Hafi farið eftir leiðbeiningum við ólögmæta skipun ráðuneytisstjóra Árni Sæberg skrifar 4. mars 2022 19:02 Áslaug Arna er vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Íslands. Vísir/Vilhelm Vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segist hafa farið eftir leiðbeiningum í minnisblaði vegna verklags við breytingar á skipulagi Stjórnarráðs Íslands þegar hún setti Ásdísi Höllu Bragadóttur sem ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða án auglýsingar. Umboðsmaður Alþingis segir ráðninguna hafa verið ólögmæta. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur sent frá sér svar við áliti umboðsmanns Alþingis sem birt var í dag. Niðurstaða umboðsmanns Alþingis var að ráðning Ásdísar Höllu Bragadóttur sem ráðuneytistjóri nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu hafi farið gegn ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Tilkynnt var í byrjun desember að Ásdís Halla hafi verið ráðin verkefnastjóri við undirbúning nýs vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis. Í lok janúar var svo tilkynnt að hún yrði tímabundið sett ráðuneytisstjóri. Hefði heldur viljað auglýsa tímanlega Áslaug Arna segist hefði fagnað því að geta auglýst stöðu ráðuneytisstjóra tímanlega í stað þess að setja tímabundið. „Það var leiðin sem ég vildi fara frá upphafi, en til þess hefði ég þurft að fara gegn ráðleggingum stjórnarráðsins,“ segir hún. Samkvæmt minnisblaði frá forsætis-, innviða- og fjármálaráðuneyti, sem fór fyrir ríkisstjórn í desember vegna verklags við breytingar á skipulagi Stjórnarráðs Íslands, hafi ekki verið forsendur fyrir öðru en að setja ráðuneytisstjóra tímabundið meðan auglýst væri og ekki lögformlegur grundvöllur til að auglýsa fyrr en forsetaúrskurður birtist. „Það var á grundvelli þeirra leiðbeininga sem auglýsing var birt og starfandi ráðuneytisstjóri settur með þeim hætti sem gert var,“ segir ráðherra. Mikilvægt að starfsmannalög verði endurskoðuð Þá segir hún að skýrt komi fram í áliti umboðsmanns að hann telji ekki að umrædd setning í embættið yrði metin ógild og dómstólum og jafnframt liggi fyrir að umrætt embætti hafi þegar verið auglýst. „Niðurstaða umboðsmanns dregur einnig fram að mínu mati mikilvægi þess að ákvæði starfsmannalaga verði endurskoðuð með tilliti til þess tómarúms sem skapast frá því að ákvörðun um að stofna nýtt ráðuneyti er tekin og þangað til því er komið á fót í forsetaúrskurði,“ segir Áslaug Arna að lokum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur sent frá sér svar við áliti umboðsmanns Alþingis sem birt var í dag. Niðurstaða umboðsmanns Alþingis var að ráðning Ásdísar Höllu Bragadóttur sem ráðuneytistjóri nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu hafi farið gegn ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Tilkynnt var í byrjun desember að Ásdís Halla hafi verið ráðin verkefnastjóri við undirbúning nýs vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis. Í lok janúar var svo tilkynnt að hún yrði tímabundið sett ráðuneytisstjóri. Hefði heldur viljað auglýsa tímanlega Áslaug Arna segist hefði fagnað því að geta auglýst stöðu ráðuneytisstjóra tímanlega í stað þess að setja tímabundið. „Það var leiðin sem ég vildi fara frá upphafi, en til þess hefði ég þurft að fara gegn ráðleggingum stjórnarráðsins,“ segir hún. Samkvæmt minnisblaði frá forsætis-, innviða- og fjármálaráðuneyti, sem fór fyrir ríkisstjórn í desember vegna verklags við breytingar á skipulagi Stjórnarráðs Íslands, hafi ekki verið forsendur fyrir öðru en að setja ráðuneytisstjóra tímabundið meðan auglýst væri og ekki lögformlegur grundvöllur til að auglýsa fyrr en forsetaúrskurður birtist. „Það var á grundvelli þeirra leiðbeininga sem auglýsing var birt og starfandi ráðuneytisstjóri settur með þeim hætti sem gert var,“ segir ráðherra. Mikilvægt að starfsmannalög verði endurskoðuð Þá segir hún að skýrt komi fram í áliti umboðsmanns að hann telji ekki að umrædd setning í embættið yrði metin ógild og dómstólum og jafnframt liggi fyrir að umrætt embætti hafi þegar verið auglýst. „Niðurstaða umboðsmanns dregur einnig fram að mínu mati mikilvægi þess að ákvæði starfsmannalaga verði endurskoðuð með tilliti til þess tómarúms sem skapast frá því að ákvörðun um að stofna nýtt ráðuneyti er tekin og þangað til því er komið á fót í forsetaúrskurði,“ segir Áslaug Arna að lokum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira