Handbolti

Aron og félagar í toppsæti A-riðils Meistaradeildar

Atli Arason skrifar
Aron Pálmarsson gerði þjú mörk.
Aron Pálmarsson gerði þjú mörk. Nordjyske/Henrik Bo

Aron Pálmarsson gerði þrjú mörk í tveggja marka sigri Álaborgar á Montpellier í uppgjöri toppliða A-riðils í Meistaradeild Evrópu í handbolta.

Eftir sigurinn er Álaborg eitt á toppi riðilsins með 20 stig eftir 13 leiki á meðan Montpellier fellur niður í fjórða sætið, enn þá með 16 stig eftir jafn marga leiki. Næsti leikur Álaborgar er gegn Zagreb eftir viku en á milli þess spilar liðið við Kolding í dönsku deildinni.

Teitur Örn Einarsson var markahæstur í jafntefli Flensburg við Porto í B-riðli, 26-26. Flensburg er í fimmta sæti B-riðils með 10 stig eftir 13 leiki á meðan Porto er sæti neðar með 9 stig. Teitur og félagar leika við Leipzig í þýsku deildinni um helgina áður en þeir spila við stórlið Barcelona næsta fimmtudag í Meistaradeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×