Metfjöldi viðvarana í febrúar Árni Sæberg skrifar 3. mars 2022 18:38 Rauð viðvörun var gefin út fyrir 21. og 22. febrúar en hún var einungis ein 117 viðvarana í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Veðurstofa Íslands hefur aldrei gefið út fleiri veðurviðvaranir í febrúar en í ár. Heildarfjöldi viðvarana var 117 en þar af voru sex rauðar. „Hér sést það ekki bara svart á hvítu heldur í gulu, appelsínugulu og rauðu hvernig veðrið í febrúar hefur verið í samanburði við síðustu fjögur ár,“ segir í færslu Almannavarna á facebook um illviðristíðina undanfarið. Þar má sjá graf sem Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands tók saman. Í samtali við Vísi segir Elín Björk að febrúarmánuður í ár hafi verið mjög óvenjulegar, líta þurfi allt aftur til ársins 2000 til að finna jafnsnjóþungan febrúarmánuð í Reykjavík. Hún bendir áhugasömum á skýrslu Veðurstofunnar um tíðarfar í febrúar 2022. „Febrúar var kaldur, snjóþungur og óvenju illviðrasamur um land allt. Nokkur slæm óveður gengu yfir landið, þau verstu þ. 7. og aftur dagana 21. til 22. og ollu töluverðu tjóni. Samgöngur riðluðust margoft í mánuðinum bæði vegna hvassviðris og snjóþyngsla. Mánuðurinn var með snjóþyngri mánuðum í Reykavík um árabil,“ segir í upphafi skýrslu. Hún segir að þrátt fyrir mikinn fjölda viðvarana í febrúar sé heildarfjöldi viðvarana í vetur ekki vera búinn að ná fjölda vetursins 2019/2020 en að veturinn sem slíkur sé þó líklega orðinn verri í ár. Þá bendir hún á samantekt Trausta Jónssonar veðurfræðings á fjölda daga þegar vindhraði fer yfir tuttugu metra á sekúndu. Þar má sjá að stormdagar voru nokkuð margir í byrjun vetrar um áramót voru þeir næstfæstir á síðustu sex árum. Í janúar fór þeim að fjölga hratt og nálgast fjöldi þeirra nú fjölda stormdaga síðasta veturs óðfluga. Trausti útilokar ekki að veturinn verði verri en sá síðasti en að telur þó næsta ómögulegt að hann verði verri en illviðraveturinn mikli árin 2014 og 2015. Samtekt Traust má sjá á bloggsíðu hans. Veður Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
„Hér sést það ekki bara svart á hvítu heldur í gulu, appelsínugulu og rauðu hvernig veðrið í febrúar hefur verið í samanburði við síðustu fjögur ár,“ segir í færslu Almannavarna á facebook um illviðristíðina undanfarið. Þar má sjá graf sem Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands tók saman. Í samtali við Vísi segir Elín Björk að febrúarmánuður í ár hafi verið mjög óvenjulegar, líta þurfi allt aftur til ársins 2000 til að finna jafnsnjóþungan febrúarmánuð í Reykjavík. Hún bendir áhugasömum á skýrslu Veðurstofunnar um tíðarfar í febrúar 2022. „Febrúar var kaldur, snjóþungur og óvenju illviðrasamur um land allt. Nokkur slæm óveður gengu yfir landið, þau verstu þ. 7. og aftur dagana 21. til 22. og ollu töluverðu tjóni. Samgöngur riðluðust margoft í mánuðinum bæði vegna hvassviðris og snjóþyngsla. Mánuðurinn var með snjóþyngri mánuðum í Reykavík um árabil,“ segir í upphafi skýrslu. Hún segir að þrátt fyrir mikinn fjölda viðvarana í febrúar sé heildarfjöldi viðvarana í vetur ekki vera búinn að ná fjölda vetursins 2019/2020 en að veturinn sem slíkur sé þó líklega orðinn verri í ár. Þá bendir hún á samantekt Trausta Jónssonar veðurfræðings á fjölda daga þegar vindhraði fer yfir tuttugu metra á sekúndu. Þar má sjá að stormdagar voru nokkuð margir í byrjun vetrar um áramót voru þeir næstfæstir á síðustu sex árum. Í janúar fór þeim að fjölga hratt og nálgast fjöldi þeirra nú fjölda stormdaga síðasta veturs óðfluga. Trausti útilokar ekki að veturinn verði verri en sá síðasti en að telur þó næsta ómögulegt að hann verði verri en illviðraveturinn mikli árin 2014 og 2015. Samtekt Traust má sjá á bloggsíðu hans.
Veður Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira