Fótbolti

Chelsea og Southampton áfram í 8-liða úrslit FA bikarsins

Atli Arason skrifar
Southampton vann góðan sigur í kvöld.
Southampton vann góðan sigur í kvöld. EPA-EFE/PETER POWELL

Southampton vann öruggan 3-1 sigur á West Ham á meðan Chelsea var í basli með Luton Town.

Úrvalsdeildarlið Chelsea sló B-deildar lið Luton út í enska FA bikarnum í kvöld eftir endurkomu sigur. 

Reece Burke kom heimamönnum í Luton yfir á 2. mínútu áður en Saúl Ñíguez jafnaði metin fyrir Chelsea. Harry Cornick kom svo Luton aftur yfir áður en fyrri hálfleik lauk. Framherjaparið Timo Werner og Romelu Lukaku sáu þó til þess að Chelsea færi áfram með sitt hvoru markinu á tíu mínútna kafla í síðari hálfleik. 

Lokatölur 2-3 fyrir Chelsea og liðið fer áfram 8-liða úrslit í skugga brotthvarfs Roman Abramovich frá félaginu.

Á sama tíma fór fram leikur Southampton og West Ham þar sem heimamenn í Southampton vann 3-1 sigur. Romain Perraud kom Southampton á bragðið en Michail Antonio jafnaði fyrir West Ham í upphafi síðari hálfleiks. James Ward-Prowse skoraði svo úr vítaspyrnu áður en Armando Broja kláraði leikinn á fimmtu mínútu uppbótatíma.

Southampton og Chelsea fara því í hóp Middlesbrough, Crystal Palace og Manchester City sem eru öll kominn áfram í 8-lið úrslit. Liverpool eða Norwich geta svo bæst við í þann hóp en leikur þeirra er enn þá í gangi. Everton leikur gegn Boreham Wood á morgun og á mánudag er leikur Nottingham Forest og Huddersfield. Dregið verður í 8-liða úrslit FA bikarsins á morgun, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×