Innrás Rússa í Úkraínu

Innrás Rússa í Úkraínu

Fréttir af yfirstandandi innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Trump ekki boðað friðar­á­ætlun fyrir Úkraínu heldur undan­hald og flótta frá prinsippum

Það sem komið hefur frá Trump og hans mönnum er auðvitað ekki friðaráætlun fyrir Úkraínu, heldur undanhald og flótti frá prinsippum. Þá hefur Trump stjórnin ofan í kaupið hallað Bandaríkjunum að Rússum og sjónarmiði þeirra um að Úkraína beri í reynd ábyrgð á stríðinu, gagnrýnt Zelensky Úkraínuforseta og niðurlægt – og tekið ennfremur undir lýsingar Rússa á honum sem einræðisherra.

Umræðan
Fréttamynd

Starmer segir tíma að­gerða til kominn

Forsætisráðherra Bretlands hyggst mynda bandalag fúsra þjóða til að stíga með beinum hætti inn í varnir Úkraínu komi til vopnahlés. Bretland sé tilbúið að senda herlið til Úkraínu til að gæta þess að staðið sé við skilmála vopnahlés.

Erlent
Fréttamynd

Hundruð Banda­ríkja­manna mót­mæltu í nafni Úkraínu

Mótmæli til stuðnings Úkraínu hafa farið fram víða um Bandaríkin í dag. Tilefnið er uppákoman í Hvíta húsinu í fyrradag þegar rifrildi braust út á milli Donalds Trump Bandaríkjaforseta, varaforsetans JD Vance og Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta.

Erlent
Fréttamynd

Vonast til að geta átt gott sam­band við Trump

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington.

Erlent
Fréttamynd

Áður ó­séð hegðun Banda­ríkja­manna gagn­vart vinaþjóðum

Prófessor í stjórnmálafræði segir fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í gær vera hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu í heild sinni. Óbrúanleg gjá sé að myndast þar sem ráðamenn Evrópu keppast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu á meðan bandarísk stjórnvöld sýna fram á áður óséða hegðun gagnvart bandamönnum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Selenskí mætti í við­tal hjá Fox: Í­trekaði þakk­læti sitt til Banda­ríkjanna

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ítrekaði þakklæti sitt til bandarísku þjóðarinnar í viðtali á Fox sjónvarpsstöðinni vestra í kvöld í framhaldi af því sem mætti kalla hitafund forsetans með forseta og varaforseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í kvöld. Í tæplega hálftíma viðtali talaði Selenskí aldrei illa um Bandaríkjaforseta, baðst ekki afsökunar og sagði mikilvægt að samskipti væri hreinskiptin.

Erlent
Fréttamynd

„Við gefumst ekki upp á ykkur“

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lýsti yfir stuðningi Íslands við Úkraínu eftir að upp úr sauð á fundi Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta.

Innlent
Fréttamynd

„Nötur­legt að horfa upp á þetta“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það hafa verið sorglegt að horfa upp á spennuþrunginn fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Upp úr sauð og Trump sagði Selenskí vanþakklátan og leika sér að heimsstyrjöld.

Erlent
Fréttamynd

Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heims­styrj­öld

Spennan var áþreifanleg á fundi Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, Donalds Trump Bandaríkjaforseta og J.D. Vance varaforseta og orðskiptin kaldranaleg. Fulltrúar Bandaríkjanna saka Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og segja hann hætta á heimsstyrjöld.

Erlent
Fréttamynd

„Breskir her­menn geta séð um sig sjálfir“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist vilja friðarsamkomulag varðandi innrás Rússa í Úkraínu áður en hægt sé að senda evrópska hermenn til Úkraínu til að tryggja frið. Þá gaf hann í skyn að samkomulag milli hans og Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, gæti táknað aðkomu Bandaríkjanna að öryggistryggingu handa Úkraínumönnum.

Erlent
Fréttamynd

„En við munum sjá til þess að allt fari vel“

Búist er við því að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, muni ferðast til Washington DC á föstudaginn og skrifa undir samkomulag við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um samstarf á sviði efnahagsmála. Samkomulagið þykir mikilvægt og Trump sagði í dag að það gæti fært Bandaríkjamönnum fúlgur fjár en frekari viðræður eru þó nauðsynlegar.

Erlent
Fréttamynd

Cham­berlain eða Churchill leiðin?

Nýjar sviptingar á pólitíska sviðinu sýna fram á að það er ekki einungis járntjald í Evrópu heldur eru að myndast járnveggir báðum megin við álfuna. Það lítur út fyrir að Bandaríkin séu mögulega í fyrsta skiptið að snúa bakinu við Evrópu, allavegana í orði, og rétta fram sáttarhönd til Rússlands þess í stað.

Skoðun
Fréttamynd

Bar­átta fyrir mann­réttindum aldrei verið mikil­vægari

Blikur eru á lofti í alþjóðamálum og þá stöðu ber að taka alvarlega. Í fyrsta sinn í áttatíu ár er barist um landamæri á meginlandi Evrópu. Alþjóðalög eiga undir högg að sækja, bæði í Evrópu, Mið-Austurlöndum og víðar. Merki eru um að leiðtogar stórveldanna telji sig í krafti máttarins geta vélað um málefni annarra og smærri ríkja án þess að nægilegur gaumur sé gefinn að sjónarmiðum þeirra. 

Skoðun