Lífið

Búinn að ná sér eftir yfirlið á frumsýningu

Elísabet Hanna skrifar
Taron Egerton féll í yfirlið á sviði um helgina.
Taron Egerton féll í yfirlið á sviði um helgina. Getty/ Samir Hussein

Leikarinn Taron Egerton er í góðu ástandi eftir að hafa fallið í yfirlið upp á sviði þegar hann var að frumsýna nýtt leikrit. Hann segist hafa sloppið vel með smá mar á hálsinum og egóinu.

Taron er líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Elton John í kvikmyndinni Rocketman en á laugardaginn var hann að frumsýna leikritið Cock þar sem hann fer með eitt af aðalhlutverkunum. Þegar sýningin var rúmlega hálfnuð leið yfir hann á sviðinu en læknir var staddur meðal áhorfenda sem hlúði að honum. 

„Ég kynni að meta það ef þeir sem voru á leikritinu í gær myndu segja að ég hafi verið með svo mikla innlifun og rafmagnaða frammistöðu að líkaminn hafi ekki höndlað það og skráð sig út,“

segir leikarinn glettinn á samfélagsmiðli sínum. Sýningin fjallar um John sem er samkynhneigður en byrjar að efast um kynhneigð sína eftir að hann verður ástfanginn að konu. Sýningin náði að halda áfram eftir yfirliðið en hann mun koma tvíefldur til baka á næstu sýningu. 


Tengdar fréttir

Það sem er satt og „logið“ í nýju Elton John-myndinni

Kvikmyndin Rocketman er nú komin í kvikmyndahús á Íslandi en um er að ræða hreinræktaðan söngleik þar sem kvikmyndagerðarmennirnir hika ekki við að færa ævi og feril breska tónlistarmannsins Elton John í stílinn.

Frumsýning á Rocketman í London

Rocketman fjallar um líf og starf tónlistarmannsins Eltons John. Hún var frumsýnd með pompi og prakt í London fyrr í vikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.