Uppátækjasamur skólameistari sem áður starfaði á sjónum, í fréttum og í fjölmiðlum Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. mars 2022 07:00 Starfsframi Magnúsar Ingvasonar skólastjóra Fjölbrautaskólans í Ármúla hófst eins og hjá mörgum öðrum: Hann byrjaði á því að starfa í mörgum ólíkum störfum, bæði á sjó á landi. Síðan fór hann í fjölmiðlanám til Bandaríkjanna og eftir það varð hann fréttamaður á Stöð 2 og Bylgjunni. En síðustu áratugina á kennsla og skólastarfið hug hans allan. Og ótrúlegustu áhugamál! Vísir/Vilhelm Magnús Ingvason skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla (FÁ) er feginn að grímuskyldan er ekki lengur. „Ég reyni að ganga um allan skólann tvisvar til þrisvar sinnum á dag í tíu til fimmtán mínútur í hvert skipti. Þá kíki ég inn í stofur og sé áhugasama nemendur njóta góðrar kennslu og fæ meira að segja oft að taka þátt í umræðum. Svo bara að spjalla við nemendur á göngum skólans sem eru í eyðu,“ segir Magnús og bætir við: „Mér finnst skipta mjög miklu máli að vera í góðu sambandi við nemendur skólans og að sjálfsögðu starfsmenn líka. Það var aðeins erfiðara að tengjast nemendum með grímu, en nú er þetta miklu betra þegar grímurnar eru farnar.“ Magnús Ingvason var eitt sinn fréttamaður á Bylgjunni og Stöð 2 og tók líka þátt í að reka útvarpsstöðina Stjörnuna sálugu með hinum víðfræga útvarpsmanni Sigga Hlö. Í dag er hann hins vegar skólameistari í FÁ og veit fátt skemmtilegra en það starf. Reyndar svo skemmtilegt að sjálfum fyndist honum í góðu lagi ef skóladagarnir væru alla sjö daga vikunnar. En hvernig þróaðist starfsframinn þannig að sá sem hóf fullorðins ferilinn sem frétta- og fjölmiðlamaður er nú skólameistari í framhaldsskóla? Á sjó og á landi Magnús er 61 árs, kvæntur Guðrúnu Guðjónsdóttur íslenskukennara í Borgarholtsskóla. Magnús á tvær dætur og Guðrún tvær og því eru dæturnar fjórar samtals og ,,skábarnabörnin“ tvö segir Magnús. „Dæturnar allar eru að gera góða hluti og það gleður mikið.“ Að rifja upp fyrstu störfin með Magnúsi er þessi alíslenska gamla góða leið: Þar sem unnið var í alls kyns störfum. Bæði á sjó og landi. „Fyrir utan sumarstörf í verktakavinnu sem unglingur, þá fór ég á vetrarvertíð á 200 tonna bát frá Sandgerði. Fórum saman þrír vinir. Var síðan einnig í skamman tíma á togara og svo einnig á fraktskipi. Þar með var sjómennskuferlinum lokið,“ segir Magnús. Fyrsta aðkoma Magnúsar að kennslu og starfi í skóla var reyndar mjög snemma. Því þegar Magnús var aðeins rúmlega tvítugur fór hann að kenna unglingum stærðfræði og eðlisfræði á Akranesi. Ég ætlaði bara að vera í eitt ár en þau urðu tvö og hálft. Þjálfaði líka hjá ÍA og vann í Sementsverksmiðjunni á sumrin sem gerir mig náttúrulega að ekta Skagamanni! Það var frábær tími á Akranesi og ég bý enn að fjölmörgum góðum vinum þaðan, bæði fyrrum nemendum og svo öðrum sem voru eldri.“ Magnús hélt síðan til Bandaríkjanna og fór í fjölmiðlafræðinám við NIU háskólann í Illinois. „Þegar ég kem heim gerist ég fréttamaður á Bylgjunni og svo sameiginlegri fréttastofu Bylgjunnar og Stöðvar 2. Þar var ég í rúm tvö ár. Síðan tók stuttur tími við að reka Stjörnuna sem þá var í eigu Íslenska útvarpsfélagsins ásamt Sigga Hlö og útvarpsstöðin var vinsælasta stöðin í hópi ungmenna á þeim tíma.“ Eftir nám í Bandaríkjunum starfaði Magnús sem fréttamaður á Bylgjunni og samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöð 2. Síðan rak hann útvarpsstöðina Stjörnuna sálugu, með þeim víðfræga útvarpsmanni Sigga Hlö. En kennslan togaði í hann og í tæplega tuttugu ár kenndi hann á fjölmiðlabraut FB.Vísir/Vilhelm Skólastjórnandinn fæðist En skólaumhverfið heillaði Magnús og eftir Stjörnutímabilið var hann ráðinn fjölmiðlafræðikennari í Fjölbrautaskólanum i Breiðholti (FB). Og var þar næstu 19 árin! Á þeim árum sem Magnús kenndi fjölmiðlafræði í FB þróuðust málin þannig að samhliða kennarastarfinu fór hann að stýra bæði Kvöldskóla FB og Sumarskólanum. Þetta gerði hann í mörg ár, þó með mörgum öðrum að hans sögn. „Árið 2013 verð ég svo aðstoðarskólameistari skólans, en hafði þá lokið meistaranámi í Opinberri stjórnsýslu nokkrum árum fyrr. Ég er svo í því starfi í fimm ár, en er þá ráðinn skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla árið 2018. Og þar er ég enn.“ Magnús segir að árin sem kennari hafi opnað augun hans fyrir því hversu gefandi kennarastarfið er. Enda er hann enn í sambandi við marga fyrrum nemendur. Nemendur sem hann kenndi í FB en líka á Akranesi. „Það eru um 600 fyrrum nemendur vinir mínir á Facebook. Mér finnst frábært að fylgjast með þeim í lífinu, gleðjast með þeim á góðum stundum og hugsa hlýlega til þeirra á erfiðum stundum.“ En hvernig myndir þú lýsa starfi skólameistarans? „Það er erfitt að lýsa starfi skólameistara nokkrum orðum. Hér eru 900 nemendur í dagskóla, 1300 nemendur í fjarnámi og 115 starfsmenn. Stundum getur verið mjög mikið að gera og svo eru aðrir dagar rólegri,“ segir Magnús en bætir við: En allir dagar eru skemmtilegir og ég hlakka alla morgna að mæta til vinnu. Sprett upp við vekjaraklukkuna. Mín vegna mætti alveg vera sjö daga skólavika! En um leið er mér umhugað um styttri vinnuviku og að álag sé ekki gríðarlegt á nemendur og starfsmenn.“ Þá segir Magnús ýmislegt hafa bæst við í vinnu framhaldsskólanna síðustu árin. Jafnlaunavottun, græn skref í ríkisrekstri, loftslagsstefna, ytra og innra mat, persónuverndarstefna, lög um skjalavistun og ótalmargt fleira. „Við sinnum þessu að sjálfsögðu vel, en stundum finnst mér að ég þyrfti meiri tíma til að sinna nemendum og starfsmönnum enn betur; gera skólann að enn betri vinnustað fyrir bæði nemendur og starfsmenn,“ segir Magnús og bætir við: „Skólastarfið snýst að mestu um að koma nemendum öflugum, víðsýnum og heilsteyptum einstaklingum út í þjóðfélagið og við vinnum að slíku á hverjum degi.“ Magnús með hópi nemenda í FÁ en daglega leggur Magnús áherslu á að ganga um skólann tvisvar til þrisvar sinnum á dag og heilsa upp á nemendur. Magnús er dauðfeginn því að grímuskylda er ekki lengur enda auðveldara að vera í góðu sambandi við nemendur án þess að allir séu með grímur. Erfitt að vera ungur í dag Magnús segir Covid auðvitað hafa verið erfitt tímabil og íþyngjandi fyrir bæði kennara og nemendur. Oft hafi faraldurinn bitnað mikið á skólastarfinu og það gengið erfiðlega. „Stundum var bara kennsla á Teams, stundum í skólanum og stundum vissum við ekki hvað myndi gerast næst, svona eins og í þjóðfélaginu,“ segir Magnús og bætir því við að nú vonist hann til þess að skólastarfið verði eins eðlilegt og hugsast getur. „Og að skólastarfið verði flott og árangursríkt hér eftir og um alla tíð.“ En við spurðum Magnús líka í það hvernig honum fyndist umhverfi nemenda hafa breyst síðustu árin og áratugina. Ekki síst með tilkomu tækninnar og þeirra breytinga sem heimurinn er æ hraðar að fara í gegnum. „Það er ekki auðvelt að vera ungur í dag,“ segir Magnús. „Ástandið síðustu tvö ár hefur gert marga kvíðna og óörugga og nú bætist við áhyggjur vegna stríðsátaka sem gæti haft meiri áhrif á ungt fólk en aðra sem eldri eru. Framhaldsskólaárin eiga að vera þokkaleg áhyggjulaus; fyrst og fremst á að vera gaman, sinna félagslífi og eignast vini og að sjálfsögðu að standa sig í skólanum. Hér er ótrúlega mikið af flottum nemendum í skólanum sem tækla þetta ástand þótt erfitt sé. Við erum með gríðarlega öfluga og flotta stoðþjónustu hér í skólanum til að grípa inn í þegar erfiðleikar koma upp.“ Magnús segir skólastarfið í FÁ afar framsækið og félagslíf starfsmanna að öllu jafna mikið og gott. Þá er starfandi í skólanum hljómsveitin ÚFF þar sem Magnús er gítarleikari. Hann segir það þó ekki skýrast af tónlistarhæfileikum sínum heldur frekar því að hann fái að vera með sem hljómsveitastjóri og skólameistari.Vísir/Vilhelm Fær að vera gítarleikari í ÚFF Magnús segir skólastarfið í FÁ afar framsækið. „Við erum með flott bóknám og listnám og heilbrigðisskólinn sem er hér innan dyra er í góðum vexti. Hér er verið að leit lausna við hvers kyns málum og ýmislegt í pípunum. Við erum mjög fjölbreyttan nemendahóp og með ótal brautir. Í skólanum starfar líka ótrúlega hæft fólk og einstaklega skemmtilegt.“ Þá segir hann félagslíf starfsmanna að öllu jafna mikið og gott. Nefnir hann þar sérstaklega skemmtidag og árshátíð sem dæmi en hvoru tveggja er á döfinni bráðlega. „Þá er í skólanum starfandi hljómsveitin ÚFF og þar sinni ég gítarleik. Ég er reyndar lélegastur innan um flott tónlistarfólk, en sem hljómsveitarstjóri/skólameistari fæ ég að vera með.“ Að þessu sögðu er tilefni til að taka það fram að Atvinnulífið hefur heimildir fyrir því að Magnús eigi það til að vera afar uppátækjasamur. Sem dæmi má nefna myndband sem Magnús gerði þegar hann varð fimmtugur og sýndi hvernig hann hafði á afmælisárinu formlega tekið þátt í íþróttamótum í 28 mismunandi greinum fyrir jafn mörg íþróttafélög. Markmið sem hann setti sér í tilefni stórafmælisins. „Líklega er ég sá einstaklingur á Íslandi sem hefur verið í flestum íþróttafélögum. Það var fróðlegt að keppa í íshokkí, karate, dansi, fimleikum, siglingum, hestaíþróttum, mótorkrossi, glímu, kraftlyftingum og 19 öðrum greinum. Þetta var erfitt ár en mjög gefandi.“ Hér má sjá Youtube myndbandið um afmælismarkmiðið. Magnús er vægast sagt á kafi í alls kyns félagsmálum og áhugamálum og á stórafmælinu sínu þegar hann varð fimmtugur gerðist hann svo frægur að keppa í 28 íþróttagreinum og búa til um það markmið Youtube myndband. Þá á Magnús nítján skrautleg jakkaföt sem hann segist vera með nokkurs konar blæti fyrir. Vísir/Vilhelm Ætlaði að velja fólk úr Þjóðskrá og bjóða í mat Magnús segist alltaf hafa verið á kafi í félagsmálum og þegar hann var ungur tók hann þátt í stjórnmálastarfi en það var þó ekki mjög lengi. Í yfir þrjátíu ár hefur Magnús spilað fótbolta í eldri flokki Fylkist og tengt því staðið að því með félögum að halda árlegt, alþjóðlegt fótboltamót eldri keppenda með um 350 keppendum og þar af um 200 erlendum. Í um aldarfjórðung hefur Magnús líka staðið með félaga sínum að Opna Brezhnev-minningarmótinu í golfi enda sjálfur í fimmtíu manna golfhópi sem Magnús segir afar „flottan.“ „Þá er ég meðlimur í Gulldrengjunum sem er félagsskapur átján æskuvina og þar er ýmislegt í gangi, meðal annars árleg skákmót síðastliðin 35 ár. Loks verð ég að nefna að ég er formaður Manchester City stuðningsmannafélagsins á Íslandi.“ Sum áhugamál Magnúsar eru reyndar frumstæðari. Ég er líka sérlegur áhugamaður um „skrautleg“ jakkaföt og á nítján slík. Það má jafnvel kalla þetta jakkafatablæti á mjög háu stigi.“ En hvað þá með sextugsafmælið sem var í fyrra. Gerði Magnús eitthvað stórtækt þá? „Þegar ég varð sextugur langaði mig að gera eitthvað einstakt. Ég hafði í huga afar spennandi hugmynd sem var á þá leið að velja fólk úr þjóðskrá og bjóða því í matarboð. Velja bara eitthvað fólk einu sinni í mánuði og ég er handviss um að þetta hefði verið sérlega áhugavert,“ segir Magnús en viðurkennir að auðvitað viti hann ekki hvort fólk hefði svo sem áhuga. „En það er alltaf gaman að kynnast nýju fólki og heyra hvað það hefur fram að færa.“ En hvað? „En svo kom Covid. Þannig að núna er ég að hugsa eitthvað annað fyrir næsta stórafmæli,“ svarar Magnús og brosir í kambinn. Starfsframi Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Tengdar fréttir Með puttann á púlsinum í áratugi Þóra Ásgeirsdóttir hefur verið með puttann á kannanapúlsinum í áratugi, eða frá árinu 1986 þegar hún hóf störf hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. 21. febrúar 2022 07:00 Fannst Netflix og Tesla fyrst meira spennandi en íslenskir valkostir „Áður en ég byrjaði að fjárfesta ákvað ég að kaupa mér eina þekktustu bók sem gefin hefur verið út í þessum fjárfestingaheimi „Intelligent investor” eftir Benjamin Graham. 15. febrúar 2022 07:01 „Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig“ Fyrri hluti viðtals við Guðbjörg Ósk Friðriksdóttur, sem margir upplifa sem hina íslensku Elizabeth Gilbert. Síðari hluti viðtalsins verður birtur á Vísi klukkan átta á sunnudagsmorgun, annan í jólum. 25. desember 2021 08:01 Einstakt að hafa starfað með stofnanda Össurar hf. „Það var einstakt að fá að vinna með stofnanda Rafnar, Össuri Kristinssyni. Hann er sá sami og stofnaði Össur hf. og er mín fyrirmynd sem uppfinningamaður,“ segir Svavar Konráðsson vélaverkfræðingur en þrátt fyrir að vera aðeins 33 ára gamall, hefur Svavar verið nokkuð áberandi í frumkvöðlaumhverfinu á Íslandi. 29. nóvember 2021 07:01 „Átti ekki séns í unga fólkið sem var vinsælla á þessum tíma“ „Ég var að verða 35 ára þegar ég sá loksins tækifæri til að halda áfram í námi, ég skráði mig í frumgreinadeild HR, sem þá var gamli Tækniskólinn uppá höfða. Ég lauk síðan B.Sc. í Viðskiptafræði Vörustjórnunarsviði í Janúar 2004,“ segir Stella Leifsdóttir eigandi verslunarinnar Belladonna. 15. nóvember 2021 07:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Ég reyni að ganga um allan skólann tvisvar til þrisvar sinnum á dag í tíu til fimmtán mínútur í hvert skipti. Þá kíki ég inn í stofur og sé áhugasama nemendur njóta góðrar kennslu og fæ meira að segja oft að taka þátt í umræðum. Svo bara að spjalla við nemendur á göngum skólans sem eru í eyðu,“ segir Magnús og bætir við: „Mér finnst skipta mjög miklu máli að vera í góðu sambandi við nemendur skólans og að sjálfsögðu starfsmenn líka. Það var aðeins erfiðara að tengjast nemendum með grímu, en nú er þetta miklu betra þegar grímurnar eru farnar.“ Magnús Ingvason var eitt sinn fréttamaður á Bylgjunni og Stöð 2 og tók líka þátt í að reka útvarpsstöðina Stjörnuna sálugu með hinum víðfræga útvarpsmanni Sigga Hlö. Í dag er hann hins vegar skólameistari í FÁ og veit fátt skemmtilegra en það starf. Reyndar svo skemmtilegt að sjálfum fyndist honum í góðu lagi ef skóladagarnir væru alla sjö daga vikunnar. En hvernig þróaðist starfsframinn þannig að sá sem hóf fullorðins ferilinn sem frétta- og fjölmiðlamaður er nú skólameistari í framhaldsskóla? Á sjó og á landi Magnús er 61 árs, kvæntur Guðrúnu Guðjónsdóttur íslenskukennara í Borgarholtsskóla. Magnús á tvær dætur og Guðrún tvær og því eru dæturnar fjórar samtals og ,,skábarnabörnin“ tvö segir Magnús. „Dæturnar allar eru að gera góða hluti og það gleður mikið.“ Að rifja upp fyrstu störfin með Magnúsi er þessi alíslenska gamla góða leið: Þar sem unnið var í alls kyns störfum. Bæði á sjó og landi. „Fyrir utan sumarstörf í verktakavinnu sem unglingur, þá fór ég á vetrarvertíð á 200 tonna bát frá Sandgerði. Fórum saman þrír vinir. Var síðan einnig í skamman tíma á togara og svo einnig á fraktskipi. Þar með var sjómennskuferlinum lokið,“ segir Magnús. Fyrsta aðkoma Magnúsar að kennslu og starfi í skóla var reyndar mjög snemma. Því þegar Magnús var aðeins rúmlega tvítugur fór hann að kenna unglingum stærðfræði og eðlisfræði á Akranesi. Ég ætlaði bara að vera í eitt ár en þau urðu tvö og hálft. Þjálfaði líka hjá ÍA og vann í Sementsverksmiðjunni á sumrin sem gerir mig náttúrulega að ekta Skagamanni! Það var frábær tími á Akranesi og ég bý enn að fjölmörgum góðum vinum þaðan, bæði fyrrum nemendum og svo öðrum sem voru eldri.“ Magnús hélt síðan til Bandaríkjanna og fór í fjölmiðlafræðinám við NIU háskólann í Illinois. „Þegar ég kem heim gerist ég fréttamaður á Bylgjunni og svo sameiginlegri fréttastofu Bylgjunnar og Stöðvar 2. Þar var ég í rúm tvö ár. Síðan tók stuttur tími við að reka Stjörnuna sem þá var í eigu Íslenska útvarpsfélagsins ásamt Sigga Hlö og útvarpsstöðin var vinsælasta stöðin í hópi ungmenna á þeim tíma.“ Eftir nám í Bandaríkjunum starfaði Magnús sem fréttamaður á Bylgjunni og samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöð 2. Síðan rak hann útvarpsstöðina Stjörnuna sálugu, með þeim víðfræga útvarpsmanni Sigga Hlö. En kennslan togaði í hann og í tæplega tuttugu ár kenndi hann á fjölmiðlabraut FB.Vísir/Vilhelm Skólastjórnandinn fæðist En skólaumhverfið heillaði Magnús og eftir Stjörnutímabilið var hann ráðinn fjölmiðlafræðikennari í Fjölbrautaskólanum i Breiðholti (FB). Og var þar næstu 19 árin! Á þeim árum sem Magnús kenndi fjölmiðlafræði í FB þróuðust málin þannig að samhliða kennarastarfinu fór hann að stýra bæði Kvöldskóla FB og Sumarskólanum. Þetta gerði hann í mörg ár, þó með mörgum öðrum að hans sögn. „Árið 2013 verð ég svo aðstoðarskólameistari skólans, en hafði þá lokið meistaranámi í Opinberri stjórnsýslu nokkrum árum fyrr. Ég er svo í því starfi í fimm ár, en er þá ráðinn skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla árið 2018. Og þar er ég enn.“ Magnús segir að árin sem kennari hafi opnað augun hans fyrir því hversu gefandi kennarastarfið er. Enda er hann enn í sambandi við marga fyrrum nemendur. Nemendur sem hann kenndi í FB en líka á Akranesi. „Það eru um 600 fyrrum nemendur vinir mínir á Facebook. Mér finnst frábært að fylgjast með þeim í lífinu, gleðjast með þeim á góðum stundum og hugsa hlýlega til þeirra á erfiðum stundum.“ En hvernig myndir þú lýsa starfi skólameistarans? „Það er erfitt að lýsa starfi skólameistara nokkrum orðum. Hér eru 900 nemendur í dagskóla, 1300 nemendur í fjarnámi og 115 starfsmenn. Stundum getur verið mjög mikið að gera og svo eru aðrir dagar rólegri,“ segir Magnús en bætir við: En allir dagar eru skemmtilegir og ég hlakka alla morgna að mæta til vinnu. Sprett upp við vekjaraklukkuna. Mín vegna mætti alveg vera sjö daga skólavika! En um leið er mér umhugað um styttri vinnuviku og að álag sé ekki gríðarlegt á nemendur og starfsmenn.“ Þá segir Magnús ýmislegt hafa bæst við í vinnu framhaldsskólanna síðustu árin. Jafnlaunavottun, græn skref í ríkisrekstri, loftslagsstefna, ytra og innra mat, persónuverndarstefna, lög um skjalavistun og ótalmargt fleira. „Við sinnum þessu að sjálfsögðu vel, en stundum finnst mér að ég þyrfti meiri tíma til að sinna nemendum og starfsmönnum enn betur; gera skólann að enn betri vinnustað fyrir bæði nemendur og starfsmenn,“ segir Magnús og bætir við: „Skólastarfið snýst að mestu um að koma nemendum öflugum, víðsýnum og heilsteyptum einstaklingum út í þjóðfélagið og við vinnum að slíku á hverjum degi.“ Magnús með hópi nemenda í FÁ en daglega leggur Magnús áherslu á að ganga um skólann tvisvar til þrisvar sinnum á dag og heilsa upp á nemendur. Magnús er dauðfeginn því að grímuskylda er ekki lengur enda auðveldara að vera í góðu sambandi við nemendur án þess að allir séu með grímur. Erfitt að vera ungur í dag Magnús segir Covid auðvitað hafa verið erfitt tímabil og íþyngjandi fyrir bæði kennara og nemendur. Oft hafi faraldurinn bitnað mikið á skólastarfinu og það gengið erfiðlega. „Stundum var bara kennsla á Teams, stundum í skólanum og stundum vissum við ekki hvað myndi gerast næst, svona eins og í þjóðfélaginu,“ segir Magnús og bætir því við að nú vonist hann til þess að skólastarfið verði eins eðlilegt og hugsast getur. „Og að skólastarfið verði flott og árangursríkt hér eftir og um alla tíð.“ En við spurðum Magnús líka í það hvernig honum fyndist umhverfi nemenda hafa breyst síðustu árin og áratugina. Ekki síst með tilkomu tækninnar og þeirra breytinga sem heimurinn er æ hraðar að fara í gegnum. „Það er ekki auðvelt að vera ungur í dag,“ segir Magnús. „Ástandið síðustu tvö ár hefur gert marga kvíðna og óörugga og nú bætist við áhyggjur vegna stríðsátaka sem gæti haft meiri áhrif á ungt fólk en aðra sem eldri eru. Framhaldsskólaárin eiga að vera þokkaleg áhyggjulaus; fyrst og fremst á að vera gaman, sinna félagslífi og eignast vini og að sjálfsögðu að standa sig í skólanum. Hér er ótrúlega mikið af flottum nemendum í skólanum sem tækla þetta ástand þótt erfitt sé. Við erum með gríðarlega öfluga og flotta stoðþjónustu hér í skólanum til að grípa inn í þegar erfiðleikar koma upp.“ Magnús segir skólastarfið í FÁ afar framsækið og félagslíf starfsmanna að öllu jafna mikið og gott. Þá er starfandi í skólanum hljómsveitin ÚFF þar sem Magnús er gítarleikari. Hann segir það þó ekki skýrast af tónlistarhæfileikum sínum heldur frekar því að hann fái að vera með sem hljómsveitastjóri og skólameistari.Vísir/Vilhelm Fær að vera gítarleikari í ÚFF Magnús segir skólastarfið í FÁ afar framsækið. „Við erum með flott bóknám og listnám og heilbrigðisskólinn sem er hér innan dyra er í góðum vexti. Hér er verið að leit lausna við hvers kyns málum og ýmislegt í pípunum. Við erum mjög fjölbreyttan nemendahóp og með ótal brautir. Í skólanum starfar líka ótrúlega hæft fólk og einstaklega skemmtilegt.“ Þá segir hann félagslíf starfsmanna að öllu jafna mikið og gott. Nefnir hann þar sérstaklega skemmtidag og árshátíð sem dæmi en hvoru tveggja er á döfinni bráðlega. „Þá er í skólanum starfandi hljómsveitin ÚFF og þar sinni ég gítarleik. Ég er reyndar lélegastur innan um flott tónlistarfólk, en sem hljómsveitarstjóri/skólameistari fæ ég að vera með.“ Að þessu sögðu er tilefni til að taka það fram að Atvinnulífið hefur heimildir fyrir því að Magnús eigi það til að vera afar uppátækjasamur. Sem dæmi má nefna myndband sem Magnús gerði þegar hann varð fimmtugur og sýndi hvernig hann hafði á afmælisárinu formlega tekið þátt í íþróttamótum í 28 mismunandi greinum fyrir jafn mörg íþróttafélög. Markmið sem hann setti sér í tilefni stórafmælisins. „Líklega er ég sá einstaklingur á Íslandi sem hefur verið í flestum íþróttafélögum. Það var fróðlegt að keppa í íshokkí, karate, dansi, fimleikum, siglingum, hestaíþróttum, mótorkrossi, glímu, kraftlyftingum og 19 öðrum greinum. Þetta var erfitt ár en mjög gefandi.“ Hér má sjá Youtube myndbandið um afmælismarkmiðið. Magnús er vægast sagt á kafi í alls kyns félagsmálum og áhugamálum og á stórafmælinu sínu þegar hann varð fimmtugur gerðist hann svo frægur að keppa í 28 íþróttagreinum og búa til um það markmið Youtube myndband. Þá á Magnús nítján skrautleg jakkaföt sem hann segist vera með nokkurs konar blæti fyrir. Vísir/Vilhelm Ætlaði að velja fólk úr Þjóðskrá og bjóða í mat Magnús segist alltaf hafa verið á kafi í félagsmálum og þegar hann var ungur tók hann þátt í stjórnmálastarfi en það var þó ekki mjög lengi. Í yfir þrjátíu ár hefur Magnús spilað fótbolta í eldri flokki Fylkist og tengt því staðið að því með félögum að halda árlegt, alþjóðlegt fótboltamót eldri keppenda með um 350 keppendum og þar af um 200 erlendum. Í um aldarfjórðung hefur Magnús líka staðið með félaga sínum að Opna Brezhnev-minningarmótinu í golfi enda sjálfur í fimmtíu manna golfhópi sem Magnús segir afar „flottan.“ „Þá er ég meðlimur í Gulldrengjunum sem er félagsskapur átján æskuvina og þar er ýmislegt í gangi, meðal annars árleg skákmót síðastliðin 35 ár. Loks verð ég að nefna að ég er formaður Manchester City stuðningsmannafélagsins á Íslandi.“ Sum áhugamál Magnúsar eru reyndar frumstæðari. Ég er líka sérlegur áhugamaður um „skrautleg“ jakkaföt og á nítján slík. Það má jafnvel kalla þetta jakkafatablæti á mjög háu stigi.“ En hvað þá með sextugsafmælið sem var í fyrra. Gerði Magnús eitthvað stórtækt þá? „Þegar ég varð sextugur langaði mig að gera eitthvað einstakt. Ég hafði í huga afar spennandi hugmynd sem var á þá leið að velja fólk úr þjóðskrá og bjóða því í matarboð. Velja bara eitthvað fólk einu sinni í mánuði og ég er handviss um að þetta hefði verið sérlega áhugavert,“ segir Magnús en viðurkennir að auðvitað viti hann ekki hvort fólk hefði svo sem áhuga. „En það er alltaf gaman að kynnast nýju fólki og heyra hvað það hefur fram að færa.“ En hvað? „En svo kom Covid. Þannig að núna er ég að hugsa eitthvað annað fyrir næsta stórafmæli,“ svarar Magnús og brosir í kambinn.
Starfsframi Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Tengdar fréttir Með puttann á púlsinum í áratugi Þóra Ásgeirsdóttir hefur verið með puttann á kannanapúlsinum í áratugi, eða frá árinu 1986 þegar hún hóf störf hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. 21. febrúar 2022 07:00 Fannst Netflix og Tesla fyrst meira spennandi en íslenskir valkostir „Áður en ég byrjaði að fjárfesta ákvað ég að kaupa mér eina þekktustu bók sem gefin hefur verið út í þessum fjárfestingaheimi „Intelligent investor” eftir Benjamin Graham. 15. febrúar 2022 07:01 „Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig“ Fyrri hluti viðtals við Guðbjörg Ósk Friðriksdóttur, sem margir upplifa sem hina íslensku Elizabeth Gilbert. Síðari hluti viðtalsins verður birtur á Vísi klukkan átta á sunnudagsmorgun, annan í jólum. 25. desember 2021 08:01 Einstakt að hafa starfað með stofnanda Össurar hf. „Það var einstakt að fá að vinna með stofnanda Rafnar, Össuri Kristinssyni. Hann er sá sami og stofnaði Össur hf. og er mín fyrirmynd sem uppfinningamaður,“ segir Svavar Konráðsson vélaverkfræðingur en þrátt fyrir að vera aðeins 33 ára gamall, hefur Svavar verið nokkuð áberandi í frumkvöðlaumhverfinu á Íslandi. 29. nóvember 2021 07:01 „Átti ekki séns í unga fólkið sem var vinsælla á þessum tíma“ „Ég var að verða 35 ára þegar ég sá loksins tækifæri til að halda áfram í námi, ég skráði mig í frumgreinadeild HR, sem þá var gamli Tækniskólinn uppá höfða. Ég lauk síðan B.Sc. í Viðskiptafræði Vörustjórnunarsviði í Janúar 2004,“ segir Stella Leifsdóttir eigandi verslunarinnar Belladonna. 15. nóvember 2021 07:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Með puttann á púlsinum í áratugi Þóra Ásgeirsdóttir hefur verið með puttann á kannanapúlsinum í áratugi, eða frá árinu 1986 þegar hún hóf störf hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. 21. febrúar 2022 07:00
Fannst Netflix og Tesla fyrst meira spennandi en íslenskir valkostir „Áður en ég byrjaði að fjárfesta ákvað ég að kaupa mér eina þekktustu bók sem gefin hefur verið út í þessum fjárfestingaheimi „Intelligent investor” eftir Benjamin Graham. 15. febrúar 2022 07:01
„Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig“ Fyrri hluti viðtals við Guðbjörg Ósk Friðriksdóttur, sem margir upplifa sem hina íslensku Elizabeth Gilbert. Síðari hluti viðtalsins verður birtur á Vísi klukkan átta á sunnudagsmorgun, annan í jólum. 25. desember 2021 08:01
Einstakt að hafa starfað með stofnanda Össurar hf. „Það var einstakt að fá að vinna með stofnanda Rafnar, Össuri Kristinssyni. Hann er sá sami og stofnaði Össur hf. og er mín fyrirmynd sem uppfinningamaður,“ segir Svavar Konráðsson vélaverkfræðingur en þrátt fyrir að vera aðeins 33 ára gamall, hefur Svavar verið nokkuð áberandi í frumkvöðlaumhverfinu á Íslandi. 29. nóvember 2021 07:01
„Átti ekki séns í unga fólkið sem var vinsælla á þessum tíma“ „Ég var að verða 35 ára þegar ég sá loksins tækifæri til að halda áfram í námi, ég skráði mig í frumgreinadeild HR, sem þá var gamli Tækniskólinn uppá höfða. Ég lauk síðan B.Sc. í Viðskiptafræði Vörustjórnunarsviði í Janúar 2004,“ segir Stella Leifsdóttir eigandi verslunarinnar Belladonna. 15. nóvember 2021 07:01