löngu var sú krafa í þjóðfélaginu að stjórn KSÍ segði af sér fyrir að taka ekki skýlausa afstöðu gegn ofbeldi. Hvernig getur stjórn Kennarasambands Íslands setið óáreitt með þessa afstöðu til ofbeldis? Höfundur er stofnandi grasrótarhópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna í skólakerfinu.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun