Kvennalið sektað um 64 milljónir króna fyrir að fljúga eins og karlaliðin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2022 13:31 Sabrina Ionescu er stærsta stjarna New York Liberty liðsins en hún var súperstjarna í bandaríska háskólaboltanum. Getty/Sarah Stier Í sumum atvinnumannadeildum heimsins er hreinlega bannað að hugsa of vel um leikmenn sína. Þá erum við ekki að tala um laun eða launaþak heldur ferðalög leikmanna á milli leikja. Forráðamenn WNBA-körfuboltaliðsins New York Liberty fengu svakalega sekt í andlitið fyrir að auðvelda leikmönnum sínum ferðalagið á milli leikja eins og öll liðin í NBA deild karlanna gera. Einkaflugvélar eru fastur ferðamáti karlaliðanna í NBA-deildinni en þær hafa þótt of dýr ferðamáti fyrir liðin í kvennadeildinni. The New York Liberty were fined $500,000 for chartering flights to away games during the second half of the WNBA season, a source told ESPN.More: https://t.co/shLHrvMY8q pic.twitter.com/GgCuSqNGF7— ESPN (@espn) March 2, 2022 Það er því bannað að leigja einkaflugvélar fyrir liðin í deildinni og þá reglu brutu forráðamenn New York Liberty liðsins á síðustu leiktíð. Sektin hljómaði upp á fimm hundruð þúsund Bandaríkjadali eða um 64 milljónir króna. Þetta er hæsta sektin í sögu deildarinnar. Nýr yfirmaður WNBA-deildarinnar, Cathy Engelbert, veitti reyndar undanþágu í úrslitakeppni WNBA í fyrra þannig að liðið gátu ferðast með einkaflugvélum en það er aftur á móti stranglega bannað í deildarkeppninni. Einkaflugvélarnar eru bannaðar til að halda sömu línu í deildinni því þótt að sumir eigendur hafi efni á slíku þá eru margir ag eigendum WNBA-félaganna sem hafa ekki efni á því. Það eru ekki sömu peningar í WNBA-deildinni og í NBA-deildinni. View this post on Instagram A post shared by HighlightHER (@highlighther) Joe og Clara Tsa, eigendur New York Liberty, tóku áhættuna á síðustu leiktíð til að reyna að létta leikmönnum sínum undirbúning sinn fyrir leiki. Í stað þess að þurfa að fara í gegnum saman flugvallarvesenið og hinn venjulegi ferðalangur þá fengu leikmenn að fljúga með einkaflugvél milli leikja. Eigendur hinna liðanna komust að þessu og hótuðu öllu illu samkvæmt frétt hjá Sports Illustrated. Liberty átti fyrst að fá milljón dollara sekt, átti mögulega að missa valrétti í nýliðavalinu og jafnvel að vera rekið úr deildinni. Málið var á endanum leyst á bak við tjöldin og sektin var lækkuð eftir að Liberty notaði ekki einkaflugvél í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Grein Sports Illustrated hefur nú komið þessu máli í sviðsljósið og það er óhætt að segja að það komi ekkert sérstaklega vel út að það sé bannað að hugsa jafnvel um konurnar og hugsað er um karlana. NBA Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Forráðamenn WNBA-körfuboltaliðsins New York Liberty fengu svakalega sekt í andlitið fyrir að auðvelda leikmönnum sínum ferðalagið á milli leikja eins og öll liðin í NBA deild karlanna gera. Einkaflugvélar eru fastur ferðamáti karlaliðanna í NBA-deildinni en þær hafa þótt of dýr ferðamáti fyrir liðin í kvennadeildinni. The New York Liberty were fined $500,000 for chartering flights to away games during the second half of the WNBA season, a source told ESPN.More: https://t.co/shLHrvMY8q pic.twitter.com/GgCuSqNGF7— ESPN (@espn) March 2, 2022 Það er því bannað að leigja einkaflugvélar fyrir liðin í deildinni og þá reglu brutu forráðamenn New York Liberty liðsins á síðustu leiktíð. Sektin hljómaði upp á fimm hundruð þúsund Bandaríkjadali eða um 64 milljónir króna. Þetta er hæsta sektin í sögu deildarinnar. Nýr yfirmaður WNBA-deildarinnar, Cathy Engelbert, veitti reyndar undanþágu í úrslitakeppni WNBA í fyrra þannig að liðið gátu ferðast með einkaflugvélum en það er aftur á móti stranglega bannað í deildarkeppninni. Einkaflugvélarnar eru bannaðar til að halda sömu línu í deildinni því þótt að sumir eigendur hafi efni á slíku þá eru margir ag eigendum WNBA-félaganna sem hafa ekki efni á því. Það eru ekki sömu peningar í WNBA-deildinni og í NBA-deildinni. View this post on Instagram A post shared by HighlightHER (@highlighther) Joe og Clara Tsa, eigendur New York Liberty, tóku áhættuna á síðustu leiktíð til að reyna að létta leikmönnum sínum undirbúning sinn fyrir leiki. Í stað þess að þurfa að fara í gegnum saman flugvallarvesenið og hinn venjulegi ferðalangur þá fengu leikmenn að fljúga með einkaflugvél milli leikja. Eigendur hinna liðanna komust að þessu og hótuðu öllu illu samkvæmt frétt hjá Sports Illustrated. Liberty átti fyrst að fá milljón dollara sekt, átti mögulega að missa valrétti í nýliðavalinu og jafnvel að vera rekið úr deildinni. Málið var á endanum leyst á bak við tjöldin og sektin var lækkuð eftir að Liberty notaði ekki einkaflugvél í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Grein Sports Illustrated hefur nú komið þessu máli í sviðsljósið og það er óhætt að segja að það komi ekkert sérstaklega vel út að það sé bannað að hugsa jafnvel um konurnar og hugsað er um karlana.
NBA Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira