„Leghafi“ ágætt orð en Katrín ætlar ekki að hætta að segja „kona“ Snorri Másson skrifar 6. mars 2022 10:22 Tímarnir breytast og mennirnir — eða einstaklingarnir — með. Í nafni jafnréttis allra kynja er fjöldi fólks farinn að breyta tungumáli sínu með tiltölulega róttækum hætti. Breytingarnar ná hvort tveggja til málfræðinnar og orðaforðans. Dæmi um þetta er að tala iðulega um „þau“ í hlutlausri almennri merkingu í stað þess að segja „þeir.“ Þá velja sumir að tala um „leghafa“ í stað „kvenna“ - eða „barnshafandi einstaklinga“ í stað „verðandi mæðra.“ Fjallað er um ýmsar hliðar þessa máls í myndbrotinu hér að ofan og sýndur fjöldi dæma um málbreytingarnar. Tungumálið á að taka utan um „öll“ Forsætisráðherra hefur tileinkað sér sumar þessara breytinga: „Ég hef reynt að tileinka mér að nota reglulega til skiptis karlkyn, kvenkyn og hvorugkyn, þannig að maður leggi áherslu á að tungumálið taki utan um öll,“ segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu. Þessarar tilhneigingar verður mjög vart í fréttum Ríkisútvarpsins. Málfarsráðunauturinn þar kveðst ekki hafa gefið fyrirmæli um kynhlutlaust málfar - heldur sé orðið einfaldlega frjálst. Í hlaðvarpinu Þú veist betur á RÚV má heyra þetta: „Sum sem fara á túr upplifa gríðarlega vanlíðan, fyrir aðra er þetta ekkert mál. Og það eru ekki bara konur sem fara á túr, heldur fólk með leg. Allt fólk með leg.“ Fólk með leg nær þannig einnig utan um karla sem fæðast í kvenmannslíkama, en eru ekki konur. „Það var hér til umræðu um daginn frumvarp um nýja skimunarskrá, þar sem því var einmitt velt upp að þar gætu fleiri þurft að fara í skimun við vanda í legi en bara konur,“ segir Katrín. Þannig að þar sé réttast að nota orð eins og legberi, leghafi eða leghafandi einstaklingur eða eitthvað í þá veru? „Ja, þessi orð eru ágæt með, en ég mun ekki hætta að nota orðið kona. Af því að ég ætla að halda mig við það að vera það sjálf,“ segir Katrín. Ófá dæmi má finna við einfalda leit á Twitter, þar sem talað er um leghafa í stað kvenna. ja menn geta verið leghafar hvað meinaru með þessu tweeti? educate urself❤️❤️— Ylfa (@ylfaswag) February 23, 2021 leghafar, hafiði tekið eftir lengri tíðarhring eftir bólusetningu?— Fen Hyrrokkin Skólpmálaráðherra (@skolledla) January 20, 2022 Nefnilega. Leghafar eru fullfærir um að taka ígrundaðar ákvarðanir um eigin líkama.— Hulda Hrund 🇺🇦 (@hulda_hrund) September 26, 2021 Uppástunga kom fyrir því að finna betra orð en ,,leghafi" yfir einstaklinga með leg. Eru til fleiri ókynjuð orð fyrir þessa einstaklinga.@BragiValdimar , hvað segir orðasmiðurinn 👑— Öfgar (@ofgarofgar) November 23, 2021 gangandi legfarendur?— Eiríkur Kristjánsson (@Eirikur_Gauti) November 23, 2021 Jafnréttismál Íslensk fræði Íslenska á tækniöld Hinsegin Málefni trans fólks Tengdar fréttir Karlar líklegri til að neita að nota rétt fornöfn um kynsegin fólk Töluvert hærra hlutfall karla en kvenna kveðst myndu neita að nota persónufornafnið hán um manneskju sem bæði þá um það. Konur eru líklegri en karlar til að verða við slíkri ósk, ef marka má niðurstöður rannsóknar Lilju Guðmundsdóttur, nýútskrifaðs félagsfræðings. 26. júní 2021 13:00 Sjálfsögð viðbót við tungumálið sem þurfi að koma til móts við fólk Kynhlutlausa persónufornafninu hán verður bætt við orðabækur Stofnunar Árna Magnússonar. Prófessor í íslensku segir viðbótina sjálfsagða enda verði tungumálið að koma til móts við fólk og svara þörfum þess. 6. ágúst 2021 22:00 RÚV telur að allir og öll geti lifað í sátt og samlyndi Á undanförnum árum hefur þeirrar breytingar orðið vart í máli sumra fréttamanna RÚV að hvorugkynsmyndir lýsingarorða og fornafna eru notaðar í almennri vísun í stað hefðbundins almenns karlkyns. 17. maí 2021 15:40 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Í nafni jafnréttis allra kynja er fjöldi fólks farinn að breyta tungumáli sínu með tiltölulega róttækum hætti. Breytingarnar ná hvort tveggja til málfræðinnar og orðaforðans. Dæmi um þetta er að tala iðulega um „þau“ í hlutlausri almennri merkingu í stað þess að segja „þeir.“ Þá velja sumir að tala um „leghafa“ í stað „kvenna“ - eða „barnshafandi einstaklinga“ í stað „verðandi mæðra.“ Fjallað er um ýmsar hliðar þessa máls í myndbrotinu hér að ofan og sýndur fjöldi dæma um málbreytingarnar. Tungumálið á að taka utan um „öll“ Forsætisráðherra hefur tileinkað sér sumar þessara breytinga: „Ég hef reynt að tileinka mér að nota reglulega til skiptis karlkyn, kvenkyn og hvorugkyn, þannig að maður leggi áherslu á að tungumálið taki utan um öll,“ segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu. Þessarar tilhneigingar verður mjög vart í fréttum Ríkisútvarpsins. Málfarsráðunauturinn þar kveðst ekki hafa gefið fyrirmæli um kynhlutlaust málfar - heldur sé orðið einfaldlega frjálst. Í hlaðvarpinu Þú veist betur á RÚV má heyra þetta: „Sum sem fara á túr upplifa gríðarlega vanlíðan, fyrir aðra er þetta ekkert mál. Og það eru ekki bara konur sem fara á túr, heldur fólk með leg. Allt fólk með leg.“ Fólk með leg nær þannig einnig utan um karla sem fæðast í kvenmannslíkama, en eru ekki konur. „Það var hér til umræðu um daginn frumvarp um nýja skimunarskrá, þar sem því var einmitt velt upp að þar gætu fleiri þurft að fara í skimun við vanda í legi en bara konur,“ segir Katrín. Þannig að þar sé réttast að nota orð eins og legberi, leghafi eða leghafandi einstaklingur eða eitthvað í þá veru? „Ja, þessi orð eru ágæt með, en ég mun ekki hætta að nota orðið kona. Af því að ég ætla að halda mig við það að vera það sjálf,“ segir Katrín. Ófá dæmi má finna við einfalda leit á Twitter, þar sem talað er um leghafa í stað kvenna. ja menn geta verið leghafar hvað meinaru með þessu tweeti? educate urself❤️❤️— Ylfa (@ylfaswag) February 23, 2021 leghafar, hafiði tekið eftir lengri tíðarhring eftir bólusetningu?— Fen Hyrrokkin Skólpmálaráðherra (@skolledla) January 20, 2022 Nefnilega. Leghafar eru fullfærir um að taka ígrundaðar ákvarðanir um eigin líkama.— Hulda Hrund 🇺🇦 (@hulda_hrund) September 26, 2021 Uppástunga kom fyrir því að finna betra orð en ,,leghafi" yfir einstaklinga með leg. Eru til fleiri ókynjuð orð fyrir þessa einstaklinga.@BragiValdimar , hvað segir orðasmiðurinn 👑— Öfgar (@ofgarofgar) November 23, 2021 gangandi legfarendur?— Eiríkur Kristjánsson (@Eirikur_Gauti) November 23, 2021
Jafnréttismál Íslensk fræði Íslenska á tækniöld Hinsegin Málefni trans fólks Tengdar fréttir Karlar líklegri til að neita að nota rétt fornöfn um kynsegin fólk Töluvert hærra hlutfall karla en kvenna kveðst myndu neita að nota persónufornafnið hán um manneskju sem bæði þá um það. Konur eru líklegri en karlar til að verða við slíkri ósk, ef marka má niðurstöður rannsóknar Lilju Guðmundsdóttur, nýútskrifaðs félagsfræðings. 26. júní 2021 13:00 Sjálfsögð viðbót við tungumálið sem þurfi að koma til móts við fólk Kynhlutlausa persónufornafninu hán verður bætt við orðabækur Stofnunar Árna Magnússonar. Prófessor í íslensku segir viðbótina sjálfsagða enda verði tungumálið að koma til móts við fólk og svara þörfum þess. 6. ágúst 2021 22:00 RÚV telur að allir og öll geti lifað í sátt og samlyndi Á undanförnum árum hefur þeirrar breytingar orðið vart í máli sumra fréttamanna RÚV að hvorugkynsmyndir lýsingarorða og fornafna eru notaðar í almennri vísun í stað hefðbundins almenns karlkyns. 17. maí 2021 15:40 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Karlar líklegri til að neita að nota rétt fornöfn um kynsegin fólk Töluvert hærra hlutfall karla en kvenna kveðst myndu neita að nota persónufornafnið hán um manneskju sem bæði þá um það. Konur eru líklegri en karlar til að verða við slíkri ósk, ef marka má niðurstöður rannsóknar Lilju Guðmundsdóttur, nýútskrifaðs félagsfræðings. 26. júní 2021 13:00
Sjálfsögð viðbót við tungumálið sem þurfi að koma til móts við fólk Kynhlutlausa persónufornafninu hán verður bætt við orðabækur Stofnunar Árna Magnússonar. Prófessor í íslensku segir viðbótina sjálfsagða enda verði tungumálið að koma til móts við fólk og svara þörfum þess. 6. ágúst 2021 22:00
RÚV telur að allir og öll geti lifað í sátt og samlyndi Á undanförnum árum hefur þeirrar breytingar orðið vart í máli sumra fréttamanna RÚV að hvorugkynsmyndir lýsingarorða og fornafna eru notaðar í almennri vísun í stað hefðbundins almenns karlkyns. 17. maí 2021 15:40