Ég las það í Samúel Álfur Birkir Bjarnason skrifar 1. mars 2022 11:30 Þegar ég var að alast upp voru Samtökin ’78 staðreynd. Fyrir mér var ekkert eðlilegra en að á Íslandi væri starfrækt félag sem talaði fyrir mannréttindum homma og lesbía og síðar sífellt fleiri hópa hinsegin fólks. En þótt ég hafi framan af tekið Samtökunum ’78 sem sjálfsögðum er það í raun fjarstæða. Samtökin og árangur þeirra eru sprottin upp úr framtakssemi og þrautseigju félagsfólks og framfarirnar sem ég hef séð í málefnum hinsegin fólks á minni ævi hefðu fæstar orðið nema fyrir tilstilli fólks innan Samtakanna ’78. Staðfest samvist fólks af sama kyni (1996), ein hjúskaparlög (2010) og lög um kynrænt sjálfræði (2019) eru dæmi um þýðingarmiklar réttarbætur sem við höfum náð í gegn. Við megum þó aldrei taka áunnum réttindum okkar sem gefnum eða óhagganlegum eins og sést til dæmis í opinberum „LGBT-lausum svæðum” í Póllandi (2020) sem fara stækkandi og „Don’t say gay“ frumvarpinu í Flórída (2022) sem tekur allan hinseginleika af dagskrá skóla og takmarkar tjáningarfrelsi hinsegin nemenda. Hvort tveggja strokar út réttindi, sögu og öryggi hinsegin fólks. Sagan sýnir okkur að þegar sýnileiki okkar er farinn að þrýsta á ramma hins heterónormatíva getur mótlætið aukist og það fellur í skaut okkar sem á eftir komum að standa vörð um afrakstur brautryðjenda fyrri kynslóða. Og þótt Samtökin ’78 séu löngu orðin staðreynd eru verkefnin enn fjölmörg. Hver er staða hinsegin fólks á vinnumarkaði? Rannsókn BHM og Samtakanna ’78 kortleggur mögulegan launamun og nýtist við að skipuleggja mótvægisaðgerðir. Hvernig grípum við unglinga sem eru að feta sig í hinseginleikanum? Félagsmiðstöð Samtakanna ’78 fyrir hinsegin ungmenni hefur gert þeim auðveldara að vera þau sjálf fyrr í lífinu og finna styrk í félagsskap annarra ungmenna. Hvað verður um hinsegin fólk þegar það eldist? Það hættir ekki að vera hommar, lesbíur, tvíkynhneigt, trans, intersex eða annars konar hinsegin en hættan er sú að það fari í felur þegar hinsegin samferðafólkinu fækkar og aðstæður breytast. Ekkert okkar á að þurfa fara aftur inn í skápinn og fela sig. Hvorki vegna afturhalds stjórnvalda eins og sést í Póllandi, Bandaríkjunum og víðar, né vegna mögulegs mótlætis samfélagsins og allra síst á hjúkrunarheimili við Hringbraut. Það er þess vegna sem ég býð fram krafta mína. Til að varðveita allt sem áunnist hefur og nýta hvert tækifæri til að gera samfélagið að betri stað fyrir okkur líkt og fyrirrennarar mínir hafa gert síðan þau lásu það í Samúel. Höfundur er í framboði til formanns Samtakanna ’78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Sjá meira
Þegar ég var að alast upp voru Samtökin ’78 staðreynd. Fyrir mér var ekkert eðlilegra en að á Íslandi væri starfrækt félag sem talaði fyrir mannréttindum homma og lesbía og síðar sífellt fleiri hópa hinsegin fólks. En þótt ég hafi framan af tekið Samtökunum ’78 sem sjálfsögðum er það í raun fjarstæða. Samtökin og árangur þeirra eru sprottin upp úr framtakssemi og þrautseigju félagsfólks og framfarirnar sem ég hef séð í málefnum hinsegin fólks á minni ævi hefðu fæstar orðið nema fyrir tilstilli fólks innan Samtakanna ’78. Staðfest samvist fólks af sama kyni (1996), ein hjúskaparlög (2010) og lög um kynrænt sjálfræði (2019) eru dæmi um þýðingarmiklar réttarbætur sem við höfum náð í gegn. Við megum þó aldrei taka áunnum réttindum okkar sem gefnum eða óhagganlegum eins og sést til dæmis í opinberum „LGBT-lausum svæðum” í Póllandi (2020) sem fara stækkandi og „Don’t say gay“ frumvarpinu í Flórída (2022) sem tekur allan hinseginleika af dagskrá skóla og takmarkar tjáningarfrelsi hinsegin nemenda. Hvort tveggja strokar út réttindi, sögu og öryggi hinsegin fólks. Sagan sýnir okkur að þegar sýnileiki okkar er farinn að þrýsta á ramma hins heterónormatíva getur mótlætið aukist og það fellur í skaut okkar sem á eftir komum að standa vörð um afrakstur brautryðjenda fyrri kynslóða. Og þótt Samtökin ’78 séu löngu orðin staðreynd eru verkefnin enn fjölmörg. Hver er staða hinsegin fólks á vinnumarkaði? Rannsókn BHM og Samtakanna ’78 kortleggur mögulegan launamun og nýtist við að skipuleggja mótvægisaðgerðir. Hvernig grípum við unglinga sem eru að feta sig í hinseginleikanum? Félagsmiðstöð Samtakanna ’78 fyrir hinsegin ungmenni hefur gert þeim auðveldara að vera þau sjálf fyrr í lífinu og finna styrk í félagsskap annarra ungmenna. Hvað verður um hinsegin fólk þegar það eldist? Það hættir ekki að vera hommar, lesbíur, tvíkynhneigt, trans, intersex eða annars konar hinsegin en hættan er sú að það fari í felur þegar hinsegin samferðafólkinu fækkar og aðstæður breytast. Ekkert okkar á að þurfa fara aftur inn í skápinn og fela sig. Hvorki vegna afturhalds stjórnvalda eins og sést í Póllandi, Bandaríkjunum og víðar, né vegna mögulegs mótlætis samfélagsins og allra síst á hjúkrunarheimili við Hringbraut. Það er þess vegna sem ég býð fram krafta mína. Til að varðveita allt sem áunnist hefur og nýta hvert tækifæri til að gera samfélagið að betri stað fyrir okkur líkt og fyrirrennarar mínir hafa gert síðan þau lásu það í Samúel. Höfundur er í framboði til formanns Samtakanna ’78.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar