Þarf að greiða 1,5 milljón í tannlæknakostnað Inga Bryndís Árnadóttir skrifar 2. mars 2022 20:30 Krabbameinsmeðferð getur haft veruleg áhrif á tannheilsu fólks og er það gífurlega kostnaðarsamt. Þegar þú greinist með krabbamein er ekki það fyrsta sem þú hugsar að fara til tannlæknis til að meta tannheilsu þína en sú heimsókn getur hins vegar sparað þér hundruði þúsunda síðar meir. Afleiðingar lyfja- og geislameðferðar geta valdið breytingum á slímhúð munns og munnvatnskirtla. Þetta getur raskað heilbrigðu jafnvægi baktería og leitt til munnsára, sýkinga, tannskemda og munnþurrks. Oft koma þessar afleiðingar jafnvel ekki fram fyrr en löngu eftir að krabbameinsmeðferð lýkur. Um síðustu áramót urðu breytingar á reglugerð nr. 451/2013 er varðar þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar sem tengjast sjúkdómum og var greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga (SÍ) hækkuð í 80% auk þess sem gjaldskrá var uppfærð sem var orðið löngu tímabært. Við í Krafti fögnum öllum litlum skrefum í rétta átt en betur má ef duga skal. Við vekjum athygli á að mikið ósamræmi er á verðskrá SÍ og verðskrá tannlækna sem og að sönnunarbyrði krabbameinsgreindra er mikil til að niðurgreiðsla fáist. Félagsmaður okkar í Krafti þarf til dæmis að greiða úr eigin vasa 1,5 milljón króna þrátt fyrir að viðkomandi fái fulla niðurgreiðslu frá SÍ vegna tannskemmda sem urðu til vegna aukaverkana í lyfjameðferð. Þetta stafar af misræmi í verðskrá Sjúkratrygginga og verðskrá tannlækna. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu mikill kostnaður það er fyrir ungan einstakling með fjölskyldu og börn á framfæri. Þá er sönnunarbyrði einstaklinga mikil til að fá niðurgreiðslu sem gerir það að verkum að viðkomandi þarf að taka út tannheilsu sína hjá tannlækni áður en meðferð hefst með dagsettum myndum af ásigkomulagi tanna og tannholds fyrir krabbameinsmeðferð. Það gefur auga leið að þegar fólk fær krabbameinsgreiningu eru aðrir og mikilvægari hlutir í huga en að skella sér í ástandsskoðun á settinu korter í meðferð. Þó ekki sé minnst á að oft gefst ekki tími þarna á milli enda getur verið langur biðlisti hjá tannlæknum. Engu að síður er mjög mikilvægt að krabbameinslæknar séu vakandi fyrir þessum aukaverkunum og bendi sjúklingum sínum á að láta taka út tannheilsu áður en meðferð hefst. Sækja þarf um greiðsluþátttöku SÍ áður en að meðferð hefst en ef sönnun er ekki fyrir hendi neitar SÍ alfarið að taka þátt í kostnaði svo krabbameinsgreindir gætu þurft að leita réttar síns fyrir úrskurðarnefnd velferðarmála sem getur reynst tímafrekt og erfitt og ekki víst að málið falli einstaklingi í vil. Það er alltaf áfall að greinast með krabbamein sama á hvaða aldri þú ert. En ungt fólk sem greinist er oft á tíðum að koma undir sig fótunum, hafa meiri fjárhagslegar skuldbindingar og fjölskyldu á framfæri. Það er því svívirðilegt að slíkur kostnaður eins og hér hefur verið settur fram sé raunverulegt dæmi úr okkar samtíma. Það er virkileg þörf á að tannlækningar verði viðurkenndur kostnaður sem getur fallið til vegna krabbameinsmeðferðar og að tannskemmdir geti verið aukaverkun vegna meðferðar rétt eins og hármissir. Auk þess á að sjálfsögðu að vera samræmi á milli verðskrá tannlækna og Sjúkratrygginga Íslands. Tannheilsa er ekki annars flokks heilsa og á aldrei að vera forréttindi í okkar samfélagi heldur nauðsynleg heilbrigðisþjónusta. Höfundur er fræðslu - og hagsmunafulltrúi