Innlent

Upptaka úr myndavél: Stórhætta myndaðist þegar þak rifnaði af

Snorri Másson skrifar

Afleiðingar af aftakaveðri á suðvesturhorninu í dag voru margvíslegar; þar á meðal fauk þak af iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Ljóst er að tjónið er verulegt.

Stórt iðnaðarsvæði á Völlunum var undirlagt braki úr þakinu, sem rifnaði af með látum í storminum.

Á myndefni úr öryggismyndavél á svæðinu, sem er vel að merkja í nokkurri fjarlægð frá skemmunni sjálfri, má sjá hvernig efnið fer af stað og hafnar meðal annars í annarri byggingu. Engan sakaði en ljóst er að fólki hefði stafað veruleg hætta af hamförunum ef það hefði verið nærstatt.

Lögregla og björgunarsveitir lokuðu fyrir umferð um svæðið í nokkra stund í dag enda stafaði nokkur hætta af hamförunum, meðal annars af nöglum á víð og dreif.


Tengdar fréttir

Hátt í hundrað verk­efni vegna veðursins í dag

Veðrið gekk frekar hratt niður upp úr klukkan þrjú á Suðvesturhorninu og er því farið að róast hjá björgunarsveitum. Þó hefur áfram borið á verkefnum á Vestur- og Norðurlandi. Rétt fyrir fjögur höfðu björgunarsveitir farið í um hundrað verkefni um allt land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×