Leggur til að rukka íbúana lóðagjöld áratugi aftur í tímann Snorri Másson skrifar 2. mars 2022 11:59 Teitur Atlason, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Aðsend mynd Teitur Atlason, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, telur borgaryfirvöld vera að reyna að skapa gott veður á meðal valdamikilla íbúa við Einimel, með því að færa lóðamörk þeirra fram um þrjá metra. Hann segir af sér í dag. Í nýju deiliskipulagi frá meirihlutanum í borginni er lagt til að íbúar við Einimel 18-26 fái í sinn hlut samtals um 388 fermetra lóð, sem áður var litið á sem borgarland. Á móti tekur borgin þó um 700 fermetra land, sem hluti íbúanna hefur verið með í fóstri - eins og sagt er - í áratugaraðir. Hér má sjá breytingarnar sem verða á lóðunum: Aldrei verið nein deila um þetta mál Teiti Atlasyni varaborgarfulltrúa Samfylkingarinnar - sem var í 19. sæti á lista flokksins í kosningunum 2018 - misbýður þessi lausn borgarinnar. „Mér finnst þetta enginn millivegur. Ef einhver stelur af þér bíl, þá viltu væntanlega fá bílinn til baka - en ekki bílinn með engum hjólbörðum. Þú vilt bara fá bílinn til baka,“ segir Teitur í samtali við fréttastofu. En ef maður sér fyrir sér að borgin hefði kosið að fara í hart að þá hefðu mögulega hefðarréttarsjónarmið komið þarna inn og sömuleiðis að borgin hafi sjálf sýnt tómlæti þarna í hálfa öld? „Þessu er varpað upp til dæmis af Viðreisn að þarna hafi verið einhverjar deilur í gangi. Það hefur aldrei verið nein deila um þetta mál, það hefur alltaf verið ljóst að Reykjavíkurborg á þessa lóð. Alltaf,“ segir Teitur. En af hverju er þessi ákvörðun þá tekin núna? Teitur segir valdamikið fólk í íslenskum stjórnmálum og efnahagslífi búa við Einimel. „Það fólk hefur mikið vogarafl í pólitískum ákvörðunum. Mér dettur í hug að það sé verið að reyna að skapa gott veður fyrir þetta fólk,“ segir Teitur. Þar vísar hann meðal annars til Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, sem býr í einu húsanna og einnig Hildar Björnsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks. Hún býr að vísu ekki í húsi sem tengist málinu. Egill Aðalsteinsson 388 fermetra lóð í Vesturbæ gæti verið samtals um 20 milljón króna virði. En lóðin sem var alltaf í notkun var að auki um 700 fermetrar - sem má sjá fyrir sér að sé um 35 milljón króna virði ef það hún væri seld. „Þau eru búin að hafa þessa lóð í 30-40 ár. Þetta eru nokkur hundruð fermetrar. Af hverju má þá ekki reikna með að þau borgi þá allavegana lóðagjöld 30-40 ár í tímann, ef að það á að gera þetta upp þetta mál?“ sagði Teitur Atlason. Þess er þó að geta að fæstir íbúanna munu hafa búið í húsunum allan þann tíma sem umræddar lóðir hafa verið í fóstri. Reykjavík Skipulag Deilur um Sundlaugartún Skattar og tollar Samfylkingin Borgarstjórn Tengdar fréttir Þurfa nýjan stað fyrir trampólíníð þegar borgin tekur land sitt til baka Nýtt deiliskipulag við Vesturbæjarlaugina er umdeilt á meðal íbúa - en borgarfulltrúi segir gæði felast í að komast loks að lausn eftir hálfa öld. 1. mars 2022 21:51 Teitur segir af sér vegna Sundlaugartúns: „Þetta er svívirðilegt“ Teitur Atlason varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar ætlar að segja af sér á morgun vegna nýs deiliskipulags við Vesturbæjarlaugina. Hann segir fáránlegt að meirihluti borgarstjórnar hafi leyft eigendum einbýlishúsa að sölsa undir sig lóð við Vesturbæjarlaugina endurgjaldslaust. 1. mars 2022 23:30 „Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39 Þúsund fermetrar sem eigendur þriggja einbýlishúsa hafa girt af Svæðið sem eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa lagt undir sig í leyfisleysi er samanlagt um eitt þúsund fermetrar. 15. október 2018 16:12 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Í nýju deiliskipulagi frá meirihlutanum í borginni er lagt til að íbúar við Einimel 18-26 fái í sinn hlut samtals um 388 fermetra lóð, sem áður var litið á sem borgarland. Á móti tekur borgin þó um 700 fermetra land, sem hluti íbúanna hefur verið með í fóstri - eins og sagt er - í áratugaraðir. Hér má sjá breytingarnar sem verða á lóðunum: Aldrei verið nein deila um þetta mál Teiti Atlasyni varaborgarfulltrúa Samfylkingarinnar - sem var í 19. sæti á lista flokksins í kosningunum 2018 - misbýður þessi lausn borgarinnar. „Mér finnst þetta enginn millivegur. Ef einhver stelur af þér bíl, þá viltu væntanlega fá bílinn til baka - en ekki bílinn með engum hjólbörðum. Þú vilt bara fá bílinn til baka,“ segir Teitur í samtali við fréttastofu. En ef maður sér fyrir sér að borgin hefði kosið að fara í hart að þá hefðu mögulega hefðarréttarsjónarmið komið þarna inn og sömuleiðis að borgin hafi sjálf sýnt tómlæti þarna í hálfa öld? „Þessu er varpað upp til dæmis af Viðreisn að þarna hafi verið einhverjar deilur í gangi. Það hefur aldrei verið nein deila um þetta mál, það hefur alltaf verið ljóst að Reykjavíkurborg á þessa lóð. Alltaf,“ segir Teitur. En af hverju er þessi ákvörðun þá tekin núna? Teitur segir valdamikið fólk í íslenskum stjórnmálum og efnahagslífi búa við Einimel. „Það fólk hefur mikið vogarafl í pólitískum ákvörðunum. Mér dettur í hug að það sé verið að reyna að skapa gott veður fyrir þetta fólk,“ segir Teitur. Þar vísar hann meðal annars til Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, sem býr í einu húsanna og einnig Hildar Björnsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks. Hún býr að vísu ekki í húsi sem tengist málinu. Egill Aðalsteinsson 388 fermetra lóð í Vesturbæ gæti verið samtals um 20 milljón króna virði. En lóðin sem var alltaf í notkun var að auki um 700 fermetrar - sem má sjá fyrir sér að sé um 35 milljón króna virði ef það hún væri seld. „Þau eru búin að hafa þessa lóð í 30-40 ár. Þetta eru nokkur hundruð fermetrar. Af hverju má þá ekki reikna með að þau borgi þá allavegana lóðagjöld 30-40 ár í tímann, ef að það á að gera þetta upp þetta mál?“ sagði Teitur Atlason. Þess er þó að geta að fæstir íbúanna munu hafa búið í húsunum allan þann tíma sem umræddar lóðir hafa verið í fóstri.
Reykjavík Skipulag Deilur um Sundlaugartún Skattar og tollar Samfylkingin Borgarstjórn Tengdar fréttir Þurfa nýjan stað fyrir trampólíníð þegar borgin tekur land sitt til baka Nýtt deiliskipulag við Vesturbæjarlaugina er umdeilt á meðal íbúa - en borgarfulltrúi segir gæði felast í að komast loks að lausn eftir hálfa öld. 1. mars 2022 21:51 Teitur segir af sér vegna Sundlaugartúns: „Þetta er svívirðilegt“ Teitur Atlason varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar ætlar að segja af sér á morgun vegna nýs deiliskipulags við Vesturbæjarlaugina. Hann segir fáránlegt að meirihluti borgarstjórnar hafi leyft eigendum einbýlishúsa að sölsa undir sig lóð við Vesturbæjarlaugina endurgjaldslaust. 1. mars 2022 23:30 „Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39 Þúsund fermetrar sem eigendur þriggja einbýlishúsa hafa girt af Svæðið sem eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa lagt undir sig í leyfisleysi er samanlagt um eitt þúsund fermetrar. 15. október 2018 16:12 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Þurfa nýjan stað fyrir trampólíníð þegar borgin tekur land sitt til baka Nýtt deiliskipulag við Vesturbæjarlaugina er umdeilt á meðal íbúa - en borgarfulltrúi segir gæði felast í að komast loks að lausn eftir hálfa öld. 1. mars 2022 21:51
Teitur segir af sér vegna Sundlaugartúns: „Þetta er svívirðilegt“ Teitur Atlason varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar ætlar að segja af sér á morgun vegna nýs deiliskipulags við Vesturbæjarlaugina. Hann segir fáránlegt að meirihluti borgarstjórnar hafi leyft eigendum einbýlishúsa að sölsa undir sig lóð við Vesturbæjarlaugina endurgjaldslaust. 1. mars 2022 23:30
„Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39
Þúsund fermetrar sem eigendur þriggja einbýlishúsa hafa girt af Svæðið sem eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa lagt undir sig í leyfisleysi er samanlagt um eitt þúsund fermetrar. 15. október 2018 16:12
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent