Byggjum áfram á traustum grunni Almar Guðmundsson skrifar 4. mars 2022 16:01 Ég er fyrst og fremst Garðbæingur, stoltur Garðbæingur. Ég hef búið hérna meira og minna síðan ég var 2ja ára gamall og hér höfum við fjölskyldan komið okkur vel fyrir. Fyrir átta árum tók ég sæti í bæjarstjórn Garðabæjar. Þessi ár hafa verið skemmtileg og kennt mér margt. Ég er hreykinn af því sem við Sjálfstæðismenn höfum áorkað fyrir bæinn okkar á þessum kjörtímabilum. Stjórnmál eru liðsíþrótt og bæjarfulltrúar Sjálfstæðismanna hafa unnið mjög vel saman undir styrkri forystu fráfarandi bæjarstjóra. Það er ekki annað hægt en að horfa björtum augum til framtíðar. Fjárhagsstaðan er sterk, ánægja með þjónustu bæjarins mælist mikil og það er eftirspurn eftir því að búa í bænum okkar. Sú sterka staða sem við Garðbæingar búum við varð hins vegar ekki til af sjálfu sér. Við getum átt á hættu að missa frá okkur þá stöðu ef við tökum henni sem sjálfsögðum hlut. Garðabær í sókn Ég er stoltur af því sem mér hefur verið treyst fyrir á tíma mínum í bæjarstjórn. Ég hef fundið mig vel í bæjarmálunum. Sú reynslu byggir að sjálfsögðu ofan á aðra reynslu sem ég hef viðað að mér úr ólíkum áttum. Á ég hér bæði við félagsstörf á vettvangi knattspyrnudeildar Stjörnunnar þar sem ég gegndi formennsku um sjö ára skeið sem og reynslu minnar úr atvinnulífinu. Ég er spenntur fyrir því hlutverki að leiða Sjálfstæðismenn í Garðabæ á komandi kjörtímabili. Það er gnótt tækifæra í Garðabæ sem hefur vaxið einna hraðast stærstu sveitarfélaga landsins síðustu ár. Við stefnum að því að halda áfram uppbyggingu með það að leiðarljósi að mæta þörfum ólíkra hópa og leyfa hverju svæði að njóta sinnar sérstöðu. Þannig byggjum við áfram á traustum grunni. Uppbygging í Garðabæ, bæði á nýjum svæðum og svæðinu í kringum Garðatorg hefur haft afar jákvæð áhrif á mannlíf í bænum. Það eru ekki mörg ár síðan Garðabær var talinn vera dæmigerður svefnbær en það orðspor höfum við svo sannarlega rekið af okkur. Hingað hafa leitað spennandi verslanir, þjónusta og aukin menningarstarfsemi. Dregið hefur úr aðgreiningu milli svæða fyrir íbúabyggð annars vegar og atvinnustarfsemi hins vegar. Þessi þróun, í bland við áherslur á sviði heilsu, íþrótta og hreyfingar eru meðal þess sem býr til gott samfélag þar sem fólki líður vel. Ég er klár í slaginn! Í prófkjöri okkar Sjálfstæðismanna hafa gefið kost á sér 17 öflugir frambjóðendur. Sá áhugi er gleðiefni fyrir bæjarfélagið okkar. Ég er tilbúinn til að leiða þann kraftmikla hóp sem prófkjörið mun skila okkur til sigurs í sveitarstjórnarkosningunum þann 14. maí næstkomandi. Ég óska því eftir stuðning ykkar í forystusæti listans í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Garðabæ laugardaginn 5. mars. Ég er klár í slaginn! Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri, sem sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Ég er fyrst og fremst Garðbæingur, stoltur Garðbæingur. Ég hef búið hérna meira og minna síðan ég var 2ja ára gamall og hér höfum við fjölskyldan komið okkur vel fyrir. Fyrir átta árum tók ég sæti í bæjarstjórn Garðabæjar. Þessi ár hafa verið skemmtileg og kennt mér margt. Ég er hreykinn af því sem við Sjálfstæðismenn höfum áorkað fyrir bæinn okkar á þessum kjörtímabilum. Stjórnmál eru liðsíþrótt og bæjarfulltrúar Sjálfstæðismanna hafa unnið mjög vel saman undir styrkri forystu fráfarandi bæjarstjóra. Það er ekki annað hægt en að horfa björtum augum til framtíðar. Fjárhagsstaðan er sterk, ánægja með þjónustu bæjarins mælist mikil og það er eftirspurn eftir því að búa í bænum okkar. Sú sterka staða sem við Garðbæingar búum við varð hins vegar ekki til af sjálfu sér. Við getum átt á hættu að missa frá okkur þá stöðu ef við tökum henni sem sjálfsögðum hlut. Garðabær í sókn Ég er stoltur af því sem mér hefur verið treyst fyrir á tíma mínum í bæjarstjórn. Ég hef fundið mig vel í bæjarmálunum. Sú reynslu byggir að sjálfsögðu ofan á aðra reynslu sem ég hef viðað að mér úr ólíkum áttum. Á ég hér bæði við félagsstörf á vettvangi knattspyrnudeildar Stjörnunnar þar sem ég gegndi formennsku um sjö ára skeið sem og reynslu minnar úr atvinnulífinu. Ég er spenntur fyrir því hlutverki að leiða Sjálfstæðismenn í Garðabæ á komandi kjörtímabili. Það er gnótt tækifæra í Garðabæ sem hefur vaxið einna hraðast stærstu sveitarfélaga landsins síðustu ár. Við stefnum að því að halda áfram uppbyggingu með það að leiðarljósi að mæta þörfum ólíkra hópa og leyfa hverju svæði að njóta sinnar sérstöðu. Þannig byggjum við áfram á traustum grunni. Uppbygging í Garðabæ, bæði á nýjum svæðum og svæðinu í kringum Garðatorg hefur haft afar jákvæð áhrif á mannlíf í bænum. Það eru ekki mörg ár síðan Garðabær var talinn vera dæmigerður svefnbær en það orðspor höfum við svo sannarlega rekið af okkur. Hingað hafa leitað spennandi verslanir, þjónusta og aukin menningarstarfsemi. Dregið hefur úr aðgreiningu milli svæða fyrir íbúabyggð annars vegar og atvinnustarfsemi hins vegar. Þessi þróun, í bland við áherslur á sviði heilsu, íþrótta og hreyfingar eru meðal þess sem býr til gott samfélag þar sem fólki líður vel. Ég er klár í slaginn! Í prófkjöri okkar Sjálfstæðismanna hafa gefið kost á sér 17 öflugir frambjóðendur. Sá áhugi er gleðiefni fyrir bæjarfélagið okkar. Ég er tilbúinn til að leiða þann kraftmikla hóp sem prófkjörið mun skila okkur til sigurs í sveitarstjórnarkosningunum þann 14. maí næstkomandi. Ég óska því eftir stuðning ykkar í forystusæti listans í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Garðabæ laugardaginn 5. mars. Ég er klár í slaginn! Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri, sem sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar