UFC-hetjan mögulega í tuttugu ára fangelsi fyrir að reyna að myrða barnaníðinginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2022 13:00 Cain Velasquez sést hér handjárnaður í réttarsal Santa Clara County Hall í gær. AP/Aric Crabb UFC-goðsögnin Cain Velasquez hefur nú verið formlega ákærð fyrir morðtilraun eftir skotárás hans á mánudagskvöldið í San Jose í Kaliforníu. Velasquez, sem er fyrrum heimsmeistari í þungavigt í UFC, er ákærður fyrir morðtilraun að yfirlögðu ráði sem og ýmis önnur brot tengdum skotárásinni. Hinn 39 ára gamli Velasquez reyndi þar að skjóta mann að nafni Harry Eugene Goularte. Goularte hafði áður verið handtekinn fyrir að áreita kynferðislega unga stúlku innan nærfjölskyldu Velasquez. Stúlkan er undir tíu ára aldri. Content warning: This story contains details that may be disturbing for some readers.Cain Velasquez has been charged. He is accused of targeting Harry Eugene Goularte, who is charged with allegedly molesting one of Velasquez's young relatives.More: https://t.co/ivMEVahtlb pic.twitter.com/rpIArVUzvi— ESPN MMA (@espnmma) March 3, 2022 Velasquez fékk á sig tíu ákærur og gæti verið á leiðinni í tuttugu ára fangelsi ef hann verður dæmdur sekur. Skotárásin varð eftir að Velasquez hafi elt bíl Goularte á miklum hraða í gegnum San Jose borg. Velasquez keyrði á endanum utan í bíl Goularte og hóf í framhaldinu skothríð að bílnum. Í bílnum voru Goularte og tveir eldri ættingjar hans. 63 ára gamall stjúpfaðir Goularte, Paul Bender, fékk skot í hendi og skrokk en er ekki í lífshættu. „Það er mikill harmleikur að herra Velasquez hafi ákveðið að taka lögin í sínar hendur, setja almenning í mikla hættu sem og alla þá sem voru í bílnum. Svona ofbeldi veldur líka enn meiri sársauka og þjáningu fyrir hans fjölskyldu,“ sagði Jeff Rosen saksóknari í Santa Clara sýslu. Dana White shares his first comments on Cain Velasquez s arrest.Full story: https://t.co/BTHr7io57C pic.twitter.com/mDptFCytxo— MMA Junkie (@MMAJunkie) March 3, 2022 Velasquez varð þungavigtarmeistari UFC í tvígang. Hann varði beltið fyrst árið 2011 og hélt því síðan aftur á árunum 2012 til 2015. Hans fyrsti heimsmeistaratitill kom í hús eftir sigur á Brock Lesnar á UFC 121. Eftir að Velasquez hætti að keppa í UFC þá færði hann sig yfir í fjölbragðaglímuna hjá WWE. MMA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sjá meira
Velasquez, sem er fyrrum heimsmeistari í þungavigt í UFC, er ákærður fyrir morðtilraun að yfirlögðu ráði sem og ýmis önnur brot tengdum skotárásinni. Hinn 39 ára gamli Velasquez reyndi þar að skjóta mann að nafni Harry Eugene Goularte. Goularte hafði áður verið handtekinn fyrir að áreita kynferðislega unga stúlku innan nærfjölskyldu Velasquez. Stúlkan er undir tíu ára aldri. Content warning: This story contains details that may be disturbing for some readers.Cain Velasquez has been charged. He is accused of targeting Harry Eugene Goularte, who is charged with allegedly molesting one of Velasquez's young relatives.More: https://t.co/ivMEVahtlb pic.twitter.com/rpIArVUzvi— ESPN MMA (@espnmma) March 3, 2022 Velasquez fékk á sig tíu ákærur og gæti verið á leiðinni í tuttugu ára fangelsi ef hann verður dæmdur sekur. Skotárásin varð eftir að Velasquez hafi elt bíl Goularte á miklum hraða í gegnum San Jose borg. Velasquez keyrði á endanum utan í bíl Goularte og hóf í framhaldinu skothríð að bílnum. Í bílnum voru Goularte og tveir eldri ættingjar hans. 63 ára gamall stjúpfaðir Goularte, Paul Bender, fékk skot í hendi og skrokk en er ekki í lífshættu. „Það er mikill harmleikur að herra Velasquez hafi ákveðið að taka lögin í sínar hendur, setja almenning í mikla hættu sem og alla þá sem voru í bílnum. Svona ofbeldi veldur líka enn meiri sársauka og þjáningu fyrir hans fjölskyldu,“ sagði Jeff Rosen saksóknari í Santa Clara sýslu. Dana White shares his first comments on Cain Velasquez s arrest.Full story: https://t.co/BTHr7io57C pic.twitter.com/mDptFCytxo— MMA Junkie (@MMAJunkie) March 3, 2022 Velasquez varð þungavigtarmeistari UFC í tvígang. Hann varði beltið fyrst árið 2011 og hélt því síðan aftur á árunum 2012 til 2015. Hans fyrsti heimsmeistaratitill kom í hús eftir sigur á Brock Lesnar á UFC 121. Eftir að Velasquez hætti að keppa í UFC þá færði hann sig yfir í fjölbragðaglímuna hjá WWE.
MMA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sjá meira