Fótbolti

María spilaði allan leikinn í sigri Manchester United

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
María Þórisdóttir
María Þórisdóttir Mynd/Getty

Manchester United fékk Leicester City í heimsókn í úrvalsdeild kvenna á Englandi, WSL deildinni. Leikurinn varð aldrei spennandi og Manchester United vann auðveldan 4-0 sigur.

Fyrir leikinn voru liðin í ólíkri stöðu í deildinni. Heimakonur Í Manchester United með 25 stig í fimmta sæti deildarinnar á meðan að Leicester City var með tólf stig í ellefta og næst neðsta sæti. María Þórisdóttir var að venju á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá heimakonum.

United byrjaði leikinn mun betur og strax á 17. mínútu leiksins brutu þær ísinn. Þar var að verki Martha Thomas sem skoraði eftir undirbúning frá Ona Batlle. Forystan var svo tvöfölduð á 30. mínútu þegar að Alessia Russo skoraði. 2-0 í hálfleik og róðurinn þungur fyrir gestina.

Katie Zelem gerði svo úti um leikinn með tveimur mörkum í síðari hálfleik. Hún skoraði tvö mörk með fjögurra mínútna millibili, á 59. mínútu og 63. mínútu. Þær rauðklæddu sigldu svo þægilegum sigri í höfn.

Manchester United er eftir leikinn í fjórða sæta deildarinnar með 8 stig en Leicester er sem fyrr í ellefta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×