Viltu vinna milljón? Gunnar Valur Gíslason skrifar 26. febrúar 2022 15:01 Við, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Garðabæjar, höfum undanfarin fjögur ár unnið staðfastlega að því að efna 100 framsækin fyrirheit sem við gáfum Garðbæingum fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 2018. Leiðarljós okkar er traust, ábyrg fjármálastjórn og að skattar á bæjarbúa séu lágir. Ráðdeild í rekstri Bæjarstjórn Garðabæjar hefur í gegnum tíðina lagt mikla áherslu á styrka fjármálastjórn og að fjárhagur bæjarins sé traustur og stöðugur. Þannig er lagður grunnur að lágum sköttum á bæjarbúa. Traust og stöðugleiki skipta öllu máli. Veltufé frá rekstri er ein mikilvægasta kennitalan í rekstri sveitarfélaga. Þetta er fjárhæðin sem afgangs verður eftir hefðbundinn rekstur og er ætlað til að standa undir afborgunum lána bæjarsjóðs annars vegar og nýtist til fjárfestinga hins vegar. Samanlagt veltufé frá rekstri bæjarsjóðs Garðabæjar á árunum 2016-2020 nam um 11.800 m.kr. -ellefu þúsund og átta hundruð milljónum króna. Á sama tíma hafa Garðbæingar búið við lægsta útsvarið á höfuðborgarsvæðinu. Þetta ber vott um ráðdeild í rekstri og festu við stjórn fjármála Garðabæjar. Árlegur 850 milljón króna ávinningur íbúanna Lágir skattar skipta miklu máli, bæði fyrir atvinnulífið og fólkið í landinu. Um margra ára skeið hefur álagningarhlutfall útsvars í Garðabæ verið langlægst meðal stærri sveitarfélaga landsins eða 13,70% á meðan mörg þeirra leggja á hámarksútsvar 14,52%. Mismunurinn er 0,82% sem bæjarstjórn Garðabæjar lætur íbúana njóta. Útsvarsstofn Garðabæjar 2022 er um 104 milljarðar króna. Skattsparnaður Garðbæinga af útsvari í ár, miðað við að ef hámarksútsvar væri lagt á útsvarsgreiðendur í bænum, er því um 850 milljónir króna. Árlegar ráðstöfunartekjur heimila í Garðabæ hækka sem þessu nemur. Á heilu kjörtímabili eru þetta þrjú þúsund og fjögur hundruð milljónir króna – fyrir heimilin í Garðabæ. Meðalfjölskyldan sparar milljón á sex árum Sé litið til meðal mánaðarlauna á Íslandi 2020 og hækkun launavísitölu frá desember 2020 til janúar 2022 samkvæmt Hagstofu Íslands sparar fjölskylda með meðallaun sem býr í sveitarfélagi þar sem álagningarhlutfall útsvars er 13,70%, líkt og í Garðabæ, eina milljón króna í útsvarsgreiðslur á sex ára tímabili miðað við að ef fjölskyldan byggi við heimilaða hámarks álagningu útsvars 14,52%. Þetta skiptir ungar fjölskyldur (á öllum aldri) í Garðabæ miklu máli. Ég vil vinna áfram fyrir þig Ég hef sem bæjarfulltrúi og formaður menningar- og safnanefndar Garðabæjar síðastliðin átta ár unnið með félögum mínum að mótun samfélagsins okkar hér í Garðabæ. Ég býð bæjarbúum áfram krafta mína til að vinna bæjarfélaginu gagn á næsta kjörtímabili. Nú átt þú leik. Verum með og tökum þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 5. mars nk. Hvetjum líka annað sjálfstæðisfólk í bænum til að gera slíkt hið sama. Hvert atkvæði skiptir máli. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður menningar-og safnanefndar Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Við, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Garðabæjar, höfum undanfarin fjögur ár unnið staðfastlega að því að efna 100 framsækin fyrirheit sem við gáfum Garðbæingum fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 2018. Leiðarljós okkar er traust, ábyrg fjármálastjórn og að skattar á bæjarbúa séu lágir. Ráðdeild í rekstri Bæjarstjórn Garðabæjar hefur í gegnum tíðina lagt mikla áherslu á styrka fjármálastjórn og að fjárhagur bæjarins sé traustur og stöðugur. Þannig er lagður grunnur að lágum sköttum á bæjarbúa. Traust og stöðugleiki skipta öllu máli. Veltufé frá rekstri er ein mikilvægasta kennitalan í rekstri sveitarfélaga. Þetta er fjárhæðin sem afgangs verður eftir hefðbundinn rekstur og er ætlað til að standa undir afborgunum lána bæjarsjóðs annars vegar og nýtist til fjárfestinga hins vegar. Samanlagt veltufé frá rekstri bæjarsjóðs Garðabæjar á árunum 2016-2020 nam um 11.800 m.kr. -ellefu þúsund og átta hundruð milljónum króna. Á sama tíma hafa Garðbæingar búið við lægsta útsvarið á höfuðborgarsvæðinu. Þetta ber vott um ráðdeild í rekstri og festu við stjórn fjármála Garðabæjar. Árlegur 850 milljón króna ávinningur íbúanna Lágir skattar skipta miklu máli, bæði fyrir atvinnulífið og fólkið í landinu. Um margra ára skeið hefur álagningarhlutfall útsvars í Garðabæ verið langlægst meðal stærri sveitarfélaga landsins eða 13,70% á meðan mörg þeirra leggja á hámarksútsvar 14,52%. Mismunurinn er 0,82% sem bæjarstjórn Garðabæjar lætur íbúana njóta. Útsvarsstofn Garðabæjar 2022 er um 104 milljarðar króna. Skattsparnaður Garðbæinga af útsvari í ár, miðað við að ef hámarksútsvar væri lagt á útsvarsgreiðendur í bænum, er því um 850 milljónir króna. Árlegar ráðstöfunartekjur heimila í Garðabæ hækka sem þessu nemur. Á heilu kjörtímabili eru þetta þrjú þúsund og fjögur hundruð milljónir króna – fyrir heimilin í Garðabæ. Meðalfjölskyldan sparar milljón á sex árum Sé litið til meðal mánaðarlauna á Íslandi 2020 og hækkun launavísitölu frá desember 2020 til janúar 2022 samkvæmt Hagstofu Íslands sparar fjölskylda með meðallaun sem býr í sveitarfélagi þar sem álagningarhlutfall útsvars er 13,70%, líkt og í Garðabæ, eina milljón króna í útsvarsgreiðslur á sex ára tímabili miðað við að ef fjölskyldan byggi við heimilaða hámarks álagningu útsvars 14,52%. Þetta skiptir ungar fjölskyldur (á öllum aldri) í Garðabæ miklu máli. Ég vil vinna áfram fyrir þig Ég hef sem bæjarfulltrúi og formaður menningar- og safnanefndar Garðabæjar síðastliðin átta ár unnið með félögum mínum að mótun samfélagsins okkar hér í Garðabæ. Ég býð bæjarbúum áfram krafta mína til að vinna bæjarfélaginu gagn á næsta kjörtímabili. Nú átt þú leik. Verum með og tökum þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 5. mars nk. Hvetjum líka annað sjálfstæðisfólk í bænum til að gera slíkt hið sama. Hvert atkvæði skiptir máli. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður menningar-og safnanefndar Garðabæjar.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun