Tónlistarmaðurinn Birgir sendir frá sér lagið Hold on: „Aldrei gefast upp á draumunum þínum“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. mars 2022 09:30 Tónlistarmaðurinn Birgir sendi frá sér lagið Hold On í dag. Aðsend Tónlistarmaðurinn Birgir Steinn sendi frá sér lagið Hold On í dag en þetta er fyrsta lagið sem kemur út af glænýrri væntanlegri plötu frá honum. Birgir Steinn hefur komið víða að í tónlistarheiminum en hann er meðal annars annar höfundur lagsins Ljósið sem komst áfram í úrslit Söngvakeppninnar síðastliðna helgi. Hann hefur sent frá sér ýmis lög frá árinu 2016 og má þar nefna að lagið hans Can You Feel It er komið með tæplega þrjátíu milljón spilanir á streymisveitunni Spotify. Hér má heyra lagið Hold On: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=1SReNuTV2yk">watch on YouTube</a> Birgir er einnig meðlimur hljómsveitarinnar Draumfarir og gaf nýlega út lagið Kvíðinn, þar sem hann opnar sig verulega um sína eigin reynslu af kvíða. Lagið Hold On fjallar hins vegar um von og að gefast ekki upp. Blaðamaður heyrði í Birgi og fékk að skyggnast inn í skapandi hugarheim tónlistarmannsins. View this post on Instagram A post shared by Birgir Steinn Stefa nsson (@birgirsstefans) Gladdi nágrannana með því að æfa á nýtt hljóðfæri Hvenær byrjaðir þú í tónlist? Ég byrjaði mjög ungur að fikta við trommur og var draumurinn alltaf að verða heimsfrægur trommari en ég æfði í mörg ár á trommur. Í kringum sextán ára aldur gladdi ég nágranna mína heldur betur þegar ég fékk áhuga á að spila á píanó í stað fyrir trommurnar og síðan þá hefur áhuginn legið þar ásamt því að syngja og semja tónlist. Hvaðan færðu innblástur fyrir lögunum? Það er mismunandi. Yfirleitt koma laglínu eða lagahugmyndir mínar alveg úr þurru, til dæmis ef ég er að keyra eða er lagstur á koddann fyrir svefninn. Þá hefur Voice Memosappið komið heldur betur að góðum notum hjá mér í gegnum ævina, þangað raula ég hverja einustu pælingu sem ég fæ og reyni svo að kíkja yfir þær allar þegar ég kem heim eða fer í hljóðverið. Það er ekki oft sem ég sest niður í þeim tilgangi að semja lag, það er yfirleitt hugmyndin sem kemur til mín og fær mig til þess að setjast niður og vinna í henni. View this post on Instagram A post shared by Birgir Steinn Stefa nsson (@birgirsstefans) Hljóðskilaboð frá Jóni Jónssyni kveikjan að laginu Hefur þessi nýja plata verið lengi í bígerð? Nýja platan hefur verið í bígerð í nokkurn tíma. Ég byrjaði að semja nýtt efni í byrjun síðasta árs en Hold On er sennilega nýjasta hugmyndin. Þetta lag er eitt af þessum lögum sem varð ótrúlega fljótt til en það er að mínu mati oftar en ekki merki um að lagið sé nokkuð gott. Um hvað fjallar þessi fyrsti síngúll? Það er ótrúlega fyndið hvernig þetta lag kom til að verða til. Vinur minn og kollegi Jón Jónsson sendi mér tvö löng hljóðskilaboð einn morguninn þar sem hann var að raula einhverja laglínu pælingu á meðan hann spilaði á píanóið heima hjá sér. Mér leist strax mjög vel á þessa hugmynd og datt í hug alls kyns laglínu pælingar, sem betur fer var ég staddur heima og við upptöku græjurnar svo ég fór strax og hélt áfram að vinna í að klára lagið. View this post on Instagram A post shared by Birgir Steinn Stefa nsson (@birgirsstefans) Ég samdi síðan sjálfur textann, en hann fjallar um von og mikilvægi þess að gefast aldrei upp. Sama hversu brött leiðin kann að vera, aldrei gefast upp á draumunum þínum. Lagið og laglínurnar fylltu mig af von og því fannst mér tilvalið að semja slíkan texta. Hvað er á döfinni? Þessa dagana er ég að vinna í nýrri breiðskífu sem ég kem til með að gefa út með Öldu Music og Universal Music Group. Hold On er fyrsta lagið sem ég gef út af þeirri væntanlegu breiðskífu. Tónlist Tengdar fréttir Draumfarir gefa út lagð Kvíðinn Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson skipa dúóið Draumfarir en kapparnir voru að senda frá sér lagið Kvíðinn. 21. febrúar 2022 16:00 Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5. febrúar 2022 20:25 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Birgir Steinn hefur komið víða að í tónlistarheiminum en hann er meðal annars annar höfundur lagsins Ljósið sem komst áfram í úrslit Söngvakeppninnar síðastliðna helgi. Hann hefur sent frá sér ýmis lög frá árinu 2016 og má þar nefna að lagið hans Can You Feel It er komið með tæplega þrjátíu milljón spilanir á streymisveitunni Spotify. Hér má heyra lagið Hold On: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=1SReNuTV2yk">watch on YouTube</a> Birgir er einnig meðlimur hljómsveitarinnar Draumfarir og gaf nýlega út lagið Kvíðinn, þar sem hann opnar sig verulega um sína eigin reynslu af kvíða. Lagið Hold On fjallar hins vegar um von og að gefast ekki upp. Blaðamaður heyrði í Birgi og fékk að skyggnast inn í skapandi hugarheim tónlistarmannsins. View this post on Instagram A post shared by Birgir Steinn Stefa nsson (@birgirsstefans) Gladdi nágrannana með því að æfa á nýtt hljóðfæri Hvenær byrjaðir þú í tónlist? Ég byrjaði mjög ungur að fikta við trommur og var draumurinn alltaf að verða heimsfrægur trommari en ég æfði í mörg ár á trommur. Í kringum sextán ára aldur gladdi ég nágranna mína heldur betur þegar ég fékk áhuga á að spila á píanó í stað fyrir trommurnar og síðan þá hefur áhuginn legið þar ásamt því að syngja og semja tónlist. Hvaðan færðu innblástur fyrir lögunum? Það er mismunandi. Yfirleitt koma laglínu eða lagahugmyndir mínar alveg úr þurru, til dæmis ef ég er að keyra eða er lagstur á koddann fyrir svefninn. Þá hefur Voice Memosappið komið heldur betur að góðum notum hjá mér í gegnum ævina, þangað raula ég hverja einustu pælingu sem ég fæ og reyni svo að kíkja yfir þær allar þegar ég kem heim eða fer í hljóðverið. Það er ekki oft sem ég sest niður í þeim tilgangi að semja lag, það er yfirleitt hugmyndin sem kemur til mín og fær mig til þess að setjast niður og vinna í henni. View this post on Instagram A post shared by Birgir Steinn Stefa nsson (@birgirsstefans) Hljóðskilaboð frá Jóni Jónssyni kveikjan að laginu Hefur þessi nýja plata verið lengi í bígerð? Nýja platan hefur verið í bígerð í nokkurn tíma. Ég byrjaði að semja nýtt efni í byrjun síðasta árs en Hold On er sennilega nýjasta hugmyndin. Þetta lag er eitt af þessum lögum sem varð ótrúlega fljótt til en það er að mínu mati oftar en ekki merki um að lagið sé nokkuð gott. Um hvað fjallar þessi fyrsti síngúll? Það er ótrúlega fyndið hvernig þetta lag kom til að verða til. Vinur minn og kollegi Jón Jónsson sendi mér tvö löng hljóðskilaboð einn morguninn þar sem hann var að raula einhverja laglínu pælingu á meðan hann spilaði á píanóið heima hjá sér. Mér leist strax mjög vel á þessa hugmynd og datt í hug alls kyns laglínu pælingar, sem betur fer var ég staddur heima og við upptöku græjurnar svo ég fór strax og hélt áfram að vinna í að klára lagið. View this post on Instagram A post shared by Birgir Steinn Stefa nsson (@birgirsstefans) Ég samdi síðan sjálfur textann, en hann fjallar um von og mikilvægi þess að gefast aldrei upp. Sama hversu brött leiðin kann að vera, aldrei gefast upp á draumunum þínum. Lagið og laglínurnar fylltu mig af von og því fannst mér tilvalið að semja slíkan texta. Hvað er á döfinni? Þessa dagana er ég að vinna í nýrri breiðskífu sem ég kem til með að gefa út með Öldu Music og Universal Music Group. Hold On er fyrsta lagið sem ég gef út af þeirri væntanlegu breiðskífu.
Tónlist Tengdar fréttir Draumfarir gefa út lagð Kvíðinn Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson skipa dúóið Draumfarir en kapparnir voru að senda frá sér lagið Kvíðinn. 21. febrúar 2022 16:00 Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5. febrúar 2022 20:25 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Draumfarir gefa út lagð Kvíðinn Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson skipa dúóið Draumfarir en kapparnir voru að senda frá sér lagið Kvíðinn. 21. febrúar 2022 16:00
Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5. febrúar 2022 20:25