Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fjölnir 83-93 | Góð ferð Fjölniskvenna í Smárann Dagur Lárusson skrifar 27. febrúar 2022 20:00 vísir/vilhelm Fjölnir hafði betur gegn Breiðablik í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld en lokatölur voru 83-93. Fyrir leikinn var Fjölnir í öðru sæti deildarinnar með 24 stig á meðan Breiðablik var í næst neðsta sætinu með 10 stig. Leikurinn var frábær skemmtun frá upphafi til enda en liðin skiptust á að vera með góða forystu í gegnum allan leikinn. Það voru gestirnir í Fjölni sem byrjuðu leikinn betur en eftir fyrsta leikhluta var liðið komið með ellefu stiga forskot á Breiðablik. Aliyah var með 14 stig eftir fyrsta leikhluta og í miklu stuði. Í öðrum leikhluta snerist leikurinn þó algjörlega við því þá tóku stelpurnar í Breiðablik heldur betur við sér og settu hverja körfuna niður á fætur annarri. Þórdís Jóna var í lykilhlutverki þar en hún var stigahæst í Blika liðinu. Blikastúlkur unnu upp forskot Fjölnis og gerðu gott betur en það því þær náðu sjálfar tólf stiga forystu áður en annar leikhluti kláraðist. Staðan var 56-44 í hálfleik, ótrúlegur viðsnúningur. Halldór Karl, þjálfari Fjölnis, var ekki sáttur með varnarleik liðsins í fyrri hálfleiknum og virðist hann hafa farið vel yfir varnarleikinn í hálfleiknum því lið Fjölnis var mikið skipulagra í seinni hálfleiknum og náðu smátt og smátt að saxa á forystu Breiðabliks. Í þriðja leikhluta liðu sex mínútur þar sem Breiðablik náði ekki að setja niður körfu og það var á þessum tímapunkti þar sem Fjölnir náði forystunni á ný og var með eins stigs forystu þegar fjórði leikhluti fór af stað. Í fjórða leikhluta var það Aliyah sem fór fyrir liði Fjölnis og sá til þess að stigin tvö færu til Fjölnis. Aliyah fór á kostum í þeim leikhluta og í leiknum öllum því hún skoraði hvorki meira né minna en 44 stig. Lokatölur í Smáranum voru 83-93. Af hverju vann Fjölnir? Bæði liðin voru með góða forystu á tímabili í leiknum en það var Fjölnir sem náði að sýna aðeins meiri stöðugleika þegar upp var staðið. Síðan er það ekki slæmt að vera með leikmann á borð við Aliyah sem skorar 44 stig. Hverjar stóðu upp úr? Aliyah var auðvitað maður leiksins enda með 44 stig en Þórdís Jóna spilaði einnig virkilega vel fyrir Breiðablik í kvöld. Hvað fór illa? Það var ekki mikið sem fór illa í kvöld, bæði lið að spila virkilega vel. En ef það þarf að benda á eitthvað þá voru það eflaust mínúturnar sex í þriðja leikhluta hjá Breiðablik þar sem þær náðu ekki að setja niður körfu. Hvað gerist næst? Næsti leikur Fjölnis er gegn Njarðvík í Grafarvogi á miðvikudaginn en sama kvöld tekur Grindavík á móti Breiðablik. Halldór Karl: Ótrúlega lélegar varnarlega í fyrri hálfleik ,,Loksins fórum við að spila smá vörn, það var eflaust það sem skar úr um þennan leik,” byrjaði Halldór Karl, þjálfari Fjölnis, að segja eftir leik. ,,Við vorum ótrúlega lélegar varnarlega í fyrri hálfleik. Kannski héldum við að við gætum komið hingað, þær án sinna útlendinga, og gert þetta rólega og ekki lagt okkur fram. Það er ekkert lið í deildinni sem er vanara því að spila án sinna útlendinga og Breiðablik,” hélt Halldór Karl áfram. Halldór vildi meina að mögulega hafi stelpurnar hans sýnt smá vanmat. ,,Það getur vel verið, við vorum búin að tala um það að við erum búin að mæta þeim þrisvar sinnum og þær aldrei með sinn kana og það hefur alltaf verið erfitt og þess vegna var ég ekki sáttur.” Halldór var samt sem áður ánægður með viðsnúninginn í seinni hálfleiknum. ,,Já við sýndum meiri ákefð. Þær voru að gera rosalega vel á móti okkur varnarlega en við náðum að finna ákveðnar lausnir á því í þriðja og fjórða leikhluta. Aliyah á síðan frábæran fjórða leikhluta,” endaði Halldór Karl að segja eftir leik. Ívar Ásgrímsson: Stoltur af stelpunum ,Ég er stoltur af stelpunum í kvöld og við hefðum alveg getað náð sigri,” byrjaði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, að segja eftir leik. ,,Fyrri hálfleikurinn var frábær hjá okkur og við spiluðum virkilega vel í öðrum leikhluta og náðum þessari forystu en síðan fór þetta aðeins niður í þriðja leikhluta. Við sýndum ekki nægilega hreyfingu, vorum orðnar þreyttar enda við kannski ekki að spila á nægilega mörgum leikmönnum,” hélt Ívar áfram. ,,En eins og ég segi, ég er stoltur af stelpunum og við hefðum getað náð sigrinum ef smáatriðin hefðu gengið upp í þriðja leikhluta. En þær eru auðvitað með stóran mannskap og með alla sína útlendinga og við ekki með neina af okkar útlendingum og það spilar að sjálfsögðu inn í,” endaði Ívar á að segja. Subway-deild kvenna Breiðablik Fjölnir
