Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ býst við harðri baráttu Snorri Másson skrifar 6. mars 2022 12:16 Almar Guðmundsson vann Áslaugu Huldu Jónsdóttur með 41 atkvæði í baráttunni um oddvitasætið í Garðabæ, en það var handagangur í öskjunni eftir að Gunnar Einarsson, bæjarstjóri til sautján ára, ákvað að segja þetta gott. Almar Guðmundson bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ í gær. Nú segir hann harða kosningabaráttu fram undan. Listar stjórnmálaflokkanna fyrir sveitarstjórnarkosningar í voru eru flestir farnir að skýrast verulega. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði lauk prófkjöri í gær, þar sem Rósa Guðbjartsdóttir mun leiða listann áfram en hart var barist um annað sætið. Þar varð Orri Björnsson forstjóri Algalífs hlutskarpastur. Fram undan er svo bæjarstjóraslagur Rósu við oddvita Samfylkingarmanna, Guðmund Árna Stefánsson. Í Garðabæ vann Almar Guðmundsson Áslaugu Huldu Jónsdóttur með 41 atkvæði. Baráttan var hörð eftir að Gunnar Einarsson, til sautján ára, ákvað að segja þetta gott. Þá urðu þau tíðindi einnig að Margrét Bjarnadóttir, dóttir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokks, hafnaði í fimmta sæti listans. Flokkurinn er nú með átta fulltrúa í bæjarstjórn. „Þetta var náttúrulega fyrst og fremst glæsilegt prófkjör. Auðvitað er ég mjög sáttur við að ná mínu markmiði en ég held að niðurstaðan sé fyrst og fremst sigur fyrir okkur öll, því það var mikil þátttaka og glæsilegir frambjóðendur,“ segir Almar í samtali við fréttastofu. Áslaug, verður hún á listanum? „Úrslitin liggja náttúrulega bara fyrir núna og ég geri ráð fyrir að við verðum sameinuð áfram,“ segir Almar. Myndirðu segja að það sé hörð kosningabarátta fram undan? „Já, ég geri bara ráð fyrir því að aðrir flokkar verði með öflugt fólk. Og það er bara mikið af öflugu fólki í Garðabæ. Það verður örugglega bara krefjandi að fara í gegnum þessa kosningabaráttu og tryggja það að flokkurinn vinni sigur,“ segir Almar. Það er nú ekki þannig kannski að Sjálfstæðisflokkurinn eigi erfitt uppdráttar í Garðabæ? „Það er nú alltaf þannig að við byrjum á núllinu og nálgumst þetta þannig, en ég held að prófkjörið og sú mikla málefnavinna sem fór fram í kringum það muni hjálpa okkur gríðarlega.“ Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Mjótt á munum í Garðabæ Áslaug Hulda Jónsdóttir er efst í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Garðabæ en búið er að telja um helming atkvæða. Tíu atkvæðum munar á efstu tveimur frambjóðendunum. 5. mars 2022 22:06 Rósa efst í Hafnarfirði Rósa Guðbjartsdóttir mun áfram leiða Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningunum í vor en prófkjör flokksins var haldið í dag. 5. mars 2022 21:47 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Listar stjórnmálaflokkanna fyrir sveitarstjórnarkosningar í voru eru flestir farnir að skýrast verulega. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði lauk prófkjöri í gær, þar sem Rósa Guðbjartsdóttir mun leiða listann áfram en hart var barist um annað sætið. Þar varð Orri Björnsson forstjóri Algalífs hlutskarpastur. Fram undan er svo bæjarstjóraslagur Rósu við oddvita Samfylkingarmanna, Guðmund Árna Stefánsson. Í Garðabæ vann Almar Guðmundsson Áslaugu Huldu Jónsdóttur með 41 atkvæði. Baráttan var hörð eftir að Gunnar Einarsson, til sautján ára, ákvað að segja þetta gott. Þá urðu þau tíðindi einnig að Margrét Bjarnadóttir, dóttir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokks, hafnaði í fimmta sæti listans. Flokkurinn er nú með átta fulltrúa í bæjarstjórn. „Þetta var náttúrulega fyrst og fremst glæsilegt prófkjör. Auðvitað er ég mjög sáttur við að ná mínu markmiði en ég held að niðurstaðan sé fyrst og fremst sigur fyrir okkur öll, því það var mikil þátttaka og glæsilegir frambjóðendur,“ segir Almar í samtali við fréttastofu. Áslaug, verður hún á listanum? „Úrslitin liggja náttúrulega bara fyrir núna og ég geri ráð fyrir að við verðum sameinuð áfram,“ segir Almar. Myndirðu segja að það sé hörð kosningabarátta fram undan? „Já, ég geri bara ráð fyrir því að aðrir flokkar verði með öflugt fólk. Og það er bara mikið af öflugu fólki í Garðabæ. Það verður örugglega bara krefjandi að fara í gegnum þessa kosningabaráttu og tryggja það að flokkurinn vinni sigur,“ segir Almar. Það er nú ekki þannig kannski að Sjálfstæðisflokkurinn eigi erfitt uppdráttar í Garðabæ? „Það er nú alltaf þannig að við byrjum á núllinu og nálgumst þetta þannig, en ég held að prófkjörið og sú mikla málefnavinna sem fór fram í kringum það muni hjálpa okkur gríðarlega.“
Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Mjótt á munum í Garðabæ Áslaug Hulda Jónsdóttir er efst í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Garðabæ en búið er að telja um helming atkvæða. Tíu atkvæðum munar á efstu tveimur frambjóðendunum. 5. mars 2022 22:06 Rósa efst í Hafnarfirði Rósa Guðbjartsdóttir mun áfram leiða Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningunum í vor en prófkjör flokksins var haldið í dag. 5. mars 2022 21:47 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Mjótt á munum í Garðabæ Áslaug Hulda Jónsdóttir er efst í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Garðabæ en búið er að telja um helming atkvæða. Tíu atkvæðum munar á efstu tveimur frambjóðendunum. 5. mars 2022 22:06
Rósa efst í Hafnarfirði Rósa Guðbjartsdóttir mun áfram leiða Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningunum í vor en prófkjör flokksins var haldið í dag. 5. mars 2022 21:47