Handbolti

Gum­mers­bach í topp­sætið á nýjan leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elliði Snær Viðarsson var frábær í liði Gummersbach í kvöld.
Elliði Snær Viðarsson var frábær í liði Gummersbach í kvöld. EPA-EFE/Tamas Kovacs

Íslendingalið Gummersbach er komið í toppsæti þýsku B-deildarinnar í handbolta á nýjan leik eftir öruggan heimasigur á Grosswallstadt í kvöld, lokatölur 35-27.

Elliði Snær Vignisson fór mikinn í liði Gummersbach í kvöld. Hann skoraði fjögur mörk úr aðeins fimm skotum af línunni og stóð sig með prýði í vörninni. Hákon Daði Styrmisson leikur ekki með meira með Gummersbach á leiktíðinni en hann sleit krossband í hné fyrir áramót.

Guðjón Valur Sigurðsson er sem fyrr þjálfari Gummersbach. Hann er á sínu öðru tímabili sem þjálfari liðsins og stefnan er sett á deild þeirra bestu á næstu leiktíð.

Eftir 35-27 sigur kvöldsins er liðið með 36 stig í 1. sæti B-deildar þegar 23 leikir hafa verið spilaðir. Nordhorn-Lingen er með jafn mörg stig í 2. sæti deildarinnar en hefur leikið leik meira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×