Þar sem hjartað slær – íþróttastarf í Garðabæ Stella Stefánsdóttir skrifar 2. mars 2022 14:00 Það má með sanni segja að skipulagt íþróttastarf í Garðabæ sé mikilvæg stoð í samfélaginu og hlutverk íþróttastarfs sé í raun mikið stærra en að veita „bara“ íþróttalegt uppeldi. Íþróttir hafa mikið forvarnargildi, auka samkennd og samheldni íbúa og hafa oftast jákvæð áhrif á bæjarbrag. En oft og tíðum hefur sál og hjarta samfélagsins í Garðabæ einmitt slegið í takt við gengi Stjörnunnar eða annarra íþróttafélaga. Byggjum upp sterka einstaklinga Bærinn á áfram að hlúa vel að afreksíþróttafólki. Halda áfram að styðja við bakið á því í víðum skilningi með það að markmiði að byggja upp sterka eintaklinga með heilbrigða sjálfsmynd til framtíðar. Bærinn á að leggja metnað í að bjóða iðkendum framúrskarandi aðstöðu til æfinga og keppni árið um kring. Fjölbreytt íþrótta- og frístundastarf Það hentar hins vegar ekki öllum að stefna á íþróttaiðkun á afreksstigi. Fjöldi barna, ungmenna, og í raun fólks á öllum aldri stundar allskyns íþróttir og heilsurækt af öðrum ástæðum eins og t.d. til að efla hreysti eða út af góðum félagsskap. Styrkja þarf áframhaldandi samstarf Garðabæjar við frjáls félög sem vinna að skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi í Garðabæ. Þátttaka fólks í íþróttum, frístundastarfi og hreyfingu hefur forvarnargildi óháð aldri. Þess vegna þarf að leggja áherslu á að efla virkni fólks á öllum aldursskeiðum, ekki síst þegar árunum fjölgar. Brottfall úr skipulögðu íþróttastarfi er algengt á aldursbilinu 15 til 18 ára. Leita þarf leiða til að grípa þessi ungmenni og aðra sem finna sig ekki í „hefðbundnu“ starfi í einhverskonar skipulagt íþrótta- eða frístundastarf eða til að stunda heilbrigða hreyfingu. Þess vegna á Garðabær að styðja ríkulega við og tryggja fjölbreytta nálgun á íþrótta- og frístundastarfi fyrir íbúa á öllum aldri. Þá þarf að standa vörð um jafnrétti kynja og fylgja því markvisst eftir þegar stuðningur er veittur. Hlúum að klappstýrunum Á bak við iðkendur eru foreldrar, systkini, börn og jafnvel heilu fjölskyldurnar. Þessi hópur á bak við iðkendur sem nær í raun langt út fyrir íþróttavöllinn er mikilvægur stuðningur við íþróttastarf og er oft uppspretta viðburða, ferðalaga og góðra vintatengsla. Hlúa þarf að og styðja við öflugt starf sjálfboðaliða og stuðningsmanna íþróttafélaga enda er stuðningur þeirra ómetanlegur fyrir félögin og ákaflega mikilvægur hlekkur í samheldni og samkennd íbúa og bæjarbrag. Hugsum íþróttamannvirki sem samfélagsmiðstöðvar Í Garðabæ hefur verið lagður metnaður í að byggja upp góða íþróttaaðstöðu. Tilkoma Miðgarðs mun stórefla aðstöðu til íþrótta- og frístundastarfs í Garðabæ. Það má segja að öll íþróttamannvirki séu einhverskonar samfélagsmiðstöðvar. Þar hittist fólk og tekur púlsinn á málefnum líðandi stundar. Við þurfum að bæta aðstöðu fólks til félagslegrar samveru í íþróttamannvirkjum bæjarins. Tryggja þarf áfram greiðan aðgang íbúa á öllum aldri að góðri íþrótta- og félagsaðstöðu í nærumhverfinu, sé þess kostur. Það þarf að huga vel að viðhaldi íþróttamannvirkja, leggja kapp á að að yngri börn geti stundað stærri íþróttagreinarnar í nálægð við heimili sitt og að umfang íþróttamannvirkja vaxi í takt við fólksfjölgun. Þá er einnig löngu tímabært að fá spennandi líkamsrækt miðsvæðis í Garðabæ. Höfundur er varabæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Stefánsdóttir Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Íþróttir barna Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það má með sanni segja að skipulagt íþróttastarf í Garðabæ sé mikilvæg stoð í samfélaginu og hlutverk íþróttastarfs sé í raun mikið stærra en að veita „bara“ íþróttalegt uppeldi. Íþróttir hafa mikið forvarnargildi, auka samkennd og samheldni íbúa og hafa oftast jákvæð áhrif á bæjarbrag. En oft og tíðum hefur sál og hjarta samfélagsins í Garðabæ einmitt slegið í takt við gengi Stjörnunnar eða annarra íþróttafélaga. Byggjum upp sterka einstaklinga Bærinn á áfram að hlúa vel að afreksíþróttafólki. Halda áfram að styðja við bakið á því í víðum skilningi með það að markmiði að byggja upp sterka eintaklinga með heilbrigða sjálfsmynd til framtíðar. Bærinn á að leggja metnað í að bjóða iðkendum framúrskarandi aðstöðu til æfinga og keppni árið um kring. Fjölbreytt íþrótta- og frístundastarf Það hentar hins vegar ekki öllum að stefna á íþróttaiðkun á afreksstigi. Fjöldi barna, ungmenna, og í raun fólks á öllum aldri stundar allskyns íþróttir og heilsurækt af öðrum ástæðum eins og t.d. til að efla hreysti eða út af góðum félagsskap. Styrkja þarf áframhaldandi samstarf Garðabæjar við frjáls félög sem vinna að skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi í Garðabæ. Þátttaka fólks í íþróttum, frístundastarfi og hreyfingu hefur forvarnargildi óháð aldri. Þess vegna þarf að leggja áherslu á að efla virkni fólks á öllum aldursskeiðum, ekki síst þegar árunum fjölgar. Brottfall úr skipulögðu íþróttastarfi er algengt á aldursbilinu 15 til 18 ára. Leita þarf leiða til að grípa þessi ungmenni og aðra sem finna sig ekki í „hefðbundnu“ starfi í einhverskonar skipulagt íþrótta- eða frístundastarf eða til að stunda heilbrigða hreyfingu. Þess vegna á Garðabær að styðja ríkulega við og tryggja fjölbreytta nálgun á íþrótta- og frístundastarfi fyrir íbúa á öllum aldri. Þá þarf að standa vörð um jafnrétti kynja og fylgja því markvisst eftir þegar stuðningur er veittur. Hlúum að klappstýrunum Á bak við iðkendur eru foreldrar, systkini, börn og jafnvel heilu fjölskyldurnar. Þessi hópur á bak við iðkendur sem nær í raun langt út fyrir íþróttavöllinn er mikilvægur stuðningur við íþróttastarf og er oft uppspretta viðburða, ferðalaga og góðra vintatengsla. Hlúa þarf að og styðja við öflugt starf sjálfboðaliða og stuðningsmanna íþróttafélaga enda er stuðningur þeirra ómetanlegur fyrir félögin og ákaflega mikilvægur hlekkur í samheldni og samkennd íbúa og bæjarbrag. Hugsum íþróttamannvirki sem samfélagsmiðstöðvar Í Garðabæ hefur verið lagður metnaður í að byggja upp góða íþróttaaðstöðu. Tilkoma Miðgarðs mun stórefla aðstöðu til íþrótta- og frístundastarfs í Garðabæ. Það má segja að öll íþróttamannvirki séu einhverskonar samfélagsmiðstöðvar. Þar hittist fólk og tekur púlsinn á málefnum líðandi stundar. Við þurfum að bæta aðstöðu fólks til félagslegrar samveru í íþróttamannvirkjum bæjarins. Tryggja þarf áfram greiðan aðgang íbúa á öllum aldri að góðri íþrótta- og félagsaðstöðu í nærumhverfinu, sé þess kostur. Það þarf að huga vel að viðhaldi íþróttamannvirkja, leggja kapp á að að yngri börn geti stundað stærri íþróttagreinarnar í nálægð við heimili sitt og að umfang íþróttamannvirkja vaxi í takt við fólksfjölgun. Þá er einnig löngu tímabært að fá spennandi líkamsrækt miðsvæðis í Garðabæ. Höfundur er varabæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun