Fregnir berast nú af því að Rússar séu komnir inn í höfuðborgina Kænugarð.
Þá fjöllum við um óveðrið sem gengur yfir landið en rýma hefur þurft hús á Patreksfirði og á Tálknafirði vegna sjóflóðahættu.
Einnig fjöllum við um þau tímamót sem urðu á miðnætti þegar allar takmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins voru felldar úr gildi.