Krafts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Krabbameinsmeðferð getur haft veruleg áhrif á tannheilsu fólks og er það gífurlega kostnaðarsamt. Þegar þú greinist með krabbamein er ekki það fyrsta sem þú hugsar að fara til tannlæknis til að meta tannheilsu þína en sú heimsókn getur hins vegar sparað þér hundruði þúsunda síðar meir. Afleiðingar lyfja- og geislameðferðar geta valdið breytingum á slímhúð munns og munnvatnskirtla. Þetta getur raskað heilbrigðu jafnvægi baktería og leitt til munnsára, sýkinga, tannskemda og munnþurrks. Oft koma þessar afleiðingar jafnvel ekki fram fyrr en löngu eftir að krabbameinsmeðferð lýkur. Um síðustu áramót urðu breytingar á reglugerð nr. 451/2013 er varðar þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar sem tengjast sjúkdómum og var greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga (SÍ) hækkuð í 80% auk þess sem gjaldskrá var uppfærð sem var orðið löngu tímabært. Við í Krafti fögnum öllum litlum skrefum í rétta átt en betur má ef duga skal. Við vekjum athygli á að mikið ósamræmi er á verðskrá SÍ og verðskrá tannlækna sem og að sönnunarbyrði krabbameinsgreindra er mikil til að niðurgreiðsla fáist. Félagsmaður okkar í Krafti þarf til dæmis að greiða úr eigin vasa 1,5 milljón króna þrátt fyrir að viðkomandi fái fulla niðurgreiðslu frá SÍ vegna tannskemmda sem urðu til vegna aukaverkana í lyfjameðferð. Þetta stafar af misræmi í verðskrá Sjúkratrygginga og verðskrá tannlækna. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu mikill kostnaður það er fyrir ungan einstakling með fjölskyldu og börn á framfæri. Þá er sönnunarbyrði einstaklinga mikil til að fá niðurgreiðslu sem gerir það að verkum að viðkomandi þarf að taka út tannheilsu sína hjá tannlækni áður en meðferð hefst með dagsettum myndum af ásigkomulagi tanna og tannholds fyrir krabbameinsmeðferð. Það gefur auga leið að þegar fólk fær krabbameinsgreiningu eru aðrir og mikilvægari hlutir í huga en að skella sér í ástandsskoðun á settinu korter í meðferð. Þó ekki sé minnst á að oft gefst ekki tími þarna á milli enda getur verið langur biðlisti hjá tannlæknum. Engu að síður er mjög mikilvægt að krabbameinslæknar séu vakandi fyrir þessum aukaverkunum og bendi sjúklingum sínum á að láta taka út tannheilsu áður en meðferð hefst. Sækja þarf um greiðsluþátttöku SÍ áður en að meðferð hefst en ef sönnun er ekki fyrir hendi neitar SÍ alfarið að taka þátt í kostnaði svo krabbameinsgreindir gætu þurft að leita réttar síns fyrir úrskurðarnefnd velferðarmála sem getur reynst tímafrekt og erfitt og ekki víst að málið falli einstaklingi í vil. Það er alltaf áfall að greinast með krabbamein sama á hvaða aldri þú ert. En ungt fólk sem greinist er oft á tíðum að koma undir sig fótunum, hafa meiri fjárhagslegar skuldbindingar og fjölskyldu á framfæri. Það er því svívirðilegt að slíkur kostnaður eins og hér hefur verið settur fram sé raunverulegt dæmi úr okkar samtíma. Það er virkileg þörf á að tannlækningar verði viðurkenndur kostnaður sem getur fallið til vegna krabbameinsmeðferðar og að tannskemmdir geti verið aukaverkun vegna meðferðar rétt eins og hármissir. Auk þess á að sjálfsögðu að vera samræmi á milli verðskrá tannlækna og Sjúkratrygginga Íslands. Tannheilsa er ekki annars flokks heilsa og á aldrei að vera forréttindi í okkar samfélagi heldur nauðsynleg heilbrigðisþjónusta. Höfundur er fræðslu - og hagsmunafulltrúi Krafts.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun