Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttatíma okkar á Bylgjunni klukkan tólf segjum við frá því að stjórnvöld hér á landi hafa lokað fyrir flugumferð Rússa í loftrými Íslands. Þá hefur verið lokað fyrir vegabréfsáritanir rússneskra diplómata hér á landi.

Lokað verður á aðgang Rússa að bankakerfinu Swift í dag en það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir rússneskt efnahagslíf.

Boðað hefur verið til mótmæla- og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. 

Farið verður yfir úrslit prófkjöra um helgina fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar og svo verður fjallað um Borgarbyggð þar sem íbúafjöldi gæti tvöfaldast.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×