Engin bótaskylda eftir blóðugt slys í hjólreiðakeppni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. mars 2022 20:36 Slysið átti sér stað fyrir tæpum fimm árum síðan. Vísir Vegagerðin er ekki bótaskyld vegna slyss í hjólreiðakeppninni KIA Gullhringnum sem fram fór þann 8. júlí 2017. Hjólreiðamaður slasaðist alvarlega þegar dekk á hjóli hans fór ofan í rauf á kindahliði. Hann kastaðist um átta metra, hlaut beinbrot og reiðhjól hans brotnaði í tvennt. Hjólreiðaslysið varð á Skálholtsvegi við Brúará er fimm hjólreiðamenn skullu saman í miðri keppni. Fréttastofa fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma en sá sem slasaðist var hjólreiðakappinn Hörður Ragnarsson. Hann var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar og með alvarlega áverka í andliti. Hann meðal annars kinnbeins- og þumalbrotnaði, efri vör hans rifnaði og hana þurfti að sauma saman. Hjólreiðakappinn höfðaði mál gegn Vegagerðinni vegna slyssins en dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi. Hörður krafðist þess að viðurkennd yrði skaðabótaskylda Vegagerðarinnar vegna meiðslanna sem hann hlaut. Hann þurfti meðal annars að gangast undir ítrekaðar aðgerðir og var óvinnufær í ríflega fjórar vikur vegna slyssins. Hörður bar fyrir sig að Vegagerðin hefði sýnt gáleysi við vegahald. Slysið hafi átt sér stað á þjóðvegi og stofnunin beri ábyrgð á því að tryggja öryggi hjólreiðafólks auk annarra vegfarenda. Augljós hætta hafi stafað af kindahliðinu og frágangur hliðsins hafi borið með sér vott af hirðuleysi af hálfu Vegagerðarinnar. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ákveðið að höfða málið einfaldlega vegna þess að hann hafði áhyggjur af því að þetta gæti komið fyrir aðra. Vegagerðin hafi enn ekki aðhafst og enn séu „slysagildrur“ á borð við þá sem hann kveðst hafa lent í, víða á vegum landsins. Hann segist ekki viss hvort til standi að áfrýja dómnum en telur að dómur, færi hann á annan veg, gæti orðið fordæmisgefandi. „Ég hafði aðallega áhuga á því að hreyfa aðeins við Vegagerðinni, fá þau til að taka þessu aðeins meira alvarlega en þessi dómur er ekki að fara að gera það, því miður. Ég hafði farið í þetta mál fyrst og fremst af því að ég sá að Vegagerðin hafði ekki breytt þessu neitt síðan slysið gerðist.“ Slysið hafi einfaldlega verið óhapp Fyrir héraðsdómi var í málatilbúnaði Vegagerðarinnar vakin athygli á því að stofnunin gæti ekki séð til þess að hvergi væri hola eða rauf á löngu vegakerfi landsins, sem valdið gæti óhappi. Þar að auki hafi Vegagerðin ekki haft upplýsingar um fyrirhugaða keppni og ekki gefist tækifæri til að kanna ástand vegarins sérstaklega fyrir keppnina. Þá var því einnig borið við af hálfu Vegagerðarinnar að hliðið væri ekki hættulegt ökumönnum og hjólhreiðamönnum á hefðbundnum reiðhjólum. Hörður hafi verið á rúmlega 40 kílómetra hraða og þar að auki hafi hann átt að sýna sérstaka aðgæslu, enda á keppnishjóli með örmjóum dekkjum. Slysið hafi einfaldlega verið óhapp. Héraðsdómur tók undir með Vegagerðinni og sagði að ekki fengi séð að hliðið skapaði hættu undir venjulegum kringumstæðum. Hjólið sem Hörður á hafi verið með sérstaklega útbúið til keppnishjólreiða, og ekki var fallist á að Vegagerðin hafi sýnt af sér gáleysi. Stofnunin hafi ekki getað séð þetta „einskæra óhappatilvik“ fyrir. „Þegar höfð er hliðsjón af umfangi íslenska vegakerfisins og því álagi sem það er undir, meðal annars vegna óblíðra náttúruafla, verður vart talið að það nái skilmerkjum gáleysis að ekki hafi verið búið að uppgötva og bregðast við þessari rauf,“ segir í niðurstöðum héraðsdóms sem sýknaði Vegagerðina í málinu. Hjólreiðar Vegagerð Dómsmál Bláskógabyggð Tengdar fréttir „Það var blóð og brotin hjól út um allt“ Erla Sigurlaug Sigurðardóttir var ein þeirra sem slasaðist alvarlega í keppni í Gullhringnum á Laugarvatni um helgina. 10. júlí 2017 19:00 Einar Bárðar: Hætturnar alltaf til staðar og því erfitt að fyrirbyggja slys sem þessi Gripið var til allra tiltækra öryggisráðstafana fyrir keppnina, segir Einar Bárðarson. 10. júlí 2017 14:42 Hjólreiðaslysið rakið til kindahliðs Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi 9. júlí 2017 12:14 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Sjá meira
Hjólreiðaslysið varð á Skálholtsvegi við Brúará er fimm hjólreiðamenn skullu saman í miðri keppni. Fréttastofa fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma en sá sem slasaðist var hjólreiðakappinn Hörður Ragnarsson. Hann var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar og með alvarlega áverka í andliti. Hann meðal annars kinnbeins- og þumalbrotnaði, efri vör hans rifnaði og hana þurfti að sauma saman. Hjólreiðakappinn höfðaði mál gegn Vegagerðinni vegna slyssins en dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi. Hörður krafðist þess að viðurkennd yrði skaðabótaskylda Vegagerðarinnar vegna meiðslanna sem hann hlaut. Hann þurfti meðal annars að gangast undir ítrekaðar aðgerðir og var óvinnufær í ríflega fjórar vikur vegna slyssins. Hörður bar fyrir sig að Vegagerðin hefði sýnt gáleysi við vegahald. Slysið hafi átt sér stað á þjóðvegi og stofnunin beri ábyrgð á því að tryggja öryggi hjólreiðafólks auk annarra vegfarenda. Augljós hætta hafi stafað af kindahliðinu og frágangur hliðsins hafi borið með sér vott af hirðuleysi af hálfu Vegagerðarinnar. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ákveðið að höfða málið einfaldlega vegna þess að hann hafði áhyggjur af því að þetta gæti komið fyrir aðra. Vegagerðin hafi enn ekki aðhafst og enn séu „slysagildrur“ á borð við þá sem hann kveðst hafa lent í, víða á vegum landsins. Hann segist ekki viss hvort til standi að áfrýja dómnum en telur að dómur, færi hann á annan veg, gæti orðið fordæmisgefandi. „Ég hafði aðallega áhuga á því að hreyfa aðeins við Vegagerðinni, fá þau til að taka þessu aðeins meira alvarlega en þessi dómur er ekki að fara að gera það, því miður. Ég hafði farið í þetta mál fyrst og fremst af því að ég sá að Vegagerðin hafði ekki breytt þessu neitt síðan slysið gerðist.“ Slysið hafi einfaldlega verið óhapp Fyrir héraðsdómi var í málatilbúnaði Vegagerðarinnar vakin athygli á því að stofnunin gæti ekki séð til þess að hvergi væri hola eða rauf á löngu vegakerfi landsins, sem valdið gæti óhappi. Þar að auki hafi Vegagerðin ekki haft upplýsingar um fyrirhugaða keppni og ekki gefist tækifæri til að kanna ástand vegarins sérstaklega fyrir keppnina. Þá var því einnig borið við af hálfu Vegagerðarinnar að hliðið væri ekki hættulegt ökumönnum og hjólhreiðamönnum á hefðbundnum reiðhjólum. Hörður hafi verið á rúmlega 40 kílómetra hraða og þar að auki hafi hann átt að sýna sérstaka aðgæslu, enda á keppnishjóli með örmjóum dekkjum. Slysið hafi einfaldlega verið óhapp. Héraðsdómur tók undir með Vegagerðinni og sagði að ekki fengi séð að hliðið skapaði hættu undir venjulegum kringumstæðum. Hjólið sem Hörður á hafi verið með sérstaklega útbúið til keppnishjólreiða, og ekki var fallist á að Vegagerðin hafi sýnt af sér gáleysi. Stofnunin hafi ekki getað séð þetta „einskæra óhappatilvik“ fyrir. „Þegar höfð er hliðsjón af umfangi íslenska vegakerfisins og því álagi sem það er undir, meðal annars vegna óblíðra náttúruafla, verður vart talið að það nái skilmerkjum gáleysis að ekki hafi verið búið að uppgötva og bregðast við þessari rauf,“ segir í niðurstöðum héraðsdóms sem sýknaði Vegagerðina í málinu.
Hjólreiðar Vegagerð Dómsmál Bláskógabyggð Tengdar fréttir „Það var blóð og brotin hjól út um allt“ Erla Sigurlaug Sigurðardóttir var ein þeirra sem slasaðist alvarlega í keppni í Gullhringnum á Laugarvatni um helgina. 10. júlí 2017 19:00 Einar Bárðar: Hætturnar alltaf til staðar og því erfitt að fyrirbyggja slys sem þessi Gripið var til allra tiltækra öryggisráðstafana fyrir keppnina, segir Einar Bárðarson. 10. júlí 2017 14:42 Hjólreiðaslysið rakið til kindahliðs Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi 9. júlí 2017 12:14 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Sjá meira
„Það var blóð og brotin hjól út um allt“ Erla Sigurlaug Sigurðardóttir var ein þeirra sem slasaðist alvarlega í keppni í Gullhringnum á Laugarvatni um helgina. 10. júlí 2017 19:00
Einar Bárðar: Hætturnar alltaf til staðar og því erfitt að fyrirbyggja slys sem þessi Gripið var til allra tiltækra öryggisráðstafana fyrir keppnina, segir Einar Bárðarson. 10. júlí 2017 14:42
Hjólreiðaslysið rakið til kindahliðs Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi 9. júlí 2017 12:14