Tónlistarmaðurinn Birgir sendir frá sér lagið Hold on: „Aldrei gefast upp á draumunum þínum“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. mars 2022 09:30 Tónlistarmaðurinn Birgir sendi frá sér lagið Hold On í dag. Aðsend Tónlistarmaðurinn Birgir Steinn sendi frá sér lagið Hold On í dag en þetta er fyrsta lagið sem kemur út af glænýrri væntanlegri plötu frá honum. Birgir Steinn hefur komið víða að í tónlistarheiminum en hann er meðal annars annar höfundur lagsins Ljósið sem komst áfram í úrslit Söngvakeppninnar síðastliðna helgi. Hann hefur sent frá sér ýmis lög frá árinu 2016 og má þar nefna að lagið hans Can You Feel It er komið með tæplega þrjátíu milljón spilanir á streymisveitunni Spotify. Hér má heyra lagið Hold On: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=1SReNuTV2yk">watch on YouTube</a> Birgir er einnig meðlimur hljómsveitarinnar Draumfarir og gaf nýlega út lagið Kvíðinn, þar sem hann opnar sig verulega um sína eigin reynslu af kvíða. Lagið Hold On fjallar hins vegar um von og að gefast ekki upp. Blaðamaður heyrði í Birgi og fékk að skyggnast inn í skapandi hugarheim tónlistarmannsins. View this post on Instagram A post shared by Birgir Steinn Stefa nsson (@birgirsstefans) Gladdi nágrannana með því að æfa á nýtt hljóðfæri Hvenær byrjaðir þú í tónlist? Ég byrjaði mjög ungur að fikta við trommur og var draumurinn alltaf að verða heimsfrægur trommari en ég æfði í mörg ár á trommur. Í kringum sextán ára aldur gladdi ég nágranna mína heldur betur þegar ég fékk áhuga á að spila á píanó í stað fyrir trommurnar og síðan þá hefur áhuginn legið þar ásamt því að syngja og semja tónlist. Hvaðan færðu innblástur fyrir lögunum? Það er mismunandi. Yfirleitt koma laglínu eða lagahugmyndir mínar alveg úr þurru, til dæmis ef ég er að keyra eða er lagstur á koddann fyrir svefninn. Þá hefur Voice Memosappið komið heldur betur að góðum notum hjá mér í gegnum ævina, þangað raula ég hverja einustu pælingu sem ég fæ og reyni svo að kíkja yfir þær allar þegar ég kem heim eða fer í hljóðverið. Það er ekki oft sem ég sest niður í þeim tilgangi að semja lag, það er yfirleitt hugmyndin sem kemur til mín og fær mig til þess að setjast niður og vinna í henni. View this post on Instagram A post shared by Birgir Steinn Stefa nsson (@birgirsstefans) Hljóðskilaboð frá Jóni Jónssyni kveikjan að laginu Hefur þessi nýja plata verið lengi í bígerð? Nýja platan hefur verið í bígerð í nokkurn tíma. Ég byrjaði að semja nýtt efni í byrjun síðasta árs en Hold On er sennilega nýjasta hugmyndin. Þetta lag er eitt af þessum lögum sem varð ótrúlega fljótt til en það er að mínu mati oftar en ekki merki um að lagið sé nokkuð gott. Um hvað fjallar þessi fyrsti síngúll? Það er ótrúlega fyndið hvernig þetta lag kom til að verða til. Vinur minn og kollegi Jón Jónsson sendi mér tvö löng hljóðskilaboð einn morguninn þar sem hann var að raula einhverja laglínu pælingu á meðan hann spilaði á píanóið heima hjá sér. Mér leist strax mjög vel á þessa hugmynd og datt í hug alls kyns laglínu pælingar, sem betur fer var ég staddur heima og við upptöku græjurnar svo ég fór strax og hélt áfram að vinna í að klára lagið. View this post on Instagram A post shared by Birgir Steinn Stefa nsson (@birgirsstefans) Ég samdi síðan sjálfur textann, en hann fjallar um von og mikilvægi þess að gefast aldrei upp. Sama hversu brött leiðin kann að vera, aldrei gefast upp á draumunum þínum. Lagið og laglínurnar fylltu mig af von og því fannst mér tilvalið að semja slíkan texta. Hvað er á döfinni? Þessa dagana er ég að vinna í nýrri breiðskífu sem ég kem til með að gefa út með Öldu Music og Universal Music Group. Hold On er fyrsta lagið sem ég gef út af þeirri væntanlegu breiðskífu. Tónlist Tengdar fréttir Draumfarir gefa út lagð Kvíðinn Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson skipa dúóið Draumfarir en kapparnir voru að senda frá sér lagið Kvíðinn. 21. febrúar 2022 16:00 Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5. febrúar 2022 20:25 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Birgir Steinn hefur komið víða að í tónlistarheiminum en hann er meðal annars annar höfundur lagsins Ljósið sem komst áfram í úrslit Söngvakeppninnar síðastliðna helgi. Hann hefur sent frá sér ýmis lög frá árinu 2016 og má þar nefna að lagið hans Can You Feel It er komið með tæplega þrjátíu milljón spilanir á streymisveitunni Spotify. Hér má heyra lagið Hold On: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=1SReNuTV2yk">watch on YouTube</a> Birgir er einnig meðlimur hljómsveitarinnar Draumfarir og gaf nýlega út lagið Kvíðinn, þar sem hann opnar sig verulega um sína eigin reynslu af kvíða. Lagið Hold On fjallar hins vegar um von og að gefast ekki upp. Blaðamaður heyrði í Birgi og fékk að skyggnast inn í skapandi hugarheim tónlistarmannsins. View this post on Instagram A post shared by Birgir Steinn Stefa nsson (@birgirsstefans) Gladdi nágrannana með því að æfa á nýtt hljóðfæri Hvenær byrjaðir þú í tónlist? Ég byrjaði mjög ungur að fikta við trommur og var draumurinn alltaf að verða heimsfrægur trommari en ég æfði í mörg ár á trommur. Í kringum sextán ára aldur gladdi ég nágranna mína heldur betur þegar ég fékk áhuga á að spila á píanó í stað fyrir trommurnar og síðan þá hefur áhuginn legið þar ásamt því að syngja og semja tónlist. Hvaðan færðu innblástur fyrir lögunum? Það er mismunandi. Yfirleitt koma laglínu eða lagahugmyndir mínar alveg úr þurru, til dæmis ef ég er að keyra eða er lagstur á koddann fyrir svefninn. Þá hefur Voice Memosappið komið heldur betur að góðum notum hjá mér í gegnum ævina, þangað raula ég hverja einustu pælingu sem ég fæ og reyni svo að kíkja yfir þær allar þegar ég kem heim eða fer í hljóðverið. Það er ekki oft sem ég sest niður í þeim tilgangi að semja lag, það er yfirleitt hugmyndin sem kemur til mín og fær mig til þess að setjast niður og vinna í henni. View this post on Instagram A post shared by Birgir Steinn Stefa nsson (@birgirsstefans) Hljóðskilaboð frá Jóni Jónssyni kveikjan að laginu Hefur þessi nýja plata verið lengi í bígerð? Nýja platan hefur verið í bígerð í nokkurn tíma. Ég byrjaði að semja nýtt efni í byrjun síðasta árs en Hold On er sennilega nýjasta hugmyndin. Þetta lag er eitt af þessum lögum sem varð ótrúlega fljótt til en það er að mínu mati oftar en ekki merki um að lagið sé nokkuð gott. Um hvað fjallar þessi fyrsti síngúll? Það er ótrúlega fyndið hvernig þetta lag kom til að verða til. Vinur minn og kollegi Jón Jónsson sendi mér tvö löng hljóðskilaboð einn morguninn þar sem hann var að raula einhverja laglínu pælingu á meðan hann spilaði á píanóið heima hjá sér. Mér leist strax mjög vel á þessa hugmynd og datt í hug alls kyns laglínu pælingar, sem betur fer var ég staddur heima og við upptöku græjurnar svo ég fór strax og hélt áfram að vinna í að klára lagið. View this post on Instagram A post shared by Birgir Steinn Stefa nsson (@birgirsstefans) Ég samdi síðan sjálfur textann, en hann fjallar um von og mikilvægi þess að gefast aldrei upp. Sama hversu brött leiðin kann að vera, aldrei gefast upp á draumunum þínum. Lagið og laglínurnar fylltu mig af von og því fannst mér tilvalið að semja slíkan texta. Hvað er á döfinni? Þessa dagana er ég að vinna í nýrri breiðskífu sem ég kem til með að gefa út með Öldu Music og Universal Music Group. Hold On er fyrsta lagið sem ég gef út af þeirri væntanlegu breiðskífu.
Tónlist Tengdar fréttir Draumfarir gefa út lagð Kvíðinn Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson skipa dúóið Draumfarir en kapparnir voru að senda frá sér lagið Kvíðinn. 21. febrúar 2022 16:00 Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5. febrúar 2022 20:25 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Draumfarir gefa út lagð Kvíðinn Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson skipa dúóið Draumfarir en kapparnir voru að senda frá sér lagið Kvíðinn. 21. febrúar 2022 16:00
Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5. febrúar 2022 20:25