Innlent

Bein útsending: Læsi er lykill að menntun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fjallað verður um mikilvægi lesturs á ráðstefnunni.
Fjallað verður um mikilvægi lesturs á ráðstefnunni.

Ráðstefna um mikilvægi læsis og lesskilnings fyrir menntun og möguleika fólks til þátttöku í samfélaginu fer fram í Skriðu, fyrirlestrarsal Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í Stakkahlíð klukkan 15 í dag. Ráðstefnan stendur í þrjár klukkustundir og verður streymt á Vísi.

Margaret Snowling og Kate Nation, prófessorar við Oxford háskóla í Bretlandi, eru meðal fremstu vísindamanna heims á þessu sviði. Á ráðstefnunni munu þær fjalla um rannsóknir á læsi og lesskilningi og hvernig megi efla hvort tveggja.

Hermundur Sigmundsson, prófessor við Háskóla Íslands og NTNU í Noregi, mun fjalla um áskoranir í íslensku menntakerfi og þróunar- og rannsóknarverkefni sem hafið er í grunnskólanum í Vestmannaeyjum með áherslu á læsi, gróskuhugarfar og námsárangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×