Innlent

Gunnar Smári nýr formaður Heimdallar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Gunnar Smári er nýr formaður Heimdallar.
Gunnar Smári er nýr formaður Heimdallar. Aðsend

Listi Gunnars Smára Þorsteinssonar, meistaranema í lögfræði, bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, í kvöld.

Hátt í átta hundruð manns tóku þátt í kosningunni. Listi Gunnars Smára fékk 479 atkvæði, eða 63 prósent greiddra atkvæða. 

Listi Birtu Karenar Tryggvadóttur og Kára Freys Kristinssonar, fékk 283 atkvæði, eða 37 prósent greiddra atkvæða. Ógild atkvæði voru 29, að því er fram kemur í tilkynningu frá framboði Gunnars Smára.

Hér má sjá Gunnar Smára ásamt þeim sem skipuðu lista hans.Aðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×