UFC-hetjan mögulega í tuttugu ára fangelsi fyrir að reyna að myrða barnaníðinginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2022 13:00 Cain Velasquez sést hér handjárnaður í réttarsal Santa Clara County Hall í gær. AP/Aric Crabb UFC-goðsögnin Cain Velasquez hefur nú verið formlega ákærð fyrir morðtilraun eftir skotárás hans á mánudagskvöldið í San Jose í Kaliforníu. Velasquez, sem er fyrrum heimsmeistari í þungavigt í UFC, er ákærður fyrir morðtilraun að yfirlögðu ráði sem og ýmis önnur brot tengdum skotárásinni. Hinn 39 ára gamli Velasquez reyndi þar að skjóta mann að nafni Harry Eugene Goularte. Goularte hafði áður verið handtekinn fyrir að áreita kynferðislega unga stúlku innan nærfjölskyldu Velasquez. Stúlkan er undir tíu ára aldri. Content warning: This story contains details that may be disturbing for some readers.Cain Velasquez has been charged. He is accused of targeting Harry Eugene Goularte, who is charged with allegedly molesting one of Velasquez's young relatives.More: https://t.co/ivMEVahtlb pic.twitter.com/rpIArVUzvi— ESPN MMA (@espnmma) March 3, 2022 Velasquez fékk á sig tíu ákærur og gæti verið á leiðinni í tuttugu ára fangelsi ef hann verður dæmdur sekur. Skotárásin varð eftir að Velasquez hafi elt bíl Goularte á miklum hraða í gegnum San Jose borg. Velasquez keyrði á endanum utan í bíl Goularte og hóf í framhaldinu skothríð að bílnum. Í bílnum voru Goularte og tveir eldri ættingjar hans. 63 ára gamall stjúpfaðir Goularte, Paul Bender, fékk skot í hendi og skrokk en er ekki í lífshættu. „Það er mikill harmleikur að herra Velasquez hafi ákveðið að taka lögin í sínar hendur, setja almenning í mikla hættu sem og alla þá sem voru í bílnum. Svona ofbeldi veldur líka enn meiri sársauka og þjáningu fyrir hans fjölskyldu,“ sagði Jeff Rosen saksóknari í Santa Clara sýslu. Dana White shares his first comments on Cain Velasquez s arrest.Full story: https://t.co/BTHr7io57C pic.twitter.com/mDptFCytxo— MMA Junkie (@MMAJunkie) March 3, 2022 Velasquez varð þungavigtarmeistari UFC í tvígang. Hann varði beltið fyrst árið 2011 og hélt því síðan aftur á árunum 2012 til 2015. Hans fyrsti heimsmeistaratitill kom í hús eftir sigur á Brock Lesnar á UFC 121. Eftir að Velasquez hætti að keppa í UFC þá færði hann sig yfir í fjölbragðaglímuna hjá WWE. MMA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Velasquez, sem er fyrrum heimsmeistari í þungavigt í UFC, er ákærður fyrir morðtilraun að yfirlögðu ráði sem og ýmis önnur brot tengdum skotárásinni. Hinn 39 ára gamli Velasquez reyndi þar að skjóta mann að nafni Harry Eugene Goularte. Goularte hafði áður verið handtekinn fyrir að áreita kynferðislega unga stúlku innan nærfjölskyldu Velasquez. Stúlkan er undir tíu ára aldri. Content warning: This story contains details that may be disturbing for some readers.Cain Velasquez has been charged. He is accused of targeting Harry Eugene Goularte, who is charged with allegedly molesting one of Velasquez's young relatives.More: https://t.co/ivMEVahtlb pic.twitter.com/rpIArVUzvi— ESPN MMA (@espnmma) March 3, 2022 Velasquez fékk á sig tíu ákærur og gæti verið á leiðinni í tuttugu ára fangelsi ef hann verður dæmdur sekur. Skotárásin varð eftir að Velasquez hafi elt bíl Goularte á miklum hraða í gegnum San Jose borg. Velasquez keyrði á endanum utan í bíl Goularte og hóf í framhaldinu skothríð að bílnum. Í bílnum voru Goularte og tveir eldri ættingjar hans. 63 ára gamall stjúpfaðir Goularte, Paul Bender, fékk skot í hendi og skrokk en er ekki í lífshættu. „Það er mikill harmleikur að herra Velasquez hafi ákveðið að taka lögin í sínar hendur, setja almenning í mikla hættu sem og alla þá sem voru í bílnum. Svona ofbeldi veldur líka enn meiri sársauka og þjáningu fyrir hans fjölskyldu,“ sagði Jeff Rosen saksóknari í Santa Clara sýslu. Dana White shares his first comments on Cain Velasquez s arrest.Full story: https://t.co/BTHr7io57C pic.twitter.com/mDptFCytxo— MMA Junkie (@MMAJunkie) March 3, 2022 Velasquez varð þungavigtarmeistari UFC í tvígang. Hann varði beltið fyrst árið 2011 og hélt því síðan aftur á árunum 2012 til 2015. Hans fyrsti heimsmeistaratitill kom í hús eftir sigur á Brock Lesnar á UFC 121. Eftir að Velasquez hætti að keppa í UFC þá færði hann sig yfir í fjölbragðaglímuna hjá WWE.
MMA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira