Úkraínsk tenniskona sló út Rússa og gefur úkraínska hernum allt verðlaunaféð sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2022 15:00 Elina Svitolina fagnar sigri á þeirri rússnesku með táknrænum hætti. AP/ Úkraínska tenniskonan Elina Svitolina vann Rússann Anastasiu Potapovu á móti í Mexíkó sem er hluti af heimsmótaröðinni í tennis. Hún segir þetta hafa verið stóran sigur fyrir sig en um tíma ætlaði hún ekki að mæta til leiks. Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir helgi með öllum þeim hörmungum sem slíkt hefur í för með sér fyrir úkraínsku þjóðina. Úkraínumenn ætla að verja landið sitt og Svitolina vann táknrænan sigur hinum megin við Atlantshafið. Svitolina vann Potapovu örugglega 6-2 og 6-1 á þessu Opna Monterrey tennismóti. Ukraine's Elina Svitolina thrashed Russian Anastasia Potapova at the Monterrey Open, after deciding she could do more for her country by playing than boycotting.— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 2, 2022 Hún hafði áður sagt að hún myndi ekki spila á móti Rússa eða Hvít-Rússa en breytti um skoðun þegar Alþjóðatennissambandið ákvað að Rússar mættu ekki keppa undir nafni eða fána þjóðar sinnar. Svitolina varð þá sannfærð um að hún gerði meira fyrir þjóð sína að vinna leikinn. „Leikurinn í dag var mjög sérstakur fyrir mig. Ég er mjög leið yfir öllu því sem er í gangi en ég er ánægð að fá að spila tennis hér. Ég var einbeitt og sinnti þessu sem sendiför fyrir þjóð mína,“ sagði Elina Svitolina. Words of thanks from @ElinaSvitolina pic.twitter.com/YcnKu6ff95— wta (@WTA) March 2, 2022 „Það er mitt verkefni að sameinaða allt tennissamfélagið að baki Úkraínu og fá alla til að hjálpa Úkraínumönnum því úkraínska fólkið er að fara í gegnum algjöran hrylling. Ég er hér til að keppa fyrir þjóð mína og geri mitt besta til að nýta þennan vettvang til að fá fólk til að styðja við bakið á Úkraínu,“ sagði Svitolina. Svitolina ætlar líka að gefa úkraínska hernum allt verðlaunafé sitt frá mótinu. Tennis Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Sjá meira
Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir helgi með öllum þeim hörmungum sem slíkt hefur í för með sér fyrir úkraínsku þjóðina. Úkraínumenn ætla að verja landið sitt og Svitolina vann táknrænan sigur hinum megin við Atlantshafið. Svitolina vann Potapovu örugglega 6-2 og 6-1 á þessu Opna Monterrey tennismóti. Ukraine's Elina Svitolina thrashed Russian Anastasia Potapova at the Monterrey Open, after deciding she could do more for her country by playing than boycotting.— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 2, 2022 Hún hafði áður sagt að hún myndi ekki spila á móti Rússa eða Hvít-Rússa en breytti um skoðun þegar Alþjóðatennissambandið ákvað að Rússar mættu ekki keppa undir nafni eða fána þjóðar sinnar. Svitolina varð þá sannfærð um að hún gerði meira fyrir þjóð sína að vinna leikinn. „Leikurinn í dag var mjög sérstakur fyrir mig. Ég er mjög leið yfir öllu því sem er í gangi en ég er ánægð að fá að spila tennis hér. Ég var einbeitt og sinnti þessu sem sendiför fyrir þjóð mína,“ sagði Elina Svitolina. Words of thanks from @ElinaSvitolina pic.twitter.com/YcnKu6ff95— wta (@WTA) March 2, 2022 „Það er mitt verkefni að sameinaða allt tennissamfélagið að baki Úkraínu og fá alla til að hjálpa Úkraínumönnum því úkraínska fólkið er að fara í gegnum algjöran hrylling. Ég er hér til að keppa fyrir þjóð mína og geri mitt besta til að nýta þennan vettvang til að fá fólk til að styðja við bakið á Úkraínu,“ sagði Svitolina. Svitolina ætlar líka að gefa úkraínska hernum allt verðlaunafé sitt frá mótinu.
Tennis Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Sjá meira