Segist trúaður en að Zuism hafi skuldað þeim fé Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2022 17:01 Einar Ágústsson (fremri) með Jóni Bjarna Kristjánssyni lögmanni sínum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Vilhelm Einar Ágústsson sagði að uppsöfnuð skuld trúfélagsins Zuism við hann og bróður hans skýrði einhverjar þeirra millifærslna af reikningum félagsins til þeirra og félaga þeirra í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism. Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Einari og Ágústi Arnari hófst í dag. Þeir stýrðu trúfélaginu á tíma sem það þáði á níunda tug milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa í raun svikið féð út úr ríkissjóði með því að látast reka trúfélag með raunverulega starfsemi og ráðstafa fjármunum þess í eigin þágu. Einar hélt því fram að hann væri trúaður og að trú hans byggðist á kennisetningum í Gilgameskviðu. Hann hefði alltaf unnið af heilum hug og sæi fyrir sér öfluga starfsemi í framtíðinni ef félagið fengið að starfa óáreitt. „Ég vona bara að við fáum að halda áfram með okkar starf og þróa það eins og var okkar sýn frá upphafi. Að við fáum að iðka okkar trú og sannfæringu,“ sagði Einar. Dómari spurði hvort stefnan yrði að endurgreiða áfram sóknargjöld ef til þess kæmi. Einar sagði það ekki stefnuna hvað sig varðaði. Sérstakar og skrýtnar aðstæður hefðu komið upp sem þurfti að takast á við. Vísaði hann þar til þess þegar annar hópur lofaði endurgreiðslum á sóknargjöldum til félagsmanna sem fjölgaði gríðarlega í kjölfarið. „Fyrir mér er ekki eitthvað atriði að halda þessum endurgreiðslum til streitu,“ sagði Einar. Sagðist hafa haldið félaginu uppi fjárhagslega Einar var spurður um millifærslur upp á milljónir króna af reikningum Zuism inn á þeirra eigin reikninga og félaga undir þeirra stjórn sem og debitkortafærslur og úttektir. Hann bar því við að hann hefði ekki séð um bókhald félagsins. Hvorki Einar né Ágúst Arnar vildu nefna hvaða endurskoðandi hefði farið yfir bókhaldið. Einar sagði að endurskoðandinn væri vinur Ágústs Arnars og sagði að hann hefði unnið fyrir þá gegn því að hann legði ekki nafn sitt við það. Vísaði Einar til óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunar sem hafi verið ætlað að hefta eðlilega starfsemi félagsins. Á köflum virtist Einar í töluverðu uppnámi og eiga erfitt með að halda máli sínu áfram. Gekkst hann við því að hafa fengið einhverjar verktakagreiðslur frá trúfélaginu en að þær hefðu verið gefnar upp til skatts. Fullyrti Einar að þeir bræður hefðu haldið félaginu uppi á meðan það fékk ekki sóknargjöld frá ríkinu. Greiðslur til þess voru stöðvaðar á meðan skorið var úr um hver færi með raunveruleg yfirráð í því árið 2017. Að því tímabili loknu hafi verið „töluverð uppsöfnuð skuld félagsins við okkur“. Ágúst Arnar gat ekki gefið frekari skýringar á hvernig fjármununum var varið fyrr í morgun. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, sem fer með eftirlit með trúfélögum, stöðvaði greiðslur sóknargjalda til Zuism vorið 2019 vegna verulegs vafa um að félagið uppfyllti skilyrði laga og um hvort að raunveruleg starfsemi færi fram á vegum þess. Gerðu stjórn nær alráða í miðjum deilum um yfirráðin Bræðurnir háðu harða hildi um yfirráð í Zuism við hóp ótengdra einstaklinga sem vildu taka yfir félagið þegar sýslumaður hugðist afskrá það árið 2015. Loforð þess hóps um endurgreiðslu sóknargjalda löðuðu þúsundir manna að félaginu sem var grundvöllur þess að Zuism átti skyndilega rétt á tugum milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. Á meðan á þeim átökum stóð gripu Ágúst Arnar og Einar til ráðstafana sem virtist ætlað að tryggja að þúsundir nýrra félagsmanna gæti ekki haft áhrif á stjórn þess. Í lögum Zuism hafði aðalfundur verið áhrifamesta stofnun félagsins en því breyttu þeir bræður í desember 2015, rétt eftir að þeim varð kunnugt um að annar hópur gerði tilkall til félagsins. Með þeim breytingum var það ekki lengur aðalfundur sem allir félagsmenn ættu rétt á að sitja sem var æðsta valdið í Zuism heldur stjórn þess. Stjórn var meðal annars falið að kjósa sjálfa sig. Einar vildi ekki kannast við að með þessu hefði stjórnin verið orðin alráð í Zuism. Vísaði hann til þjóðkirkjunnar og kaþólsku kirkjunnar sem fyrirmynda um þessa stjórnskipan. Ágúst Arnar hélt því fram að breytingunum hafi verið ætlað að koma í veg fyrir að félagið færi út í „algera þvælu“ vegna hópsins sem freistaði þess að taka það yfir. Alveg eins væri hægt að stela peningunum sem væru nú væntanlegir í formi sóknargjalda þúsunda nýrra félaga. Þrátt fyrir þessar breytingar var það aðalfundur Zuism en ekki stjórn sem var sagður hafa kjörið nýja stjórn félagsins í tilkynningu sem Ágúst Arnar sendi út um það leyti sem sýslumaður stöðvaði greiðslur sóknargjalda árið 2019. Hann sagðist þá ætla að stíga til hliðar sem forstöðumaður en af því varð þó aldrei. Ágúst Arnar Ágústsson (aftari) með Einari Oddi Sigurðssyni, lögmanni sínum, í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þeir Einar bróðir hans eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti vegna starfsemi trúfélagsins Zuism.Vísir/Vilhelm Ætluðu að fá útlendinga til að taka við stjórninni Einar og Ágúst Arnar voru báðir spurður út í hrókeringar sem þeir hugðust gera á stjórn Zuism í byrjun árs 2019, rétt áður en sýslumaður stöðvaði greiðslur sóknargjalda til félagsins. Þá auglýsti Einar eftir formanni stjórnar og stjórnarmönnum á erlendri atvinnusíðu. Undirbjuggu þeir breytingu á stjórn þar sem þrír útlendingar yrðu skráðir stjórnarmenn í félaginu. Markmið þessara breytinga voru að sögn Einars að lægja öldurnar í kringum Zuism vegna þess sem hann kallaði stöðugar árásir í fjölmiðlum. Umfjöllunin hefði skaðað félagið þannig að ekki hafi neinn fundist sem hafi verið viljugur til að ganga inn í stjórnina í stað þeirra bræðra. Um leið hafi þeir vilja tryggja að félagið héldi upphaflegum tilgangi sínum: að boða súmerska trú. Þeir bræður hafi viljað getað verið félagar áfram og iðkað trú sína og tekið þátt í starfinu. Fullyrti Einar að lögmaður hafi haft milligöngu um að fá erlendu stjórnarmennina inn í félagið. Hann sagðist ekki hafa hitt fólkið í persónu og ekki muna hvort hann hefði átt í samskiptum við það. Gat hann ekki svarað því hvort að fólkið hefði vitað að það ætti að skrá stjórnarmenn í íslensku trúfélagi. Þá gat Einar ekki sagt hvort að stjórnarmennirnir ættu að hafa eitthvað með stjórn félagsins að gera þegar saksóknari innti hann eftir því. „Þetta fór aldrei í gegn þannig að það reyndi aldrei á það,“ sagði hann eftir langa þögn. Ljósrit af slóvakísku ökuskírteini eins þeirra sem átti að setja inn í stjórnina fannst við húsleit á heimili Einars. Þegar Finnur saksóknari beindi spurningum að Ágústi Arnari um fléttuna fyrr í dag sagði hann að einhverjir útlendinganna hafi talið að skilríki sín hefðu verið misnotuð í tengslum við skráninguna. Ágúst Arnar sagði öll samskiptin hafa farið fram í gegnum lögmann og að það hafi verið gert í góðri trú. „Djöfull er ég heitur að blasta þessu kirkjudæmi maður“ Vikið varð að tilurð Zuism í skýrslutökunum yfir Einari og Ágústi Arnari í dag. Þeir stofnuðu félagið við þriðja mann, Ólaf Helga Þorgrímsson, og fengu það skráð sem trúfélag árið 2013. Einar sagðist hafa kynnst trú fornsúmera þegar hann dvaldi í Bandaríkjunum. Hann sagðist meðal annars hafa komið að stofnun félags zúista í Delaware í Bandaríkjunum. Vísað var til þess félags í umsókninni um skráningu Zuism sem trúfélags á Íslandi og það sagt móðurkirkja Zuism á Íslandi. Einar sagðist ekki „kæra sig um“ að nefna aðra sem stóðu að stofnun bandaríska félagsins. Á Íslandi hafi Einar kynnt Ólaf Helga vin sinn fyrir trúnni og það hafi verið hann sem hafi varpað fram hugmyndinni að stofna trúfélagið. Það hafi aðallega verið stofnendur sem hafi verið virkir í starfsemi félagsins en þeir hafi unnið að því að kynna félagið og trúna. Lýsti Einari því sem svo að Ólafur Helgi hafi smalað um hundrað manns í félagið eða fengið vilyrði þeirra til að ganga í það. Dómari minnti Einar á að sýna kurteisi þegar hann sagði að Finnur saksóknari bæri ábyrgð á því að fólk hefði ekki áhuga á að ganga í félagið. Finnur bar Skype-samskipti við Ólaf Helga undir Einar sem virðast hafa átt sér stað þegar þeir unnu að umsókn um skráningu trúfélags. Einar gat ekki skýrt samskiptin frekar eða hvers vegna þeir virtust tala um það af léttúð. „Djöfull er ég heitur að blasta upp þessu kirkjudæmi maður,“ var á meðal skilaboðanna á milli þeirra Ólafs Helga en ekki var ljóst af þeim hvor þeirra sendi þau. Ólafur Helgi gekk síðar út úr félaginu, eftir það sem Ágúst Arnar kallaði vinslit. Hann hlaut síðar dóm fyrir meiriháttar skattalagabrot vegna rekstur ferðaþjónustufyrirtækis árið 2019. Rakti líflátshótanir til umfjöllunar fjölmiðla Í máli Ágústs Arnars í morgun kom fram að viðburðir sem Zuism á að hafa staðið fyrir hafi verið auglýstir á töflu á skrifstofu sem einkahlutafélag hans leigði í Borgartúni og að hann hefði hringt í fólk til að boða á samkomur. Listi yfir samkomur sem fannst við húsleit á heimili Ágústs Arnars benti til þess að á bilinu tveir til ellefu hefðu verið viðstaddir þær samkomur árið 2018. Einar gekkst við því að ekki hefðu margir séð slíkar auglýsingar. Hann vísaði eins og Ágúst Arnar til líflátshótana sem þeir eigi að hafa fengið. Tvær þeirra hafi verið svo alvarlegar að sett hafi verið upp öryggiskerfi og neyðarhnappar á heimili stjórnarmanna. Þeir bræður sátu í stjórn félagsins á þeim tíma ásamt eiginkonu Einars. Rakti Einar líflátshótanirnar til umfjöllunar fjölmiðla um þá bræður, trúfélagið og það sem hann kallaði tilbúinn glæp sem saksóknari ætti að hafa búið til vegna söfnunar þeirra á hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter árið 2015. Söfnun þeirra bræðra var stöðvuð eftir að saksóknari gerði bandarískum yfirvöldum viðvart um mögulega grunsamlega fjármálagjörninga en hann rannsakaði þá Einar vegna fjársvika. Einar hlaut þriggja ára og níu mánaða fangelsisdóm fyrir að svíkja tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum en fór nýlega fram á endurupptöku málsins. Zuism Dómsmál Trúmál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Einari og Ágústi Arnari hófst í dag. Þeir stýrðu trúfélaginu á tíma sem það þáði á níunda tug milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa í raun svikið féð út úr ríkissjóði með því að látast reka trúfélag með raunverulega starfsemi og ráðstafa fjármunum þess í eigin þágu. Einar hélt því fram að hann væri trúaður og að trú hans byggðist á kennisetningum í Gilgameskviðu. Hann hefði alltaf unnið af heilum hug og sæi fyrir sér öfluga starfsemi í framtíðinni ef félagið fengið að starfa óáreitt. „Ég vona bara að við fáum að halda áfram með okkar starf og þróa það eins og var okkar sýn frá upphafi. Að við fáum að iðka okkar trú og sannfæringu,“ sagði Einar. Dómari spurði hvort stefnan yrði að endurgreiða áfram sóknargjöld ef til þess kæmi. Einar sagði það ekki stefnuna hvað sig varðaði. Sérstakar og skrýtnar aðstæður hefðu komið upp sem þurfti að takast á við. Vísaði hann þar til þess þegar annar hópur lofaði endurgreiðslum á sóknargjöldum til félagsmanna sem fjölgaði gríðarlega í kjölfarið. „Fyrir mér er ekki eitthvað atriði að halda þessum endurgreiðslum til streitu,“ sagði Einar. Sagðist hafa haldið félaginu uppi fjárhagslega Einar var spurður um millifærslur upp á milljónir króna af reikningum Zuism inn á þeirra eigin reikninga og félaga undir þeirra stjórn sem og debitkortafærslur og úttektir. Hann bar því við að hann hefði ekki séð um bókhald félagsins. Hvorki Einar né Ágúst Arnar vildu nefna hvaða endurskoðandi hefði farið yfir bókhaldið. Einar sagði að endurskoðandinn væri vinur Ágústs Arnars og sagði að hann hefði unnið fyrir þá gegn því að hann legði ekki nafn sitt við það. Vísaði Einar til óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunar sem hafi verið ætlað að hefta eðlilega starfsemi félagsins. Á köflum virtist Einar í töluverðu uppnámi og eiga erfitt með að halda máli sínu áfram. Gekkst hann við því að hafa fengið einhverjar verktakagreiðslur frá trúfélaginu en að þær hefðu verið gefnar upp til skatts. Fullyrti Einar að þeir bræður hefðu haldið félaginu uppi á meðan það fékk ekki sóknargjöld frá ríkinu. Greiðslur til þess voru stöðvaðar á meðan skorið var úr um hver færi með raunveruleg yfirráð í því árið 2017. Að því tímabili loknu hafi verið „töluverð uppsöfnuð skuld félagsins við okkur“. Ágúst Arnar gat ekki gefið frekari skýringar á hvernig fjármununum var varið fyrr í morgun. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, sem fer með eftirlit með trúfélögum, stöðvaði greiðslur sóknargjalda til Zuism vorið 2019 vegna verulegs vafa um að félagið uppfyllti skilyrði laga og um hvort að raunveruleg starfsemi færi fram á vegum þess. Gerðu stjórn nær alráða í miðjum deilum um yfirráðin Bræðurnir háðu harða hildi um yfirráð í Zuism við hóp ótengdra einstaklinga sem vildu taka yfir félagið þegar sýslumaður hugðist afskrá það árið 2015. Loforð þess hóps um endurgreiðslu sóknargjalda löðuðu þúsundir manna að félaginu sem var grundvöllur þess að Zuism átti skyndilega rétt á tugum milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. Á meðan á þeim átökum stóð gripu Ágúst Arnar og Einar til ráðstafana sem virtist ætlað að tryggja að þúsundir nýrra félagsmanna gæti ekki haft áhrif á stjórn þess. Í lögum Zuism hafði aðalfundur verið áhrifamesta stofnun félagsins en því breyttu þeir bræður í desember 2015, rétt eftir að þeim varð kunnugt um að annar hópur gerði tilkall til félagsins. Með þeim breytingum var það ekki lengur aðalfundur sem allir félagsmenn ættu rétt á að sitja sem var æðsta valdið í Zuism heldur stjórn þess. Stjórn var meðal annars falið að kjósa sjálfa sig. Einar vildi ekki kannast við að með þessu hefði stjórnin verið orðin alráð í Zuism. Vísaði hann til þjóðkirkjunnar og kaþólsku kirkjunnar sem fyrirmynda um þessa stjórnskipan. Ágúst Arnar hélt því fram að breytingunum hafi verið ætlað að koma í veg fyrir að félagið færi út í „algera þvælu“ vegna hópsins sem freistaði þess að taka það yfir. Alveg eins væri hægt að stela peningunum sem væru nú væntanlegir í formi sóknargjalda þúsunda nýrra félaga. Þrátt fyrir þessar breytingar var það aðalfundur Zuism en ekki stjórn sem var sagður hafa kjörið nýja stjórn félagsins í tilkynningu sem Ágúst Arnar sendi út um það leyti sem sýslumaður stöðvaði greiðslur sóknargjalda árið 2019. Hann sagðist þá ætla að stíga til hliðar sem forstöðumaður en af því varð þó aldrei. Ágúst Arnar Ágústsson (aftari) með Einari Oddi Sigurðssyni, lögmanni sínum, í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þeir Einar bróðir hans eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti vegna starfsemi trúfélagsins Zuism.Vísir/Vilhelm Ætluðu að fá útlendinga til að taka við stjórninni Einar og Ágúst Arnar voru báðir spurður út í hrókeringar sem þeir hugðust gera á stjórn Zuism í byrjun árs 2019, rétt áður en sýslumaður stöðvaði greiðslur sóknargjalda til félagsins. Þá auglýsti Einar eftir formanni stjórnar og stjórnarmönnum á erlendri atvinnusíðu. Undirbjuggu þeir breytingu á stjórn þar sem þrír útlendingar yrðu skráðir stjórnarmenn í félaginu. Markmið þessara breytinga voru að sögn Einars að lægja öldurnar í kringum Zuism vegna þess sem hann kallaði stöðugar árásir í fjölmiðlum. Umfjöllunin hefði skaðað félagið þannig að ekki hafi neinn fundist sem hafi verið viljugur til að ganga inn í stjórnina í stað þeirra bræðra. Um leið hafi þeir vilja tryggja að félagið héldi upphaflegum tilgangi sínum: að boða súmerska trú. Þeir bræður hafi viljað getað verið félagar áfram og iðkað trú sína og tekið þátt í starfinu. Fullyrti Einar að lögmaður hafi haft milligöngu um að fá erlendu stjórnarmennina inn í félagið. Hann sagðist ekki hafa hitt fólkið í persónu og ekki muna hvort hann hefði átt í samskiptum við það. Gat hann ekki svarað því hvort að fólkið hefði vitað að það ætti að skrá stjórnarmenn í íslensku trúfélagi. Þá gat Einar ekki sagt hvort að stjórnarmennirnir ættu að hafa eitthvað með stjórn félagsins að gera þegar saksóknari innti hann eftir því. „Þetta fór aldrei í gegn þannig að það reyndi aldrei á það,“ sagði hann eftir langa þögn. Ljósrit af slóvakísku ökuskírteini eins þeirra sem átti að setja inn í stjórnina fannst við húsleit á heimili Einars. Þegar Finnur saksóknari beindi spurningum að Ágústi Arnari um fléttuna fyrr í dag sagði hann að einhverjir útlendinganna hafi talið að skilríki sín hefðu verið misnotuð í tengslum við skráninguna. Ágúst Arnar sagði öll samskiptin hafa farið fram í gegnum lögmann og að það hafi verið gert í góðri trú. „Djöfull er ég heitur að blasta þessu kirkjudæmi maður“ Vikið varð að tilurð Zuism í skýrslutökunum yfir Einari og Ágústi Arnari í dag. Þeir stofnuðu félagið við þriðja mann, Ólaf Helga Þorgrímsson, og fengu það skráð sem trúfélag árið 2013. Einar sagðist hafa kynnst trú fornsúmera þegar hann dvaldi í Bandaríkjunum. Hann sagðist meðal annars hafa komið að stofnun félags zúista í Delaware í Bandaríkjunum. Vísað var til þess félags í umsókninni um skráningu Zuism sem trúfélags á Íslandi og það sagt móðurkirkja Zuism á Íslandi. Einar sagðist ekki „kæra sig um“ að nefna aðra sem stóðu að stofnun bandaríska félagsins. Á Íslandi hafi Einar kynnt Ólaf Helga vin sinn fyrir trúnni og það hafi verið hann sem hafi varpað fram hugmyndinni að stofna trúfélagið. Það hafi aðallega verið stofnendur sem hafi verið virkir í starfsemi félagsins en þeir hafi unnið að því að kynna félagið og trúna. Lýsti Einari því sem svo að Ólafur Helgi hafi smalað um hundrað manns í félagið eða fengið vilyrði þeirra til að ganga í það. Dómari minnti Einar á að sýna kurteisi þegar hann sagði að Finnur saksóknari bæri ábyrgð á því að fólk hefði ekki áhuga á að ganga í félagið. Finnur bar Skype-samskipti við Ólaf Helga undir Einar sem virðast hafa átt sér stað þegar þeir unnu að umsókn um skráningu trúfélags. Einar gat ekki skýrt samskiptin frekar eða hvers vegna þeir virtust tala um það af léttúð. „Djöfull er ég heitur að blasta upp þessu kirkjudæmi maður,“ var á meðal skilaboðanna á milli þeirra Ólafs Helga en ekki var ljóst af þeim hvor þeirra sendi þau. Ólafur Helgi gekk síðar út úr félaginu, eftir það sem Ágúst Arnar kallaði vinslit. Hann hlaut síðar dóm fyrir meiriháttar skattalagabrot vegna rekstur ferðaþjónustufyrirtækis árið 2019. Rakti líflátshótanir til umfjöllunar fjölmiðla Í máli Ágústs Arnars í morgun kom fram að viðburðir sem Zuism á að hafa staðið fyrir hafi verið auglýstir á töflu á skrifstofu sem einkahlutafélag hans leigði í Borgartúni og að hann hefði hringt í fólk til að boða á samkomur. Listi yfir samkomur sem fannst við húsleit á heimili Ágústs Arnars benti til þess að á bilinu tveir til ellefu hefðu verið viðstaddir þær samkomur árið 2018. Einar gekkst við því að ekki hefðu margir séð slíkar auglýsingar. Hann vísaði eins og Ágúst Arnar til líflátshótana sem þeir eigi að hafa fengið. Tvær þeirra hafi verið svo alvarlegar að sett hafi verið upp öryggiskerfi og neyðarhnappar á heimili stjórnarmanna. Þeir bræður sátu í stjórn félagsins á þeim tíma ásamt eiginkonu Einars. Rakti Einar líflátshótanirnar til umfjöllunar fjölmiðla um þá bræður, trúfélagið og það sem hann kallaði tilbúinn glæp sem saksóknari ætti að hafa búið til vegna söfnunar þeirra á hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter árið 2015. Söfnun þeirra bræðra var stöðvuð eftir að saksóknari gerði bandarískum yfirvöldum viðvart um mögulega grunsamlega fjármálagjörninga en hann rannsakaði þá Einar vegna fjársvika. Einar hlaut þriggja ára og níu mánaða fangelsisdóm fyrir að svíkja tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum en fór nýlega fram á endurupptöku málsins.
Zuism Dómsmál Trúmál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira