Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ býst við harðri baráttu Snorri Másson skrifar 6. mars 2022 12:16 Almar Guðmundsson vann Áslaugu Huldu Jónsdóttur með 41 atkvæði í baráttunni um oddvitasætið í Garðabæ, en það var handagangur í öskjunni eftir að Gunnar Einarsson, bæjarstjóri til sautján ára, ákvað að segja þetta gott. Almar Guðmundson bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ í gær. Nú segir hann harða kosningabaráttu fram undan. Listar stjórnmálaflokkanna fyrir sveitarstjórnarkosningar í voru eru flestir farnir að skýrast verulega. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði lauk prófkjöri í gær, þar sem Rósa Guðbjartsdóttir mun leiða listann áfram en hart var barist um annað sætið. Þar varð Orri Björnsson forstjóri Algalífs hlutskarpastur. Fram undan er svo bæjarstjóraslagur Rósu við oddvita Samfylkingarmanna, Guðmund Árna Stefánsson. Í Garðabæ vann Almar Guðmundsson Áslaugu Huldu Jónsdóttur með 41 atkvæði. Baráttan var hörð eftir að Gunnar Einarsson, til sautján ára, ákvað að segja þetta gott. Þá urðu þau tíðindi einnig að Margrét Bjarnadóttir, dóttir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokks, hafnaði í fimmta sæti listans. Flokkurinn er nú með átta fulltrúa í bæjarstjórn. „Þetta var náttúrulega fyrst og fremst glæsilegt prófkjör. Auðvitað er ég mjög sáttur við að ná mínu markmiði en ég held að niðurstaðan sé fyrst og fremst sigur fyrir okkur öll, því það var mikil þátttaka og glæsilegir frambjóðendur,“ segir Almar í samtali við fréttastofu. Áslaug, verður hún á listanum? „Úrslitin liggja náttúrulega bara fyrir núna og ég geri ráð fyrir að við verðum sameinuð áfram,“ segir Almar. Myndirðu segja að það sé hörð kosningabarátta fram undan? „Já, ég geri bara ráð fyrir því að aðrir flokkar verði með öflugt fólk. Og það er bara mikið af öflugu fólki í Garðabæ. Það verður örugglega bara krefjandi að fara í gegnum þessa kosningabaráttu og tryggja það að flokkurinn vinni sigur,“ segir Almar. Það er nú ekki þannig kannski að Sjálfstæðisflokkurinn eigi erfitt uppdráttar í Garðabæ? „Það er nú alltaf þannig að við byrjum á núllinu og nálgumst þetta þannig, en ég held að prófkjörið og sú mikla málefnavinna sem fór fram í kringum það muni hjálpa okkur gríðarlega.“ Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Mjótt á munum í Garðabæ Áslaug Hulda Jónsdóttir er efst í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Garðabæ en búið er að telja um helming atkvæða. Tíu atkvæðum munar á efstu tveimur frambjóðendunum. 5. mars 2022 22:06 Rósa efst í Hafnarfirði Rósa Guðbjartsdóttir mun áfram leiða Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningunum í vor en prófkjör flokksins var haldið í dag. 5. mars 2022 21:47 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Sjá meira
Listar stjórnmálaflokkanna fyrir sveitarstjórnarkosningar í voru eru flestir farnir að skýrast verulega. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði lauk prófkjöri í gær, þar sem Rósa Guðbjartsdóttir mun leiða listann áfram en hart var barist um annað sætið. Þar varð Orri Björnsson forstjóri Algalífs hlutskarpastur. Fram undan er svo bæjarstjóraslagur Rósu við oddvita Samfylkingarmanna, Guðmund Árna Stefánsson. Í Garðabæ vann Almar Guðmundsson Áslaugu Huldu Jónsdóttur með 41 atkvæði. Baráttan var hörð eftir að Gunnar Einarsson, til sautján ára, ákvað að segja þetta gott. Þá urðu þau tíðindi einnig að Margrét Bjarnadóttir, dóttir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokks, hafnaði í fimmta sæti listans. Flokkurinn er nú með átta fulltrúa í bæjarstjórn. „Þetta var náttúrulega fyrst og fremst glæsilegt prófkjör. Auðvitað er ég mjög sáttur við að ná mínu markmiði en ég held að niðurstaðan sé fyrst og fremst sigur fyrir okkur öll, því það var mikil þátttaka og glæsilegir frambjóðendur,“ segir Almar í samtali við fréttastofu. Áslaug, verður hún á listanum? „Úrslitin liggja náttúrulega bara fyrir núna og ég geri ráð fyrir að við verðum sameinuð áfram,“ segir Almar. Myndirðu segja að það sé hörð kosningabarátta fram undan? „Já, ég geri bara ráð fyrir því að aðrir flokkar verði með öflugt fólk. Og það er bara mikið af öflugu fólki í Garðabæ. Það verður örugglega bara krefjandi að fara í gegnum þessa kosningabaráttu og tryggja það að flokkurinn vinni sigur,“ segir Almar. Það er nú ekki þannig kannski að Sjálfstæðisflokkurinn eigi erfitt uppdráttar í Garðabæ? „Það er nú alltaf þannig að við byrjum á núllinu og nálgumst þetta þannig, en ég held að prófkjörið og sú mikla málefnavinna sem fór fram í kringum það muni hjálpa okkur gríðarlega.“
Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Mjótt á munum í Garðabæ Áslaug Hulda Jónsdóttir er efst í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Garðabæ en búið er að telja um helming atkvæða. Tíu atkvæðum munar á efstu tveimur frambjóðendunum. 5. mars 2022 22:06 Rósa efst í Hafnarfirði Rósa Guðbjartsdóttir mun áfram leiða Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningunum í vor en prófkjör flokksins var haldið í dag. 5. mars 2022 21:47 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Sjá meira
Mjótt á munum í Garðabæ Áslaug Hulda Jónsdóttir er efst í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Garðabæ en búið er að telja um helming atkvæða. Tíu atkvæðum munar á efstu tveimur frambjóðendunum. 5. mars 2022 22:06
Rósa efst í Hafnarfirði Rósa Guðbjartsdóttir mun áfram leiða Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningunum í vor en prófkjör flokksins var haldið í dag. 5. mars 2022 21:47