Fjölnir hafði betur gegn Breiðablik í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld en lokatölur voru 83-93. Fyrir leikinn var Fjölnir í öðru sæti deildarinnar með 24 stig á meðan Breiðablik var í næst neðsta sætinu með 10 stig. Leikurinn var frábær skemmtun frá upphafi til enda en liðin skiptust á að vera með góða forystu í gegnum allan leikinn. Það voru gestirnir í Fjölni sem byrjuðu leikinn betur en eftir fyrsta leikhluta var liðið komið með ellefu stiga forskot á Breiðablik. Aliyah var með 14 stig eftir fyrsta leikhluta og í miklu stuði. Í öðrum leikhluta snerist leikurinn þó algjörlega við því þá tóku stelpurnar í Breiðablik heldur betur við sér og settu hverja körfuna niður á fætur annarri. Þórdís Jóna var í lykilhlutverki þar en hún var stigahæst í Blika liðinu. Blikastúlkur unnu upp forskot Fjölnis og gerðu gott betur en það því þær náðu sjálfar tólf stiga forystu áður en annar leikhluti kláraðist. Staðan var 56-44 í hálfleik, ótrúlegur viðsnúningur. Halldór Karl, þjálfari Fjölnis, var ekki sáttur með varnarleik liðsins í fyrri hálfleiknum og virðist hann hafa farið vel yfir varnarleikinn í hálfleiknum því lið Fjölnis var mikið skipulagra í seinni hálfleiknum og náðu smátt og smátt að saxa á forystu Breiðabliks. Í þriðja leikhluta liðu sex mínútur þar sem Breiðablik náði ekki að setja niður körfu og það var á þessum tímapunkti þar sem Fjölnir náði forystunni á ný og var með eins stigs forystu þegar fjórði leikhluti fór af stað. Í fjórða leikhluta var það Aliyah sem fór fyrir liði Fjölnis og sá til þess að stigin tvö færu til Fjölnis. Aliyah fór á kostum í þeim leikhluta og í leiknum öllum því hún skoraði hvorki meira né minna en 44 stig. Lokatölur í Smáranum voru 83-93. Af hverju vann Fjölnir? Bæði liðin voru með góða forystu á tímabili í leiknum en það var Fjölnir sem náði að sýna aðeins meiri stöðugleika þegar upp var staðið. Síðan er það ekki slæmt að vera með leikmann á borð við Aliyah sem skorar 44 stig. Hverjar stóðu upp úr? Aliyah var auðvitað maður leiksins enda með 44 stig en Þórdís Jóna spilaði einnig virkilega vel fyrir Breiðablik í kvöld. Hvað fór illa? Það var ekki mikið sem fór illa í kvöld, bæði lið að spila virkilega vel. En ef það þarf að benda á eitthvað þá voru það eflaust mínúturnar sex í þriðja leikhluta hjá Breiðablik þar sem þær náðu ekki að setja niður körfu. Hvað gerist næst? Næsti leikur Fjölnis er gegn Njarðvík í Grafarvogi á miðvikudaginn en sama kvöld tekur Grindavík á móti Breiðablik. Halldór Karl: Ótrúlega lélegar varnarlega í fyrri hálfleik ,,Loksins fórum við að spila smá vörn, það var eflaust það sem skar úr um þennan leik,” byrjaði Halldór Karl, þjálfari Fjölnis, að segja eftir leik. ,,Við vorum ótrúlega lélegar varnarlega í fyrri hálfleik. Kannski héldum við að við gætum komið hingað, þær án sinna útlendinga, og gert þetta rólega og ekki lagt okkur fram. Það er ekkert lið í deildinni sem er vanara því að spila án sinna útlendinga og Breiðablik,” hélt Halldór Karl áfram. Halldór vildi meina að mögulega hafi stelpurnar hans sýnt smá vanmat. ,,Það getur vel verið, við vorum búin að tala um það að við erum búin að mæta þeim þrisvar sinnum og þær aldrei með sinn kana og það hefur alltaf verið erfitt og þess vegna var ég ekki sáttur.” Halldór var samt sem áður ánægður með viðsnúninginn í seinni hálfleiknum. ,,Já við sýndum meiri ákefð. Þær voru að gera rosalega vel á móti okkur varnarlega en við náðum að finna ákveðnar lausnir á því í þriðja og fjórða leikhluta. Aliyah á síðan frábæran fjórða leikhluta,” endaði Halldór Karl að segja eftir leik. Ívar Ásgrímsson: Stoltur af stelpunum ,Ég er stoltur af stelpunum í kvöld og við hefðum alveg getað náð sigri,” byrjaði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, að segja eftir leik. ,,Fyrri hálfleikurinn var frábær hjá okkur og við spiluðum virkilega vel í öðrum leikhluta og náðum þessari forystu en síðan fór þetta aðeins niður í þriðja leikhluta. Við sýndum ekki nægilega hreyfingu, vorum orðnar þreyttar enda við kannski ekki að spila á nægilega mörgum leikmönnum,” hélt Ívar áfram. ,,En eins og ég segi, ég er stoltur af stelpunum og við hefðum getað náð sigrinum ef smáatriðin hefðu gengið upp í þriðja leikhluta. En þær eru auðvitað með stóran mannskap og með alla sína útlendinga og við ekki með neina af okkar útlendingum og það spilar að sjálfsögðu inn í,” endaði Ívar á að segja.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum