Þorkell dregur framboðið til baka í kjölfar „rætinnar gagnrýni“ Atli Ísleifsson skrifar 8. mars 2022 08:00 Þorkell Sigurlaugsson sækist nú einnig eftir sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Þorkell Sigurlaugsson hefur ákveðið að draga framboð sitt til formanns Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrennis (FEB) til baka. Hann segir að eftir umhugsun og samtöl við stuðningsfólk hafi honum ekki þótt við hæfi að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni og þá hafi hann ekki viljað trufla framboð sitt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar þar sem hann sækist eftir 2. sæti. Þorkell greinir frá ákvörðun sinni í færslu á Facebook-síðu sinni, en aðalfundur FEB verður haldinn í Gullhömrum í dag. Þorkell segist í gær hafa átt gott samtal við Ingibjörgu Sverrisdóttur, núverandi formann FEB, í gær þar sem hún hafi tekið undir flest af því sem hann hafi lagt áherslu á varðandi mögulegar breytingar og nýjungar í starfi félagsins. Þá segir hann að þau muni eftir atvikum vinna saman að einhverjum verkefnum þar að lútandi. Rætin gagnrýni Þorkell segir að það hafi haft áhrif á ákvörðun sína að fram hafi komið afar rætin gagnrýni á sig og fullyrðingar um að hann væri leppur ákveðinna einstaklinga sem hafi ætlað að notafæra sér félagið og ná yfirtöku á félaginu og nýta til eigin ávinnings. Hann segir að framboð sitt til formanns FEB, á sama tíma og hann sækist eftir sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík, augljóslega hafa haft áhrif á viðhorf sumra til sín. Bæði hann og Ingibjörg séu starfandi í Sjálfstæðisflokknum. „Það hafði greinilega áhrif að fram kom ýmis afar rætin gagnrýni á mig og fullyrðingar um að ég væri leppur sumra sem ætluðu að notafæra sér félagið og ná þannig með mér yfirtöku á félaginu og nýta svo félagið til eigin ávinnings. Þetta truflaði augljóslega sumt stuðningsfólk mitt, en ég gat ekki hugsað mér að fara niður á þetta plan og taka þátt í starfsemi félagsins með þvílík ósannindi og áróður gegn mér m.a. af tveimur sitjandi stjórnarmönnum félagsins sem var misboðið að ég skyldi bjóða mig fram gegn sitjandi formanni,“ segir Þorkell. Ekki persónuleg gagnrýni Hann segir að framboð sitt til formanns FEB hafi aldrei verið sett fram með einhverri persónulegri gagnrýni á formann félagsins heldur fyrst og fremst til að vinna að ákveðnum breytingum og nýjum áherslum í starfsemi félagsins. „Við Ingibjörg ræddum málin eins og áður sagði og engir eftirmálar eru hvað þetta varðar af okkar hálfu. Ég vil þakka þeim sem studdu þetta framboð mitt og vona að þeir sýni ákvörðun minni skilning að draga framboð mitt til baka við þessar aðstæður,“ segir Þorkell að lokum. Félagasamtök Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Eldri borgarar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þorkell greinir frá ákvörðun sinni í færslu á Facebook-síðu sinni, en aðalfundur FEB verður haldinn í Gullhömrum í dag. Þorkell segist í gær hafa átt gott samtal við Ingibjörgu Sverrisdóttur, núverandi formann FEB, í gær þar sem hún hafi tekið undir flest af því sem hann hafi lagt áherslu á varðandi mögulegar breytingar og nýjungar í starfi félagsins. Þá segir hann að þau muni eftir atvikum vinna saman að einhverjum verkefnum þar að lútandi. Rætin gagnrýni Þorkell segir að það hafi haft áhrif á ákvörðun sína að fram hafi komið afar rætin gagnrýni á sig og fullyrðingar um að hann væri leppur ákveðinna einstaklinga sem hafi ætlað að notafæra sér félagið og ná yfirtöku á félaginu og nýta til eigin ávinnings. Hann segir að framboð sitt til formanns FEB, á sama tíma og hann sækist eftir sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík, augljóslega hafa haft áhrif á viðhorf sumra til sín. Bæði hann og Ingibjörg séu starfandi í Sjálfstæðisflokknum. „Það hafði greinilega áhrif að fram kom ýmis afar rætin gagnrýni á mig og fullyrðingar um að ég væri leppur sumra sem ætluðu að notafæra sér félagið og ná þannig með mér yfirtöku á félaginu og nýta svo félagið til eigin ávinnings. Þetta truflaði augljóslega sumt stuðningsfólk mitt, en ég gat ekki hugsað mér að fara niður á þetta plan og taka þátt í starfsemi félagsins með þvílík ósannindi og áróður gegn mér m.a. af tveimur sitjandi stjórnarmönnum félagsins sem var misboðið að ég skyldi bjóða mig fram gegn sitjandi formanni,“ segir Þorkell. Ekki persónuleg gagnrýni Hann segir að framboð sitt til formanns FEB hafi aldrei verið sett fram með einhverri persónulegri gagnrýni á formann félagsins heldur fyrst og fremst til að vinna að ákveðnum breytingum og nýjum áherslum í starfsemi félagsins. „Við Ingibjörg ræddum málin eins og áður sagði og engir eftirmálar eru hvað þetta varðar af okkar hálfu. Ég vil þakka þeim sem studdu þetta framboð mitt og vona að þeir sýni ákvörðun minni skilning að draga framboð mitt til baka við þessar aðstæður,“ segir Þorkell að lokum.
Félagasamtök Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Eldri borgarar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira